blaðið - 04.11.2006, Síða 53
LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2006 53
blaðið
Kirstie Alley
í baðfötum
Leikkonan Kirstie Alley sem hefur barist við
aukakílóin undanfarin ár mun birtast hjá Opruh
Winfrey innan tíðar klædd engu nema bað-
fötum. Ástæðan er sú að leikkonan hefur
verið á The Jenny Craig Diet og ætlar nú
að sýna gestum árangur erfiðisins.
Kirstie Alley sem var orðin ansi þétt var
gestur Opruh fyrir ári þar sem hún tálaði
um endalausa baráttu við ofþyngd sína
og tók þá áskorun frá konu sem missti 30
kíló til þess að geta tekið þátt í keppninni
Ungfrú baðföt Ameríku. Alley vill líka sýna
fram á að konur á hennar aldri geti litið vel
út í baðfötum án þess að þurfa að leggjast
undirhnífinn.
eftir
barni
Bíður spennt
Fyrrum leikkona Beverly Hills 90210 Tori
Spelling er barnshafandi. Leikkonan sem er
komin fimm mánuði á leið bíður spennt eftir
komu barnsins í heiminn.
Leikkonan kveðst vera þreytt vegna
meðgöngunnar en segir að sér líði að
öðru leyti mjög vel.
í viðtali við TV Extra segir hún að
þau Dean McDermott viti ekki kyn
barnsins en um leið og hún Ijúki
tökum sem gestaleikari í sjónvarps-
þáttunum Smallville ætli hún að
fá að vita kynið. Þangað til verður
fólk einfaldlega að geta sér til
um hvers kyns erfinginn verður.
Spelling sem er 33 ára segir að ef
hún gangi með dreng muni hann
fá millinafnið Aaron í höfuðið á
föður hennar.
Stöð 2 sunmidagur 20.00
Sjálfstætt fólk
Telma Ingvarsdóttir Herzl, fyrrum
ungfrú Norðurlönd og fyrirsæta,
ræðir við Jón Ársæl um ástir og
örlög og helstu ástríðu sína, mynd-
listina. Telma og var um skeið
ein eftirsóttasta fyrirsæta heims.
Þá kynntist hún fyrirfólki heims-
ins, tískukóngum, fyrirsætum og
frægum stjörnum, ferðaðist um
heiminn og prýddi forsíður tísku-
blaða. Hún féll fyrir ungum auð-
manni og giftist. En eftir tuttugu
ára hjónaband yfirgaf hann hana
fyrir aðra konu. Við skilnaðinn beið
hún fjárhagslegt skipbrot en tókst
samt að halda alpaóðali þeirra
hjóna í Austurríki.
Skjár einn mánudagur
17.05
Rachael Ray
Nýir spjallþættir hefja göngu
sína á Skjá einum i dag. Þátta-
stjórnandinn er Rachael Ray sem
hefur hingað til verið þekktust
fyrir þætti um mat en nú hefur
hún tekið við stjórn spjallþáttar.
Maturinn virðist þó loða við hana.
Gagnrýnandi Variety sagði að
hún væri aðgengilegri en Martha
Stewart og ekki jafn glæpsamleg.
Þar sagði að Rachael væri afar
kraftmikil og bjartsýn og að það
gæti smitað út frá sér. Þættirnir
þóttu fara ágætlega af stað þó
þeir ættu örugglega eftir að
slípast til.
Sunnudí>9s
Föstudags
laugard
BROfíDUUn
rautfjöðrm i skemmtanalifimi
jj VA 63 Verið velkomin á eitt glæsilegasta
jólahlaðborð landsins á Broadway. Einstakt dekur
í mat og drykk að ógleymdum hinum frábæru stórsýningum
sem nýbúið er að setja á fjalirnar.
MfiTS€Ðlll
Kaldir réttir; Bleikjupaté, appelsínu-engifer-hjúpaðarunghana-
bringur, kalkúnaterrine m/pistasíum og villisveppum, Napoliskinka,
sjávarréttarterrine, rækjur og krabbakjöt, léttreyktur lax, grafinn lax,
heiðargæsaterrine, úrval síldarrétta. smjörbakaður lax, hreindýrapaté.
drottningarskinka, hangikjöt með uppstúf og laufabrauði.
Skorið í sal: Svínapurusteik, appelsínugljáð kalkúnasteik
og villikryddaður lambavöðvi.
Úrval af brauði, heitum og köldum sósum, kartöflum og viðeigandi
meðlæti með hverjum rétti. Stórkostlegt eftirréttahlaðborð, sem
meðal annars inniheldur tertur, ís, ávexti og jólahrisgrjónabúðing.
Hcegt er aö pcmta hlaðborð fyrir e'mkasamkvœmi í Asbyrgi með aógang að dansleik.
fiÐV€NTUTILBOÐ
Vinsælasti dúett jandsins, Guðrún Gunnarsdóttir og Friðrik Ómar
ásamt stórsveit Ólafs Gauks. Söngskemmtun með lögunum af
plötunum „ Ég skemmti mér“ og „Ég skemmti mér í sumar“
sem seist hafa í yfir 10.000 eintökum.
Verð fyrir hlaóboró og sýningu frá
6000
a mann,
Næstu sýningor
Sunnud. 3. des.
Sunnud. 10. des.
sýningu
2900
kr. á mann
FRUMSVNING 10. NOV
Á Broadway verður saga, tónlist og þessarar einstöku rokkstjörnu rifjuð upp
undir nafninu, Tina Turner - Tribute. Stórsöngkonurnar Sigríður Beinteinsdóttir
og Bryndís Ásmundsdóttir sjá um að túlka Tinu. Listrænn stjórnandi er Ástrós
Gunnarsdóttir, hljómsveitastjóri er Þórir Úlfarsson, búningahönnuður er
Selma Ragnarsdóttir en um leikmyndahönnun sér Stefán Sturla
Næstu sýningor
Föstud. og laugard. Föstud. og laugard.
17. og18. nov. 1.og2. des.
Föstud. og laugard. 8. og 9. des.
24. og 25. nov. 15. og16. des
Veró fýrir hlaóboró og sýningu
6900
a mann
sýningu
2900
Borðapantonir: sími 533-1100 - uiuiuj.broadujay.is
a mann