blaðið - 04.11.2006, Qupperneq 34
blaöiö
Vi
lamjúki sefandi maski sem í er notað fágætt hvítt silfurtoppate
öðrum verndandi efnum gerir frjálsar róteindir óskaðlegar áður
en þær ná að skerða viögeröarhæfni húðarinnar sjálfrar. Maskinn eflir raka-
forða húðarinnar svo að morgni dags er húðin mjúk og slétt.
Ö nnur nýjung er andoxunarefnið í Perfect World Antioxidant lip guardian
varasalvanum. í það er einnig notað hvítt te til að hjálpa til að verja viökvæmar
varirnar fyrir umhverfisskaða.
Útsölustaðir:
Debenhams, Hagkaup Kringlan, Hagkaup Smáralind,
Hagkaup Spöngin, Lyfja Lágmúla, Lyfja Laugavegi,
Lyfja Smáralind, Lyfja Smáratorg, Snyrtistofan
Lipurtá Hafnarfirði, Snyrtistofa Huldu Reykjanesbæ,
Lyf og heilsa Kringlunni.
sem sumír sjá te
sjáum viö tækniþróun
Origins kynnir tvær nýjar leiðir til að
styrkja húð þína með hvítu tei
Annarsvegar andoxunarmaskann PerfSCt WOfld Night-
tirre antioxidant mask til að nota á kvöldin -
og hinsvegar andoxunarsalvann Perfect Worfd AntiOXÍdant
) guardian fyrir varirnar.
L
A-DERMA ER SERSTAKLEGA
ÞRÓAÐ FyRIR ÞURRA,
AUMA OG VIÐKVÆMA HUÐ
3 4 LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2006
tíska
tiska@bladid.net
Heitir hausar
Stjörnurnar flykkjast til hárgreiðslumeistara sinna þessa
dagana og birtast hver á eftir annarri á rauða dreglinum með
flottar stuttar klippingar. Síða hárið hefur fengið að fjúka
sem er einkar hressandi eftir tilbreytingarleysi í hártískunni
undanfarin ár.
NAM I HONNUN OG TIZKU
LONDON • MILANO • TORINO • RÓM • BARCELONA • MADRID
Lingo er umboðsaðili tveggja af fremstu hönnunarskólum Evrópu
ISTITUTO EUROPEO Dl DESIGN með aðsetur á Ítalíu og á Spáni og
UNIVERStTY OF THE ARTS í London. f boði er nám sem hentar vel
nemum sem hafa lokið grunnnámi á lista- og hönnunarsviði, svo og
þeim sem lokið hafa BA námi tengdu tísku- og hönnun. Þetta er
einstakt tækifæri til að upplifa af eigin raun umhverfi alþjóðlegs
hönnunarheims.
* *
Istituto M',
Europeo w
di Design
KYNNTU ÞÉR MÁUÐ • SlMI 562 2220 • WWW.LINGO.IS
Hárið glansar og
verður styttra
Nú eru búið að leggja lín-
urnar fyrir hártískuna
í vetur og tími kominn
til að breyta til. Gosi
hjá Rauðhettu og úlf-
inum og Edda Sif á Toni&Guy hafa
legið yfir nýju línunni.
„Hárið styttist jafnt og þétt í vet-
ur og verður orðið alveg stutt í vor.
Línurnar eru þungar og tjásurnar
eru að detta út,” segir Gosi og Edda
er sammmála því og bætir við að
stutta hárið í anda Twiggy verði
mjög vinsælt í vetur. „Annars eru
mjög kvenlegar línur inni í dag fyr-
ir konur og það er meiri þykkt í hár-
inu og stytturnar eru síðari en þær
hafa verið, og það er líka nokkuð
um liði, “ bætir Edda við.
Hvað liti varðar þá eru kaldari lit-
ir áberandi i vetur, fjólubláir tónar
í dökku hári og bleikir tónar í ljósu
hári hafa tekið við af heitari litum.
„Strípur eru að detta út og liturinn á
að vera heill í hárinu og náttúrulegri,“
segir Gosi. Hann er nýkominn af
námskeiði hjá Vidal Sassoon í Lond-
on þar sem mikil áhersla var lögð á
stutta hárið og sjálfur boðar hann
boðskapinn á Rauðhettu. „Persónur
eins og Twiggy og Mia Farrow eru fyr-
irmyndirnar í ár og eins er afturhvarf
til 10. áratugarins og horft til persón-
anna í Beverly Hills og Melrose Place.
Umfram allt á hárið að vera heilbrigt
og með ákveðnum klippingum og nú
er bannað að ýfa hárið, það á að vera
slétt og glansandi.”
Edda Sif er líka nýkomin að ut-
an en hún fór ásamt starfsfólki
Toni&Guy til London þar sem þau
tóku þátt í stórri Toni&Guy-keppni
og sýningu en hárgreiðslufólk frá
400 stofum um allan heim tók þátt
í keppninni. „Það gekk mjög vel
í keppninni úti og Sigrún Davíðs-
dóttir sem starfar á stofunni hérna
heima vann til verðlauna í flokki av-
ant garde og það er frábær árangur.“
Edda er komin heim með fullt af
ferskum hugmyndum í farteskinu
og segir að það nýjasta séu svokall-
aðir dropatoppar sem eru toppar
sem eru hreiðari uppi og koma eins
og dropi fram á ennið. „Það er eitt-
hvað sem ekki hefur verið áður. Ann-
ars er áherslan á heilbrigt hár og vel
klippt hár og flottar klippingar. Lín-
urnar eru flatari og ekki eins pönk-
aðar og þær hafa verið.”
Persónulegar hárvörur
Heilbrigt hár er í tísku í vetur og
það skiptir máli að nota góð efni í
hárið til að fá aukinn glans og við-
halda heilbrigðu hári. Frá Sebastian
er komin ný og spennandi hárlína
sem kallast Evokatív. Línan miðar
að því að koma til móts við persónu-
legar þarfir hvers og eins og vörurn-
ar falla undir þrenns konar þemu
með áherslu á mýkt, hreyfingu og
áferð.
Hárvörurnar vinna að því að hár-
ið sé hreyfanlegt, silkimjúkt og um-
fram allt snertanlegt. Gengið er út
frá þeirri staðreynd að fólk vilji þæg-
indi þegar kemur að hári þess og að
hárið sé óþvingað og líti ekki út fyrir
að vera mikið meðhöndlað. Útlitið á
Evokatív-vörunum er fallegt og að-
gengilegt. Liturinn á umbúðunum
gefur til kynna hversu sterk efnin
eru og nöfnin, sem eru einstaklega
skemmtileg, segja mikið um hvaða
virkni þau hafa.
Þrenns konar sjampó og hárnær-
ingar eru í Evokatív-línunni.
Moist hydrating balance shampoo &
conditioner veitir hárinu raka og glans
ásamt því að
afrafmagna
hárið og
inniheldur
mjólkurprót-
ín og Pro
Vitamin B5.
Smooth tam-
ing anti-frizz
shampoo &
conditioner
er fyrir þykkt
hár og hem-
ur óstýrlátt
hár og eykur
mýkt og raka. Inniheldur efni sem
kemur í veg fyrir skemmdir í hárinu
vegna ofþurrkunar og ofhitunar.
Full votume building shampoo <5 cond-
itioner er fyrir fíngert hár og skapar
lyftingu og fyllingu í hárið.
Evokatív-línan inniheldur alls 10
mótunarefni fyrir hárið.
Það sem ersérstakt við þessi mótun-
arefni er að þau kiístrast ekki og þau
gefa hárinu aukinn glans og fyllingu.
Exotic erotic skerpir áferð hársins
og gefur möguleika á að tvista háriö.
Efniö byggir upp háriö innan frá og
gefur þvf þykkt.
Lustfull er froöa sem skaþar ótrúlega
lyftingu og kallar fram töfrandi gleði
í hárinu. Froðan ýtir undir hreyfingu
og umfang hársins en gefur
hárinu hald um leiö.
Craftysmyrsi er
efni til að nota til
að flétta hárið og
forma háriö. Efniö
veitir náttúruleg-
an glans og eykur
um leið þéttleika
09
hreyf-
ingu. "