blaðið - 11.11.2006, Blaðsíða 22

blaðið - 11.11.2006, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2006 blaöi6 Hvert hljóp tíminn ? Tíminn er svo sannarlega pen- ingar í íslensku samfélagi í dag. fs- lendingar eru iðnir og vinnusamir í eðli sínu. Samfélagið eins og það er orðið kallar á það að tveir fullorðnir sinni fullu starfi til þess eins og halda meðalheimili gangandi. Jafn- vel þó svo sé, eru allar likur á því að heimilið sé svo skuldsett að ekkert svigrúm sé til þess að „eyða” stórum hluta dagsins í annað en vinnu. Á hakanum sitja svo börnin sem líkt og foreldrarnir eru ofurseld vinn- unni og lífsgæðakapphlaupinu. Eðli núverandi ríkisstjórnar er svipað og bankastjóranna sem keppast um að skila meiri peningum til þeirra sem hafa nú þegar grætt á tá og fingri. Eftir sitja fjölskyldurnar í landinu og fyrir það líða börnin. Fjölskyldurnar sárvantar tíma saman og foreldrar eru í öngum sínum vegna þess að þeir eru fastir í afborgunarfeni sem engan enda sér á. Verðbólgan í ár hefur hækkað lánin hjá öllum og þrátt fyrir að hún hafi hjaðnað síðustu vikur sitja lánin enn feitari eftir og afborganirnar heimta enn meiri tíma og peninga. Vilji er allt sem þarf Margítrekað hefur verið sýnt fram á fylgni á milli þess að foreldrar eigi góðar stundir með börnunum sínum og velgengni barnanna í líf- inu seinna meir. Ríkisstjórn íslands getur sett fjölskylduna í heiðurssæti og lagt sitt af mörkum til að búa til umhverfi sem heilsteyptir og ham- Byggjum upp samfélag þar sem börnin og þarfirþeirra eru í forgangi Bryndís ísfold Hlöðversdóttir ingjusamir einstaklingar fá að alast upp í. Þau andlegu verðmæti skila sér margfalt út i þjóðfélagið þegar fram líða stundir. Vinnuvikuna þarf að stytta í þrepum í samvinnu við alla aðila vinnumarkaðarins. Barnabætur þarf að hækka sem og viðmiðunartekju- markið og þannig fjölga þeim sem eiga rétt á barnabótum. Barnabætur eiga að létta fjölskyldum róðurinn en eins og staðan er nú fá langtum færri barnabætur en þurfa á þeim að halda. Foreldrar barna á aldrinum 9-18 mánaða þekkja skeið reddinga og skammtímavistunar hjá hinum og þessum þegar fæðingarorlofi lýkur. Nauðsynlegt er að lengja fæðingaror- lofið í 16 mánuði líkt og er í Svíþjóð. Þannig gefst foreldrum nægur tími til þess að vera með börnum sínum fram að leikskólaaldri. Sveitarfélögin þurfa einnig að standa við loforð sín um að að lækka leikskólaaldur. Skattar og þjónustugjöld hafa hækkað í tíð núverandi ríkisstjórnar og ekki síst á hina hefðbundnu fjöl- skyldu. Þessu þarf að breyta enda svigrúm fjölskyldufólks síst til þess fallið að halda uppi stórum hluta ríkissjóðs. Eðlilegra væri að lækka skatt og þjónustugjöld á fjölskyldur og þá sem lægstu launin hafa. Þessu þarf að breyta. Meðþessum brey tingum.sem Sam- fylkingin hefur talað fyrir, er hægt að búa öllum fjölskyldum landsins betri hag og auka svigrúm þeirra til þess að eyða tíma saman. Minnkum hlaupin og stressið og byggjum upp samfélag þar sem börnin og þarfir þeirra eru í forgangi. Höfundurinn býðursig fram í 6. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík 11. nóvember 2006 Samfylkingin er klár í slaginn Við sem komum ný inn á þing fyrir Samfylkinguna í kosningunum 2003 vorum auðvitað glöð og reif, spennt að hefjast handa og reyna okkur á nýjum vettvangi í pólitík. Heim- urinn var svo sannarlega breyttur. Maður var orðinn einn af þessum 63, með titilinn „alþingismaður“ fyrir aftan nafnið sitt! Gaman. Og þó. Við höfðum unnið í kosn- ingunum, fengum meira fylgi og fleiri þingmenn en nokkur annar vinstriflokkur í lýðveldissögunni, en lentum samt í stjórnarandstöðu. I raun og veru ekki ánægð með úrslitin. Kosninganóttina þegar stjórnin hélt velli var erfitt að gleðjast. Það var augljós órói í þingliðinu og í flokknum eftir kosningarnar, og mér reyndist ekki eins auðvelt að fóta mig í þessu nýja starfi og ég bjóst við. Maður vissi engin ósköp um við- fangsefnin þegar til stykkisins kom! Og á vinnustaðnum rikti greinilega hvorki jafnrétti né bræðralag, og ekki heldur mikið frelsi. Þingið er skipulagt kringum ráðherrana og erindi þeirra, en ekki almenna þing- menn. Það sést meira að segja á ráð- herrakerrunum sem alltaf eru hafðar fyrir framan húsið, oft í lausagangi, helst uppá gangstétt. Stjórnarand- staðan þarf sífellt að vera á tánum gagnvart ráðríkum og kenjóttum meirihluta. Og nýir þingmenn eiga ekki að komast upp með múður. Höf- uðpaurarnir á þessum tíma voru auð- vitað Davíð og Halldór, og voru hátt yfir alla aðra hafnir. Fóru heitt og Kosninga- nóttina þegar stjórnin hélt velli var erfitt að gleðjast Umrœðan Mörður Árnason innilega í taugarnar á mér. Hræddur um að það hafi stundum sést i ræðu- stól og frammíköllum. Þingforseti Blöndal var alveg sérstök stúdía. Svo var blessað nefndarstarfið - þar var sífellt verið að fara yfir stjórnar- frumvörpin, og stöku sinnum tókst að breyta hálfri setningu. Stundum að koma textanum á aðeins skárri íslensku. Var þetta vettvangurinn þar sem nýr alþingismaður ynni gagn fólkinu sem kaus hann, flokknum unga og bjarta, málstaðnum í öllum sínum myndum? Ég hikaði oft fyrsta kastið á þinginu, sá ekki árangur, litlar framfarir. Spurði sjálfan mig stundum hvort íslensk orðabók væri kannski mikilvægari. Eldskírnin Ætli fjölmiðlamáliðhafi ekki verið eldskírnin. Þar skipti þingið svo sannarlega máli og mikil vinna skil- aði sér í sterku bandalagi innan og utan Alþingishússins. Við urðum að leggja okkur sjálf undir, taka áhættu með því að standa gegn óréttinum og á sannfæringunni, hvað sem tautaði og raulaði, hrinda af okkur allskyns ásökunum og áburði, til dæmis aðdróttun um að vera á mála hjá auðhring! Að lokum tapaði ríkis- stjórnin, í rauninni á eigin offorsi. Þar og í írakseldunum, sem líka var átakamál fyrstu misserin, eru lykl- arnir að hneisulegri útreið beggja máttarstólpanna, Halldórs og Dav- íðs. Við komum þeim frá, við inni á þinginu og við úti í samfélaginu. Það þarf kannski sigra einsog í fjöl- miðlamálinu til að sannfæra nýjan þingmann um að það getur náðst árangur, líka í stjórnarandstöðu, að þingmennska getur gert gagn þótt enginn gleypi heiminn í einum bita. Maður nær líka árangri með puði og nuddi, til dæmis í ýmsum mennta- málum, eða með vinnunni við frumvarpið um nýju Árnastofnun. Málamiðlanir eru hluti af pólitísku starfi - líka sú innri málamiðlun að sætta sig sjálfur við minna en 100 prósentin, stundum miklu minna, en bíða og leita færis. Og færin, þau skapast. Herinn er farinn! Og þótt þeir séu búnir að drepa Jöklu: Fyrir mann sem frá upphafi hefur staðið fastur fyrir í umhverfismálum og náttúruvernd hafa síðustu mánuðir verið styrkjandi. Undiraldan þyng- ist með landinu og náttúrunni og nú- tímanum. Almenningur rís upp, um- hverfismál og náttúruvernd fá nýjan hljóm í flokknum og um samfélagið allt. Áfram, Fagra ísland! jóhann helgason söknuður Útgáfuhljómleikar í Salnum fimmtudaginn 16. nóvember kl. 20 Loksins Loksins! Eitt af stærstu nöfnum íslenskrar dægurlagasögu stígur nú fram og syngur bestu lögin sín við undirleik úrvalssveitar. "Söknuður er hreint út sagt ótrúlega fín plata. Stjörnugjöf? Látum hann hafa Vetrarbrautina eins og hún leggur sig!" -Guðni MárHenningsson Popplandi. J> O N = RA* www.zonet.iswww.johannh.com Allirmeð Við höfum líka snúið bökum saman í Samfylkingunni eftir erfiðleika kringum formannskjör og ýmsar hremmingar. Þurftum kannski að fara i gegnum lægðina á síðasta ári til að vinna trúnað hvert annars - áður en við biðjum í vor um trúnað al- mennings og traust kjósenda. Núna er flokkurinn heill og forystusveitin sameinuð að baki leiðtoga okkar, Ingi björgu Sólrúnu Gísladóttur. Og þá má ekki gleyma því að sveitin á þinginu verður að vera í sambandi, við flokksmenn og kjós- endur, við verkalýðshreyfinguna og önnur alþýðusamtök, við skóla menn, rannsakendur og fræðimenn, við frumkvöðla í atvinnulífinu, við allskyns fólk með ferska sýn og nýjar hugmyndir. Þessvegna þarf fjölbreyttan þingflokk og valinn mann í hverju rúmi. Núna finnst mér við vera klár í slag inn. Við höfum stefnuna og aðferð irnar, mannskapinn og samstöðuna. Við getum þetta allt ef við einbeitum okkur, í réttri röð og af skynsamlegu viti. Næsta mál er að ná árangri (kosn- ingunum, og síðan forystu í nýrri ríkisstjórn. Sjálfur er ég reiðubúinn, reynslunni ríkari. Ég vil vera með í þessum stjórnarmeirihluta - að vaka, vinna og skapa. Og bið um 4.-6. sætið í prófkjörinu á morgun. Höfundur er alþingismaður fyrir Samfylkinguna í Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.