blaðið - 11.11.2006, Blaðsíða 8

blaðið - 11.11.2006, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2006 blaðið EGYPTALAND K UTAN ÚR HEIMI Mubarak varar við blóðbaði Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, varar viö af- leíðingum þess að taka Saddam Hussein, fyrrum forseta íraks, af lífi. Egypski forsetinn telur að aftakan muni leiða til blóðbaðs og muni kynda enn frekar upp í ófriðarbálinu í landinu. VÍETNAM k Dæmdir fyrir hryðjuverk Þrír Bandaríkjamenn hafa verið dæmdir ásamt fjórum Víetnömum í fimmtán mánaða fangelsi fyrir hryðju- verk. Sjömenningarnir voru ákærðir fyrir ólöglegar útvarpsútsendingar á undirróðri gegn kommúnista- stjórn landsins. Demókratar efli alþjóðaviðskipti Peter Mandelson, sem fer með heimsviðskipti í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, hvetur demókrata til að beita sér fyrir því að við- ræður um alþjóðaviðskiþti á vettvangi Alþjóðaviðskiþtastofnunarinnar hefjist á ný. Sögulega séð hafa demókratar verið andvígari alþjóðavið- skiþtasamningum en reþúblikanar sem nú missa völdin á þingi. Vatnajökull: Þjóðgaröur stofnaður Ríkisstjórnin hefur lagt fram frumvarp um stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs. Jónína Bjartmarz umhverf- isráðherra segir þetta vera metnaðarfyllsta verkefni sem íslensk stjórnvöld hafi lagt í á sviði umhverfisverndar og land- nýtingar. Hún segir verkefnið hafa verið í undirbúningi árum saman.„Það sem er sérstakt við þennan þjóðgarð er stærð hans og að hann verður stofnaður með sérstökum lögum og verður stofnuð sérstök ríkisstofnun um rekstur þjóðgarðsins. Þetta er atvinnuskapandi byggðamál þar sem áætlanir sýna að gera megi ráð fyrir fimm til sjö prósenta aukningu ferðamanna á svæðinu.“ Umferðaröryggi: Flest tjón á Miklubraut Mbl.is Átján og nítján ára öku- menn valda flestum tjónum og 17 ára einstaklingum er hættast við að slasast í umferðarslysum. Þetta er meðal niðurstaðna í nýrri skýrslu Sjóvár-Forvarnahússins. Mest varð tjónið á vokölluðum stofnbrautum en þar er einnig hraðinn mestur. Þannig urðu 417 tjón á Miklubrautinni einni og er hún tjónamesta gata landsins. Þó fækkaði tjónum á henni frá árinu á undan. Þar voru einnig flestir að slasast eða um 96 einstakling- ar. Kostnaður tryggingafélaganna vegna Miklubrautarinnar var 292 milljónir króna og ef annar kostnaður er tekinn með er hann ekki undir 650 milljónum króna. Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig töluverðu fylgi á landsvísu: Mýkri forysta eykur fylgi ■ Endurspeglar upplifun fólks ■ Leitar inn á miðjuna eftir fylgi ■ Mýkri ásýnd flokksins Eftir Trausta Hafsteinsson trausti@bladid.net „Eins og venjulega byggjast kannanir á þvi hvernig fólk upplifir aðstæður í þjóðfélaginu. Ég held að sú upplifun sé jákvæð og það skilar sér með þessum hætti,“ segir Árni Mathiesen fjármálaráðherra og er ánægður með stöðu Sjálfstæðisflokksins í könnunum. Mýkri forysta og mál Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla íslands, segir útkomuna hljóta að vera ly ftistöng fyrir nýja forystusveit flokksins. „Sjálfstæðisflokkurinn kemur vel út úr þessari könnun. Þessa sterku stöðu flokksins má meðal annars skýra með mýkri áferð forystusveitar hans miðað við oft áður. Flokkurinn hefur ekki bara mýkt forystuna heldur líka málefnin," segir Baldur. „Flokkurinn hefur líka endurnýjað sig töluvert og fengið upp unga og sterkafélagsmenn. Meðþvíhafaþeir náð að höfða til nýrra kjósenda.“ Ekki smeykur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra telur ímynd- arsérfræðinga reyna að smíða mýkri mynd á flokkinn. Hún segir forystuna hugsanlega líta mýkri út en megináherslur liggi í grunnstefnu Sjálfstæðisflokksins. „Oflugt atvinnulíf, velferðarsamfélag og einstaklingsfrelsi fara saman í okkar stefnu og það viljum við draga SAMANBURÐUR Á FYLGI: Október 2006 ■ Alls: 43% ■ NV: 35% ■ NA: 37% ■ S: 39% ■ S V: 50% ■ RS: 45% ■ RN: 44% Kosningar2003 ■ Alls: 34% ■ NV: 30% ■ NA: 24% ■ S: 29% ■ SV: 38% ■ RS: 38% ■ RN: 36% Mjuk torystusveit tftir breytmgar 1 ráoherraliai og forystu mælist Sialfstæð- isflokkurinn yfir kjörfylgi sínu frá síðustu kosningum. Forystusveit flokksins er sögð mýkri en fyrri sveit og flokkurinn sækir aukið fylgi inn á miðjuna. Kannanir byggja á þvi hverníg fólk upplifir aðstæðurí þjóðfélaginu Ámi M. Mathiesen Fjármálaráðherra Hlýturað vera lyftistöng fyrir nýja forystusveit flokksins Baldur Þórhallsson PrófessorI stjórnmálafræði Þessi niðurstaða erhvatning til að halda okkar striki jfí Þorgerður Katrin Gunnarsdóttir Menntamálaráðherra fram,“ segirÞorgerður Katrín. „Þessi niðurstaða er hvatning til að halda okkar striki. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki smeykur við erfið mál og við erum ekki stjórnmálum til að taka bara á mjúkum og þægilegum málum." Færast nær miðju Á sama tíma og Samfylkingin hallar sér meira til vinstri leitar Sjálfstæðisflokkinn nær miðjunni segir Baldur. „Samfylkingin hefur skilið eftir svæði á miðjunni sem sjálfstæðismenn hafa leitað í og sótt fylgi. Ég held að þeir séu að ná að höfða til hægri kratanna í Samfylkingunni," segir Baldur. Árni telur flokkinn ekki endilega leita nær miðjunni sem færi þeim aukið fylgi heídur sé það ekki síður staðreynd að Samfylkingin halli sér til vinstri. „Skref fyrir skref eru vinstri öflin að ná meiri tökum á Samfylkingunni og það kemur fram í hverju prófkjörinu á fætur öðru.“ Langt í kosningar Baldur bendir á að saga flokksins sýni þá mynd að hann mælist iðulega með meira fylgi í könnunum en skilar sér í kjörfylgi. Síðustu tvo til þrjá áratugi hefur flokkurinn mælst betur í könnunum en skilar sér upp úr kössunum. Þorgerður Katrín tekur undir með Baldri að flokkurinn mælist stundum yfir kjörfylgi en segir greinilegt nú að fólk hafi trú á aðgerðum flokksins. „Samkvæmt þessum púlsi er staða flokksins mjög sterk og okkar málflutningur nýtur trausts. Jafnframt endurspeglar þetta traust á forystumanni flokksins," segir Þorgerður Katrín. Þingfiokksformaður Framsóknar “Sjálfstæðisflokkurinn siglir að vanda. Teygja hans er mis- sterk því hann fer uþp og niður. Hann hefur verið á nokkuð góðu róli og nýtur þess að vera stór flokkur í ríkisstjórn. Mér sýnist flokkurinn lifa nokkuð áhyggjulausu lífi þessi misserin”, segir þingflokksformaður Framsóknar- flokksins. Eiga þetta ekki skilið Ágúst Óiafur Ágústsson Varaformaður Samfylkingarinnar Sjálfstæðisflokkur- inn á auðvitað ekki þetta fylgi skilið. Ég er sannfærður um að kjósendur muni sjá í gegnum flokkinn enda starfar hann ekki í þágu almannahags- muna. Dæmin hafa sannað að þar ráði sérhagsmunir ferðinni. Eins einkennilega og það svo hljómar þá virðist það hjálpa flokknum hversu lítið sjáanlegur formaður hans er. Ekkert sjálfgefið Steingrimur J. Sigfússon Formaður Vinstri grænna Sjálfstæðisflokkurinn má vel við sína stöðu una í augnablikinu. Það er hins vegar þekkt hjá flokknum að mælast hærri í könnunum en skilar sér. Það er ekki þægi- legt fyrir Sjálfstæðis- flokkinn hversu illa samstarfsflokkurinn virðist standa. Það er ekkert sjálfgefið að flokkurinn verði á siglingu í vetur, ég spái þeim talsvert undir 40 prósentum. Trúir fylgismenn Guðjón A. Kristjánsson Formaður Frjálslynda flokksins Það hefur verið einkenni á Sjálfstæðis- flokknum að mælast hærri í könnunum en kosningum. Hann fer ósjálfrátt niður í kosn- ingum og það hafa forystumenn flokksins sjálfir talað um. Þarna virðist vera á ferðinni ákveðin feginleika- bylgja eftir að breytt var um forystu. Fylgis- menn flokksins virðast vera nokkuð trúir og þeir standa bak við þessar tölur. tSfú Steinn Armann Magnússon V Biörk Jakobsdóttir Eyvindur Karisson Sveinn Waage Hjálmar Hjálmarsson Jón Mýrdal Haröarson Guölaug Elísabet Ólafsdóttir ™ Þórhallur Þórhallsson Oborganleg og drepfyndin atriði Komin í verslanir og á leigur SAM< MYNDIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.