blaðið - 04.11.2006, Síða 28

blaðið - 04.11.2006, Síða 28
28 LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2006 blaðið z. v. ,Eg kann mitt og ég þarf ckkert aö vcra á varðbergi gágnvart því að eitthvað klikki niðri í hljómsveitargryfju. Þá fcr ég át á svið fyrir franian 400 áliorfcndur og mérfinnst cins og ég sé að labba niður Lauga- vcginn. Þetta cr ekkert mál." Utíf í vafa °ga Kristinn Sigmundsson er nýkominn frá San Franc- isco þar sem hann dvaldi í tvo mánuði og söng í óperuhúsi borgarinnar hlutverk Marke konungs í Tristan og Isold eftir Wagner. Kristinn hlaut afar lofsamlega dóma gagnrýnenda fyrir söng sinn. Þann 18. þessa mán- aðar syngur Kristinn í Salnum við undirleik Jónasar Ingimundarsonar og 23. nóvember syngur hann á sin- fóníutónleikum. Söngvarinn, sem nýtur mikillar virðingar í hinum alþjóðlega óperuheimi, segir að í æsku hafi hann ekki ætlað sér að verða söngvari. Söngvarinn sigraði kennarann „Þegar ég var í Menntaskólanum í Hamrahlíð héldu fimm skólafé- lagar á mér inn á kóræfingu hjá Þorgerði Ingólfsdóttur. Þegar ég var dottinn inn í stofuna þar sem Þor- gerður stóð og horfði á lætin með átorítetssvip var ekki um annað að ræða hjá mér en að setjast. Svo fékk ég blað í hendur sem ég frétti seinna að væri kallað nótur, og söng með. Eftir þessa fyrstu æfingu kviknaði áhuginn. Þarna var eitthvað annað en Rolling Stones og Bítlarnir sem ég hlustaði mest á á þessum tima,“ segir Kristinn. „Eftir stúdentspróf munaði engu að ég færi í söngnám til Vínar. Ég var kominn með skólavist en hálfum mánuði áður en ég átti að fara út kynntist ég konunni minni sem var hér í hjúkrunarnámi. Ég gat ekki hugsað mér að fara einn út og skilja hana eftir svo ég hætti við og innritaði mig í lífræði í Háskól- anum. Fram að því hafði ég svosem ekkert vitað hvað ég ætlaði að verða. Ég lauk því námi og kenndi líffræði í Menntaskólanum við Sund um tíma. Samtímis söng ég í kórum og þar sem ég var með stærri rödd en gengur og gerist var ég stundum látinn syngja sóló. Þá skalf ég á bein- unum og jarmaði tóna út í loftið. Ég var svo að segja búinn að gefa alla einsöngvaradrauma upp á bátinn. Mér fannst ég ekkert hafa í það að gera og þótti betra að vera góður í kór en lélegur einsöngvari. Svo vantaði sólósöngvara í La Travi- ata á tónleikum og ég sló til. Guð- mundur Jónsson, sem söng þar eitt af stærstu hlutverkunum, tók eftir mér og til að gera langa sögu stutta þá fór ég haustið eftir í söngtíma til Guðmundar í Söngskólann og lauk því námi á tveimur árum. Smám saman fann ég að ég hefði kannski eitthvað í þetta að gera og söngvarinn tók að taka völdin af kennaranum. Ég tók próf í uppeldis- og kennslufræðum og eitt af því sem ég lærði þar var að láta nemendur sjá um kennsluna. Ég nýtti mér þetta og meðan þeir kenndu sat ég inni á skrifstofunni með nótur og lærði texta. Ég hafði samviskubit og hugs- aði stundum með mér hvort ég væri að svíkjast um en nemendur sögðu mér seinna að þetta hefðu verið þeir tímar sem þeir hefðu lært einna mest á. Árið eftir fór ég í söngnám til Vínar og eftir það fór boltinn að rúlla.“ Kröfuharðir áhorfendur Á ferlinum hefurðu sungið víða um heim og ert á stöðugum ferða- lögum vegna vinnu. Verðurþað ekki þreytandi? „Það fer eftir því hvar maður er og hvað maður er lengi á hverjum stað. Það getur verið skelfilega þrey t- andi að vera á nokkurra vikna tón- leikaferðalagi þar sem maður er á hótelhergi í þrjár til fjórar nætur á hverjum stað. Nýlega var ég í San Francisco í tvo mánuði og það var yndislegur tími og ég hafði nóg að gera við skemmtileg verkefni. Borgin er ótrúleg og fólkið er þægi- legt og afslappað. Svo getur maður lent á stöðum þar sem maður verður Kristinn Sigmundsson I hlutverki morðingjans Sparafucile i óperunni Rigoletto eftir Verdi. Myndin tekin ísíðasta mánuði í San Francisco. Ljósmyndarr.John F. Martin þunglyndur við það eitt að hugsa um nafnið á borginni. Það er allur gangur á þessu. En ég er búinn að Sjóntækjafræðingur með réttindi til sjónmælinga og linsumælinga Greiðslukjör í allt að 36 mánuði §Gleraugað Biáu húsin við Faxafen Suðuriandsbraut 50 108 Reykjavík gleraugad@simnet.is www.gleraugad.is (visa/euro) Engin útborgun blaðið LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2006 29 vera svo lengi í þessum bransa og þekki ekki neitt annáð.“ Nú eru áhorfendur sennilega mis- munandi eftir löndum og miskröfu- harðir. Hefurðu lent íþvt aðþað hafi verið púað á þig? „Nei, það hefur aldrei hent mig. Ég hef sungið mikið í Parísaróperunni og áhorfendur þar geta verið ansi ruddalegir ef þeim mislíkar. Ég hef lent í því oftar en einu sinni að púað var á söngvara sem voru að syngja með mér. Ég man sérstaklega eftir einu atviki sem gerðist í Fást eftir Berlioz, sem er verk sem er svívirði- lega erfitt fyrir tenór. Tveir tenórar sungu aðalhlutverkið til skiptis, báðir heimsnöfn, en hvorugur þeirra réð almennilega við verk- efnið. Annar var dramatískur hetju- tenór og hinn var lýrískari. Til að syngja þetta hlutverk þurfa menn að geta gert hvort tveggja. Hvorugur þeirra gat sameinað þetta tvennt. Það var púað á þá eftir hverja ein- ustu sýningu. Annar þeirra sagðist aldrei eiga eftir að syngja í París aftur. Mér brá við þær móttökur sem þeir fengu. Ég hef sloppið við svona lagað og mér hefur yfirleitt verið vel tekið.“ Einsog að labba niður Laugaveginn Þú syngur ífrœgustu óperuhúsum heims. Ertu alltaf sjálfsaruggur á sviði? „Á tímabili var ég að safna óperu- húsum og það var viss áfangi á ferl- inum að syngja í Parísaróperunni. Ég söng þar að minnsta kosti tvær uppfærslur á ári í tíu ár og vann með fólki sem var stór nöfn á Metropo- litan. 1 huganum bar ég mig saman við þetta fólk og sá að ég þurfti ekk- ert að skammast mín gagnvart því. Ég gerði hvorki betur né verr, alla- vega ekki verr, þannig að ég sagði í einhverri kokhreysti að ég væri ekk- ert að sækjast eftir því að syngja i Metropolitan en ég vissi að það kæmi að því. Svo gerðist það og það var toppurinn í þessari húsasöfnun. Nú er orðinn fastur punktur að syngja í Metropolitan og ég verð þar talsvert á næstu árum og í San Francisco. Þegar maður er kominn í Metro- politan, með bestu óperuhljómsveit í heimi og með bestu hljómsveitar- stjóra sem völ er á, í húsi þar sem menn sætta sig ekki við annað en það besta og ekki er spurt hvað hlut- irnir kosta, þeir eru bara fengnir, þá er þetta allt saman svo öruggt. Eg kann mitt og ég þarf ekkert að vera á varðbergi gagnvart því að eitthvað „Ég hefekki nokkurn áhuga áfallegum röddum, ef þessar tilfinningar vantar. Ég sofna efég hlusta á söng sem erfallegur en segir mér ekkert og efégget ekki sofnað yfir honum þá leiðist mér." klikki niðri í hljómsveitargryfju. Þá fer ég út á svið fyrir framan 400 áhorf- endur og mér finnst eins og ég sé að labba niður Laugaveginn. Þetta er ekkert mál. Síðastliðinn vetur söng ég í Metro- politan hlutverk Rocco í Fidelíó í fyrsta sinn á ævinni. Þetta er eitt af stærstu hlutverkunum í Fidelíó og það er ekki vaninn að söngvarar prufukeyri stór hlutverk í stóru óperu- húsi einsog Metropolitan. Mér var alveg sama. Ég hafði sem sagt aldrei sungið þetta áður en var samt alveg pollrólegur. Ég held að ef ég hefði sungið hlutverkið í litlu óperuhúsi í Þýskalandi þá hefði ég sennilega skolfið á beinunum því ég hefði ekki vitað við hverju ég ætti að búast af samsöngvurum eða hljómsveit. Það hefði verið eins og að vera á bremsu- lausum bíl í þoku í Kömbunum. En í Metropolitan var ég á stað þar sem allar aðstæður eru pottþéttar." Ruddaskapur í Parísaróperunni Óperusöngvarar hafa orð á sér fyrir að vera prímadonnur. Er það svo? Framhald á nœstu opnu í.tí 5»§ rafmagnsrum verð fra 84.510. dúnsœngur & koddar > i nattborð verð 9.800.- eldhusstólar eldhusborð barstolar . i'-r-.,:..' ,..-q borðstofa sjonvarpsherbergið stofa svefnsófar sofasett & hornsófar stolar / casper 39.000,- 1 mmm www. toscana. is HÚSGAGNAVERSLUN TOSCANA SMIÐJUVEGI 2, KOP S:58 7 6090 HÚSGÖGNIN FÁST EINNIG i HÚSGAGNAVAL, HÖFN S: 478 2535

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.