blaðið - 11.11.2006, Blaðsíða 46

blaðið - 11.11.2006, Blaðsíða 46
4 6 LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2006 blaöiö Sætir skór Það er nauðsynlegt að vera í hlýjum og huggu- legum inniskóm þegarætlunin er að kúra langt fram eftir kvöldi. Ekki er verra ef þeir eru sætir og litskrúðugir. tilveran Alvöru dekur Það er alltaf gott að kúra og ekki verra að kúra einn með sjálfum sér. Þá er gott að þera á sig ilmríkt húðkrem, fá sér heitt kakó og virkilega njóta kvöldsins. tilveran@bladid.net Allar upplýsingar: www.felags.hus Umsóknarirestur um meistaranám er til 15. nóv. n.k I en um diplómanám til 5. janúar 2007. Félagsvísindadeild Háskóla íslands Ert þú ■ Ertu í sambandi? ■ Sefurðu nakin/n eða í náttfötum? ■ Ef þú sefur ein/n, þarftu þá auka sæng eða bangsa til að hjúfra þig að? ■ Þegar þú horfir á sjónvarpið, ertu þá með sæng eða teppi ofan á þér? ■ Leiðirðu oft maka þinn ef þú ert í sambandi? ■ Finnst þér gott að kúra saman þegar horft er á sjónvarpið? ■ Sefurðu á hlið eða á bakinu? ■ Áttu auðvelt með að treysta öðrum? ■ Ertu tilfinningarík/ur? ■ Þarftu þitt pláss í rúminu áður en þú sofnar? ■ Áttirðu hamingjuríka æsku þar sem foreldrar þínir voru duglegir að faðma þig? kúrari? Fleirijá Ef þú svaraðir flestum spurning- unum játandi máttu treysta því að þú sért kúrari en kúrari felst ekki bara í því að vilja liggja uppi í bóli öllum stundum og kela við makann. Það er líka gott að kúra ein/n í baði með góða bók, uppi í sófa og horfa á spennandi kvikmynd og í þægilegum hægindastól í þungum þönkum. Varastu þó að rugla tilfinn- ingunni sem kúrið veitir þér við ást heldur snýst kúr frekar um öryggi. öryggi getur hins vegar leitt til ástar. Fleiri nei Ef þú svaraðir flestum spurning- unum neitandi ertu sennilega ekki sú týpa sem finnst þægilegt að kúra. Þú treystir fólki ekki auðveld- lega og vilt jafnvel oftar en ekki vera ein/n. Það er ekkert að því að vera ekki kúrari, sem þetur fer erum við eins misjöfn og við erum mörg. í sambandi geta sumir hins vegar túlkað það sem höfnun svo þú skalt vera dugleg/ur að segja makanum hvernig þér líður, jafnvel þó þú sýnir það ekki alltaf. Gott nám og rétt val þess er farsæl leið til lífsgæða og aukinna möguleika í starfi. Við félagsvísindadeild Háskóla íslands bjóðast margir spennandi kostir í námi hjá hæfum og reyndum kennurum. GÓÐAR AÐSTÆÐURTIL NÁMS. FJÖLBREYTNI OG SVEIGJANLEIKI. STARFSTENGT RANNSÓKNARNÁM. NÁM MEÐ STARFI. NÁM STUTT RANNSÓKNUM KENNARA. • MA-nám og diplómanám í félagsráðgjöf. • MLIS-nám í bókasafns- og upplýsingafræði. • MA-nám í bókasafns- og upplýsingafræði. • MA-nám og diplómanám í kynjafræði. • MA-nám og diplómanám í félagsfræði. • MA-nám í mannfræði. • MA-nám í þjóðfræði. • MA-nám og diplómanám 1 þróunarfræðum. • MPA-nám og diplómanám I opinberri stjórnsýslu. • MA-nám í stjórnmálafræði. • MA-nám og diplómanám f alþjóðasamskiptum. • MA-nám og diplómanám f fötlunarfræði. • MA-nám í kennslufræði (seinni hluti). • MA-nám og diplómanám i uppeldis- og menntunarfræði. DOKTORSNÁM í ÖLLUM GREINUM. Félagsvísindi í þágu íramfera.. haMsnám • Svanhvít hugsar upphátt Ég trúi þessu ekki! Ég var í verslunarleiðangri með 14 ára frænku minni nýverið og þræddi því allar helstu unglinga- búðirnar í Glasgow. Blessuð stúlkan fann fullt af fötum á sig enda grönn, nett og með nánast fullkominn líkama. En það var tvennt sem hún átti í stökustu vandræðum með að finna, annað var stuttbuxur og hitt var íþróttabuxur. Ekki misskilja mig, það er til fullt af stuttbuxum og íþróttabuxum í Glasgow og líka á íslandi. Hún kvartaði hins vegar undan því að allar stutt- buxur og íþróttabuxurnar væru níðþröngar. Hún vildi víðar og þægilegar stuttþuxur svo hún gæti notið sín í leikfimi og eins þægilegar íþróttabuxur svo auð- veldara væri að hreyfa sig. Markaðurinn og hans lögmál býður hins vegar ekki upp á að ungar stúlkur vilji hreyfa sig og vera í þægilegum fötum á meðan þær hreyfa sig. í augum markaðarins og þeirra afla sem honum stjórna (almenningur) eiga unglingsstúlkur greinilega að sitja alla daga í þröngum og stuttum buxum og vera sætar auk þess að vera kynþokkafullar. Ég get ekki lýst því hve stolt ég var af frænku minni að beygja sig ekki undir þetta fáránlega lögmál, þrátt fyrir að ég telji að það hafi verið ómeðvitað. Hins vegar er þetta alveg ótrúlegt að ungar stúlkur neyðist til að klæð- ast þröngum og óþægilegum fötum. Vitanlega vilja sumar stúlkur vera í þessum fötum en af hverju? Er það vegna þess að þeim hefur verið innprentaður sá sannleikur að það skipti meg- inmáli hvernig þær líta út? Þetta er raunar fáránlega heimskuleg sþurning því hvert mannsbarn veit hvaða sannleik ungar stúlkur lifa við í dag, að ógleymdum ungum piltum. Útlit skiptir máli og sérstak- lega útlit stúlkna og kvenna. Tímarnir hafa svo sannarlega breyst, konur vinna til jafns við karlmenn og í sömu stöðum en samt sem áður skiptir meira máli hverju þær klæðast. Svo ekki sé minnst á allar stjörn- urnar sem eru svo óumræðilega frannar, fallegar og fullkomnar. g á að vera sæmilega gáfuð og ágætlega fullorðin en ég á samt erfitt með að trúa því að stjörnurnar sem við höfum fyrir augunum allan daginn líti svona út þegar þær vakna. Ég veit að þær hafa appelsínuhúð, bauga, Ijót eyru, nokkur aukakíló, skakkar tennur og sigin brjóst þótt ég sjái það ekki. Ég veit að það eru bara nokkur prósent kvenna í heiminum sem líta út eins og ofurfyrirsætur. Ég veit það en ég trúi því ekki. Kannski vegna þess að það er sama hvert maður lítur, alls staðar eru sætar og fullkomnar konur. Ef ég á erfitt með að trúa sannleik- anum en kýs frekar að trúa því sem ég sé, og þá er ekki furða þótt ungar stúlkur, sem eru áhrifagjarnar og ómótaðar, trúi því sama. svanhvit@blaðið.net
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.