blaðið - 04.11.2006, Síða 18
18 LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2006
blaöið
HVAÐ FINNST ÞÉR?
Var Landsvirkjun seld á vaxta-
lausum raðgreiðslum?
„Nei, svo gott var það nú ekki. Ég tel að það séu mörg verri greiðsluform
foik@bladid.net en vaxtalausar raðgreiðslur. Þetta var nánast gefins."
Dagnr B. Eggertsson,
borgarfulltrúi
Dagur er ósáttur við söluna á hlut Reykjavíkurborgar
í Landsvirkjun. Hann segir að verðið hafi verið of lágt,
fyrirvarar um einkavæðingu haldi ekki og að greiðslu-
formið hafi verið vont.
HEYRST HEFUR...
Bakkynja og skorpumanneskja
Katla Margrét Þorgeirsdóttir
leikkona hefur átt gríðarlega anna-
sama viku en hún er þessa dagana
að æfa verkið Bakkynjurnar eftir
Evripídes sem verður jólaleikrit
Þjóðleikhússins f ár.
„Ég ætla að sofa út á sunnudaginn,
elda góðan mat og fara í göngutúr,”
segir Katla. „Enda vikan búin að
vera annasöm í meira lagi. Við
erum að æfa Bakkynjurnar á hverju
m degi og auk þess hef ég verið í
tökum á þáttunum Stelpurnar.”
Verkið Bakkynjurnar er einn þekkt-
asti harmleikur gullaldarinnar og
verður líklega einn af hápunktum
vetrarins í Þjóðleikhúsinu. f Bakk-
ynjunum segir frá konum er dýrka
Bakkus. Þær gera það svo ákaflega,
að þær lokka til sín drengi út í skóg
og vakna upp við vondan draum
þegar ein konan er að slíta í sundur
son sinn. Af því verður grátur og
gnistran tanna og harmleikur.
„Leikstjóri verksins er grískur,
Giorgos Zamboulakis," segir Katla
og bætir við að þau hafi farið í
vinnubúðir í vikunni til að læra
texta og ræða verkið. „Hann Gior-
gos kom einnig að verkinu Mýrar-
ljós sem sýnt var í Þjóðleikhúsinu í
fyrra,” segir Katla og rifjar upp að
verkið hafi fengið afar góða dóma
auk þess sem sérstakar grímur
hafi verið notaðar i verkinu að
grískri hefð. „Grímur verða einnig
notaðar í Bakkynjunum,” bætir
hún við.
„Ég tek svaka skorpur yfir dag-
inn í vinnu en fer snemma að sofa
á kvöldin,“ segir Katla aðspurð
um það hvernig hún höndli erf-
iða viku sem þessa. „Ég fer líka í
ræktina nokkra morgna í viku og
næ að slaka þannig á, svo finnst
mér gott að fara í göngutúra um
Fossvogsdalinn til að ná mér
niður á kvöldin.” Hún segist nota
göngutúrana til að ræða daginn
og veginn ásamt góðri vinkonu.
,Annars fæ ég nóga hreyfingu
á æfingum á Bakkynjunum,“
segir Katla. En um dans og sviðs-
hreyfingar sér Erna Ómarsdóttir
dansari.
dista@bladid. net
Helgi Seljan notar útilokun-
araðferðina við að finna
sér rétta hillu í fjölmiðlaheim-
inum. En á rúmu ári hefur
hann starfað á eftirfarandi
fjölmiðlum: Austurglugganum,
DV, Tal-
stöðinni,
NFS og nú
í Kastljósi
RÚV. „Ég
er nú bara
að skipta
um vinnu.
Það er ekki
eins og ég
sé að ganga í gegnum hjóna-
skilnað,“ sagði Helgi Seljan
sjónvarpsmaður nú nýverið er
hann skrifaði undir samning
við Pál Magnússon sjónvarps-
stjóra þess efnis að koma til
starfa á RÚV. Starfslokin ætla
hins vegar að reynast honum
erfið sem hjónaskilnaður því
ekki sést hinn skjávæni Seljan
enn á skjánum og Kastljósið
fær ekki notið starfskrafta
hans fyrr en að loknum þriggja
mánaða uppsagnaríresti hans
hjá NFS.
Utgáfa tímaritsins Isafoldar
sem Reynir Traustason
ritstýrir hefur valdið miklu
fjaðrafoki nú síðastliðin miss-
eri og þykir mörgum nóg um
dramað. Nú er blaðið komið út
og nú ætlar
allt um koll
að keyra
(sem fyrr).
„Blaðið er
uppselt
þrátt fyrir
skæru-
liðasveitir
Fróða,“
segir Reynir í Fréttablaðinu í
gær og sakar Fróða (Birtíng)
um að keyra milli verslana og
henda blaðinu til hliðar. Málið
þykir reyfarakennt og Mikael
Torfason, aðalritstjóri Birtíngs,
hristir hausinn og vísar ásök-
unum á bug. Báðir virðast þeir
hlæja hvor í sínu horninu að
kjánaskapnum i hinum.
Katla Margrét Þorgeirsdóttir Vikan
n að vera annasöm i'meira lagi
Gúmmívinnustofan
SPdekk ,________
COOPEÍR POIAB
VETRARDEKK
JEPPLINGADEKK
POLAR RAFGEYMAR
m'MiCHELIIU
GÚMMÍVINNUSTOFAN
Skipholti 35 105 RVK
Sími: 553 1055
www.gumvnivmnustofan.is
Opið: Mán - fös 8-18 • Lau 9-15
.11. þriðjudaga
Auglýslngasímlnn er 510 3744
Ég er svo stolt af þér! Á sama tíma á morgun
ertu búinn að vera í megrun í heila viku!
Hvað bar hæst
í vikunni?
Regína Ösk Óskarsdóttir, söngkona
Þar sem það er búið að vera
mjög mikið að gera hjá mér
þessa vikuna hef ég lítið fylgst
með fréttum. Mér fannst það
þó afskaplega fréttnæmt að
Nylon hafi þurft að fresta útgáfu
plötunnar sinnar vegna hvalveið-
anna. Mér finnst það svolítið
leiðinlegt þar sem við erum
alltaf að hugsa um útrás í tónlist-
inni að þá skuli eitthvað svona
verða til þess að stoppa þessar
stelpur sem hafa náð svo langt.“
Steingrfmur J. Sigfússon, alþingis-
maður
Þar sem ég eyddi megninu af
vikunni á Norðurlandaráðs-
þingi í Kaupmannahöfn gat ég
ekki fylgst mikið með fréttum
hér heima. En ég fylgdist vel
með skrifum Ekstrablaðsins
um íslendinga og fjárfestingar
þeirra. í þessum skrifum fannst
mér þeir vera mikið að ýkja og
dramatísera gamlar sögur og
jafnvel að skapa einhvers konar
múgæsingu gegn lslendingum.“
Sigurður Valur Sveinsson, handknatt-
leiksþjálfari
Ætli það sé ekki fyrst og
fremst prófkjör Sjálfstæðis-
flokksins, það er að segja hvað
skapast miklar deilur manna á
milli og öll eftirköst prófkjörs-
ins. Svo kemur líka umfjöllun
Ekstrablaðsins um auðmenn
Islands mikið á óvart. Ég ætla
bara rétt að vona að þetta sé ein-
hver öfund í Baununum."