blaðið - 04.11.2006, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2006
íþróttir
ithrottir@bladid.net
Skeytin inn
Drífa ehf
Alex Ferguson í 20 ár á Old Trafford:
blaöiö
Lagersala!
Komið og gerið frábær kaup á
flfspeysum, bómullarpeysum,
ullarhúfum og vettlingum fyrir
veturinn á lagersölu Drífu
lcewear.
Suðurhrauni 12c • 210 Garðabæ • 555-7400 • www.icewear.is
Beckham sektaður fyrir óstundvísi
Það á ekki af David Beckham að ganga þessa dagana. Hann er dottinn út úr enska
landsliðshópnum, fær lítið að spila hjá Real Madrid og núna síðast var hann sekt-
aður fyrir að mæta seint á æfingu. Beckham mætti tíu mínútum of seint á æfingu á
fimmtudag og var engin miskunn sýnd heldur mátti hann punga út fyrir sektinni.
Valsarar styrktu leik-
mannahóp sinn í
gær þegar
þeir sömdu
við fjóra
leikmenn.
Hæst ber
Hafþór
ÆgiVil-
hjálmsson,
kantmanninn efnilega
frá ÍA. Flest lið úrvals-
deildar sýndu honum
áhuga eftir að ljóst var
að hann gæti losnað
undan samningi auk
þess sem hann fékk
tilboð frá sænska 1. deildar-
liðinu Norrköping sem hann
hafnaði. Aðrir leikmenn sem
Valsarar sömdu við eru þeir
Jóhann Helgason frá Grinda-
vík, Gunnar Einarsson frá KR
og Daníel Hjaltason sem hefur
leikið með Víkingum.
Það getur tekið á að spila fót-
bolta, ekki síst gegn topp-
liðum. Edmilson, miðvall-
arleikmaður Barcelona, segir
erfitt að leika gegn Chelsea. Það
er þó ekki óþarfa harka eða of
mikil leikni þeirra bláu sem
fer verst í hann. Heimskan í
Jose Mourinho er það versta
segir hann eftir leik liðanna í
vikunni og virðist búinn að fá
sig fullsaddan á taugastríði Mo-
urinhos og Franks Rijkaards.
Opið I dag laugardag frá kl 10-16.
Opnum aftur mánudaginn 6,nóv
kl. 13-18.
■ Reisti Manchester United viö ■ 25 titlar komnir í hús ■ Erfiöleikar á tíu ára afmælinu
á Heysel. Rauðu djöflarnir mættu
stjörnum prýddu liði Barcelona í úr-
slitum og var búist við sigri þeirra
síðarnefndu. Þeir rauðu unnu þó
og fóru þeir Mark Hughes og Mike
Phelan á kostum.
Síðar tók við mikil sigurganga í
ensku úrvalsdeildinni eftir að Eric
Cantona bættist í hópinn og breytti
United-liðinu i óvígan andstæðing
fyrir önnur ensk lið.
Mikið var rætt um það þegar leið á
október 1996 að stutt væri i að Fergu-
son hefði verið tíu ár við stjórnvölinn
á Old Trafford. Liðinu fór hins vegar
að ganga illa um þetta leyti, tapaði
nokkrum leikjum illa og fékk mörg
mörk á sig. Mesta dýrðarstundin var
hins vegar framundan, þremur eftir-
sóttustu titlunum var öllum landað
eftir dramatískar lokamínútur í
úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu
1999.
United vann þrjá Englandsmeist-
aratitla næstu fjögur árin, þann síð-
asta 2003. Síðustu ár fóru menn að
efast um hæfni Fergusons en þeim
gagnrýnisröddum virðist hann hafa
svarað í byrjun þessa tímabils þegar
United hefur leikið vel og er i efsta
Alex Ferguson getur fagnað því
á mánudag að tuttugu ár eru liðin
síðan hann tók við stjórn Manchester
United. Skotinn sem gert hafði garð-
inn frægan með Aberdeen tók við
liði sem mátti muna fífil sinn fegri
og var í miklum vandræðum í neðri
hluta deildarinnar. Síðan þá hefur
mikið vatn runnið til sjávar.
„Þegar ég gekk til liðs við United
6. nóvember 1986 voru liðin nítján
ár án titils og það þurfti enginn að
segja mér að ef ég byndi ekki enda
á þá titlaþurrð væri vera mín þar
mislukkuð. Ég vissi að til þess
að koma liðinu í aðstöðu til
að keppa um titla reglu-
lega þyrfti ég að leggjast í
mikla og tímafreka undir-
búningsvinnu. Ég þyrfti
að byggja frá grunni og
upp úr, ég þyrfti að bæta
úr göllunum sem blöstu við
mér og tryggja að áhrif mín
og sjálfstraust gegnsýrðu hvert ein-
asta lag félagsins.”
Það var með þessum orðum sem
Alex Ferguson rifjaði upp fyrstu daga
sína á Old Trafford í ævisögu sinni
Managing My Life sem kom út árið
1999. Þá var Ferguson á hápunkti
ferils síns, nýbúinn að leiða Manc-
hester United til sigurs í deild, bikar
og Meistaradeild Evrópu á sama
tímabilinu. Liðið hafði þá unnið Eng-
landsmeistaratitilinn fimm sinnum
á sjö árum og bætt við tveimur Evr-
ópumeistaratitlum á litlu lengri tíma.
Þá var fyrir löngu orðið ljóst að vera
hans væri fjarri því mislukkuð.
Þetta leit þó ekki vel út í upp-
hafi. Þegar Ferguson tók við stjórn
Manchester United, örfáum klukku-
stundum eftir að Ron Atkinson var
Vonarstjarnan Mikið
mun mæða á Rooney.
vikið úr starfi, var liðið í
neðsta sæti efstu deildar,
í bullandi fallbaráttu. Fergu-
son náði að rétta skipið aðeins
og liðið var í ellefta sæti þegar upp
var staðið. Næstu árin gekk á ýmsu.
Ferguson stýrði United upp í annað
sætið á öðru tímabili sínu en næstu
tvö árin seig á ógæfuhliðina. Liðið
endaði í ellefta og þrettánda sæti.
Þetta sættu stuðningsmennirnir sig
ekki við og kröfðust þess að Fergu-
son yrði rekinn. Það sem bjargaði
honum líklega vorið 1989 var að
liðinu gekk vel í bikarnum og stóð í
lokin uppi sem sigurvegari eftir tvo
leiki gegn Crystal Palace.
Það var á þessum tíma sem fór
að ganga vel á Old Trafford. Manc-
ester United varð Evrópumeistari
bikarhafa árið 1990, fyrsta árið sem
ensk lið fengu að taka þátt eftir ára-
langa fjarveru i kjölfar harmleiksins
rcnuuavno
■ Meistaradeild Evrópu: 1999
■ Evrópumeistarar bikarhafa: 1991
■ Meistarar meistaranna i Evrópu: 1991
■ Heimsmeistarar félagsliöa: 1999
■ Englandsmeistarar: 1993, 1994, 1996,
1997, 1999, 2000, 2001, 2003
■ Bikarmeistaratitlar: 1990,1994, 1996,
1999, 2004
■ Deildabikarinn: 1992, 2006
■ Samfélagsskjöldurinn: 1990,1993,
1994, 1996, 1997, 2003
sæti úrvalsdeildarinnar. Manchester
United hefur unnið 25 titla undir
stjórn Fergusons og setur nú stefn-
una á þann 26.
Sóknin í 26. titilinn