blaðið - 11.11.2006, Blaðsíða 2
LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2006
blaöió
VEÐRIÐ I DAG
Bjart og hægt
Norðvestan 5 til 10 metrar á sekúndu
um hádegisbilið, mestur vindur aust-
antil. Þykknar upp vestanlands í kvöld.
Hiti rétt undir frostmarki.
AMORGUN
Slagviðri
Suðaustan slagviðri sunnan-
og vestanlands á morgun en
slydda norðaustantil. Hiti 2 til 8
stig en kólnar í næstu viku.
Algarve 20 Glasgow 13 New York 14
Amsterdam 10 Hamborg 8 Orlando 13
Barcelona 20 Helslnkl 0 Osló 2
Berlln 9 Kaupmannahöfn 5 Palma 22
Chlcago 18 London 11 París 10
Dublln 14 Madrid 21 Stokkbólmur 3
Frankfurt 9 Montreal 6 Þórshöfn 7
Hannes Hólmsteinn:
Sýknaður
af ritstuldi
Hannes Hólmsteinn Gissur-
arson prófessor var sýknaður af
öllum kröfum
Auðar Laxness, '
ekkju Halldórs
Laxness, í
Héraðsdómi
Reykjavíkur
í gær. Auður
taldi Hannes
hafa brotið
höfundarrétt
Halldórs við ritun ævisögu hans.
Dómari segh að meðferð Hann-
esar á verkum Halldórs hafi verið
ófullnægjandi, en samkvæmt
almennum hegningarlögum
á að höfða slík mál innan sex
mánaða frá því að vitneskja fæst
um brotið. Því verði að sýkna
Hannes af kröfunum þar sem sá
frestur hafi löngu verið liðinn.
Sameinuöu þjóðirnar:
Bolton
á útleið
Líklegt þykir að John Bolton,
sendiherra Bandaríkjanna hjá
Sameinuðu þjóðunum, verði
næsta fórnarlamb kosningasig-
urs demókrata á eftir Donald
Rumsfeld. Þrátt fyrir að George
Bush forseti vilji að Bolton verði
áfram í embætti eru taldar litlar
líkur á að öldungadeildin, þar
sem demókratar eru í meirihluta,
staðfesti skipun Boltons frá ág-
úst í fyrra. Bolton var skipaður
í embætti á meðan þinghlé
stóð yfir en fresturinn til þess
að þingið staðfesti skipunina
rennur út í lok desember.
ÚTGÁFA blaðsins
Blaöiö kemur að venju næst út á þriðjudag.
Arnar Jensson hræddur við Franklín Steiner:
Dekrað við Franklín
eins og fjölskylduvin
■ Arnar óttaðist afleiðingar ■ Franklín algjörlega friðhelgur
Eftir Trausta Hafsteinsson
trausti@bladid.net
„Mér er það í mun að fram komi að
þrátt fyrir þrýsting frá Arnari Jens-
syni þá lét ég ekki undan. Það var
annar ráðherra sem lét Franklín
lausan. Ég vil ekki undir neinum
kringumstæðum að öðru sé haldið
fram,“ segir Óli Þ. Guðbjartsson,
fyrrverandi dómsmálaráðherra.
I umfjöllun Blaðsins um vafa-
samar starfsaðferðir lögreglunnar
kom meðal annars fram að Arnar
Jensson, fyrrverandi yfirmaður
fíkniefnadeildar, hafi beitt sér fyrir
reynslulausn eiturlyfjasalans Frank-
líns Steiners eftir að hann hafði að-
eins afplánað helming tímans.
Mesti fíkniefnasali landsins
vann í skjóli lögreglunna'
Ég upplifði
mikinn ótta
hjá Arnari
Óli Þ. Guðbjartsson
fyrrverandi
dómsmálaráðherra
Hræddurvið Franklín
Árið 1990 var Franklín dæmdur
til 29 mánaða fangelsisvistar. Á
þeim tíma var gert ráð fyrir að
fíkniefnasalar afplánuðu að
minnsta kosti tvo þriðju fangelsis-
vistar, jafnvel þótt um fyrsta brot
væri að ræða. Oli var dómsmálaráð-
herra og lét ekki undan þrýstingi
um reynslulausn. Þorsteinn Páls-
son tók við af Óla sem dómsmála-
ráðherra og veitti Franklín
reynslulausn. Óli ítrekar að Arnar
hafi beitt sig miklum þrýstingi
með stöðugum símhringingum
og heimsóknum. „Ég upplifði
mikinn ótta hjá Arnari. Hann ótt-
aðist greinilega afleiðingar þess ef
honum tækist ekki að fá Franklín
lausan úr fangelsi,“ segir Óli.
Algjörlega friðhelgur
Einn af heimildarmönnum Blaðs-
ins, sem þekkir vel til starfsemi
lögreglunnar, segir samband fíkni-
efnadeildarinnar við Franklín
hafa verið mjög náið. „Mér ofbauð
dekrið við Franklín Steiner. Það
leit út eins og hann væri fjölskyldu-
vinur," segir heimildarmaðurinn.
„Málið sem fyllti mælinn var þegar
ungur piltur var tekinn með kiló
af fikniefnum eftir uppljóstrun
Franklíns. Hið óeðlilega við
handtökuna var að dreng-
urinn hafði nefnilega upp-
haflega keypt fíkniefnin
af Franklín en hann var
algjörlega friðhelgur."
Litla Hraun Franklín Steiner
dvaldi á Litla Hrauni meðan
Arnar þrýsti á að honum væri
sleppt snemma á reynslulausn.
Noregur:
Fangelsi fyrir
fataþjófnaö
Norsk kona hefur verið dæmd
í eins árs fangelsi fyrir ítrek-
aðan þjófnað á fötum sem hefur
staðið yfir í að minnsta kosti
níu ár. í dómnum segir að H&M
hafi mest orðið fyrir barðinu á
konunni, þó að fataverslanirnar
sem konan hnuplaði í telji á
annan tug. Sannað þykir að hún
hafi stolið fötum frá H&M fyrir
andvirði um fjögurra milljóna
króna. Þýfið fannst á heimili
konunnar, sem er 56 ára gömul,
og mældist þýfið um hálft
tonn að þyngd. Auk fangelsis-
dómsins þarf konan að greiða
skaðabætur.
Irak:
Alltað 150
þúsund fallin
Heilbrigðisráðherra Iraks, Ali
al-Shamari, segir að á bilinu 100
til 150 þúsund manns hafi látist í
stríðinu í írak. Mat manna á því
hversu margir hafa fallið síðan
Bandarikjamenn og bandamenn
þeirra réðust inn í landið er
mismunandi og hafa tölur frá 50
þúsund upp í 655 þúsund verið
nefndar. Fram til þessa hafa
bæði írakskir og bandarískir
embættismenn ýjað að því að
um 50 þúsund hafi fallið.
Ali al-Shamari segir að talan
sé byggð á tölum frá opinberum
likhúsum og sjúkrahúsum í írak
Aftakaveður á sunnan- og vestanverðu landinu:
Rúta valt á Holtavörðuheiði
Gæða sængur
og heilsukoddar.
Opið virka daga: 10-18, lau: 11-16 Reykjavík: Mörkin 4, s: 533 3500
Rúta valt á Holtavörðuheiði um
hádegisbil í gær í aftakaveðri sem
gekk yfir landið. Að sögn lögreglu í
Borgarnesi slasaðist enginn og hlutu
farþegar aðeins skrámur. Miklar
vindhviður gengu yfir heiðina í gær
og var mikil hálka.
Mikill viðbúnaður var hjá.björg-
unarsveitum á höfuðborgarsvæðinu
aðfaranótt gærdagsins vegna óveð-
ursins. Um fimmtíu björgunarsveit-
armenn voru á vakt alla nóttina og
sinntu þeir um fjörutíu útköllum.
Jón Ingi Sigvaldason hjá Lands-
björgu segir að í flestum útköllum
hafi þurft að stöðva fjúkandi ruslat-
unnur, kerrur og trampólín en sem
betur fer hafi verið lítið um brotnar
rúður og þess háttar óhöpp.
Innanlandsflug lá niðri langt
Rúta fauk út af og
valt á hlið Miklar
vindhviöur gengu yfir
Holtavöröuheiöi og
var mikil hálka.
fram eftir degi auk þess sem milli-
landaflug riðlaðist vegna óveðurs-
ins. Guðjón Arngrímsson, upplýs-
ingafulltrúi Icelandair, segist reikna
með að flugsamgöngur ættu að vera
komnar í samt lag seinnipartinn í
dag. Þá var öllum ferðum Herjólfs
milli lands og Vestmannaeyja aflý
og veginum um Óshlíð lokað vegr
grjóthruns.
Veðrið hafði einnig áhrif á skól
starf, en því var aflýst í þremi
skólum í Borgarfirði. Skólahald fé
einnig niður í Grunnskóla Grind