blaðið - 11.11.2006, Blaðsíða 42

blaðið - 11.11.2006, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2006 blaðið egar litið er yfir starfs- feril Helgu Hjörvar mætti ætla að þar væri mjög öldruð kona á ferð en ekki kona á besta aldri. Hún hefur komið víða við, er leikari, fyrr- verandi kennari og skólastjóri Leik- listarskólans, forstöðumaður nor- rænna menningarstofnana og núna rekur hún Norrænu menningarmið- stöðina í Kaupmannahöfn. Helga er í heimsókn á Islandi til að styðja son sinn, Helga Hjörvar, í prófkjöri Sam- fylkingarinnar í Reykjavík en hann býður sig fram í fjórða sætið. „Við fjöl- skyldan ákváðum að koma heim og hjálpa til í prófkjörinu. Við komum fyrir viku síðan og það er ekki hægt að segja að landið hafi tekið vel á móti okkur en maður er minntur á hvað þarf mikinn kraft til að lifa af í þessu landi.“ 250 ára gamalt pakkhús Helga hefur rekið Norrænu menn- ingarmiðstöðina í tæplega tvö ár. „Ég er forstjóriNorðurbryggju sem er 250 ára gamalt pakkhús sem hefur verið gert upp. Það var opnað árið 2003 og tilgangur hússins er að vekja athygli á menningu Grænlands, íslands og Færeyja. Ihúsinu er íslenska sendi- ráðið og færeysku og grænlensku sendistofurnar. Tvær hæðir hússins eru alltaf notaðar undir myndlistar- sýningar en við leigjum út fimmtu hæðina fyrir ráðstefnur og annað,“ segir Helga sem hefur mikla ánægju af starfinu. „Það er mjög góð aðsókn að húsinu og það eru helst Danir og Svíar sem heimsækja okkur. Það er mjög gloppótt hvað Danir vita um menningu þessara landa. Það má segja að þeir viti mikið um íslenskar bókmenntir, færeyska málaralist og grænlenska skurðarlist. Um þessar mundir er sýning á verkum danskra málara sem komu til íslands 1947 og sérkennileg sýning um uppstopp- aða ísbirni í menningarmiðstöðinni. Auk þess erum við nýbúin að vera með stórtónleika þar sem ýmsar hljómsveitir komu fram og þar á meðal voru Ham frá íslandi og Who made Who frá Danmörku." Lífið er tómar tilviljanir Helga hefur búið af og til í Kaup- mannahöfn en kom fyrst þangað þegar hún var nítján ára gömul. „Það má segja að ég fari þangað sem vinnan leiðir mig. Ég er svo heppin að maðurinn minn er rithöfundur og þýðandi, hann spyr bara hvort það sé tölvutenging þar sem við flytjum og þá er hann sáttur. Börnin okkar segja til gamans að um leið og þau vaxa úr grasi þá flytjum við for- eldrarnir að heiman. Upphaflega er ég leikari en ég hef lítið unnið sem leikari. Ég lék svolítið eftir að ég útskrifaðist en við vorum svo ógur- lega margar leikkonur, og þó ég segi sjálf frá, rosalega góðar," segir Helga og hlær. „Það var ekki pláss fyrir okkur allar. Ég fór mjög fljótlega að kenna og leikstýra og svo hef ég verið við stjórn menningarstofnana síðan 1974. Ég var eins og flestir sem fara í leiklistarskóla, ég hefði viljað höggva af mér bæði hæl og tá til að fá góð hlutverk. En mér líkar mjög vel leiðin sem valdist fyrir mig. Ég segi valdist fyrir mig því maður velur ekki hvert lífið leiðir mann. Lífið er tómar tilviljanir. Að vera leikari er eitt erfiðasta starf sem til er því leik- arinn er alltaf að reyna að gera betur í dag en í gær. Það er sífelld áskorun um að gera betur og þess vegna er gott leikhús eitt það allra besta sem ég get hugsað mér.“ Efnaleg velferð er ekki ávísun á hamingju Helga segist alltaf hafa verið pólitísk í hugsun og vera félags- hyggjumanneskja. „Ég er alin upp á verkamannsheimili og fóstri minn var hafnarverkamaður. Ég man vel verkföllin þar sem verið var að ávinna sér réttindi eins og lífeyris- sjóði og sjúkrasjóði, hluti sem við teljum vera sjálfsagða í dag. Fóstri minn kenndi mér að allir væru jafn- gildir í þjóðfélaginu, hvort sem þeir væru verkamenn eða forstjórar. Ég var líka á mótunarárum þegar 68 kynslóðin var ráðandi og það var endurmat á hvað væru alvöru gildi í tilverunni auk þess sem maður uppgötvaði þessi eilífu sannindi að maður er manns gaman,“ segir Helga og bætir við að hún upplifi það sérstaklega í prófkjörinu hvað sé gaman að tala við fólk. „Það sem mér finnst erfiðast í Danmörku er ^QWRÖNA SMYRIL-LINE SMYRIL LINE ÍSLAND FERÐASKRIFSTOFAN Fyrir einn mann og bíl fram og til baka i klefa. * Innifalið;Sigling til Danmerkur og til baka, gisting í klefa, flutningur a bíl, bókunargjalrf og forfallatrygging. Gildir«17-mars 2007. Gildir ekki 19. des. Oólaferð). MasterCard Fjarðargötu 8 ■ 710 Seyðisfirði • Tel:+354 4721111 austfar@smyril-line.is • www.smyril-line.is Stangarhyl 1-110 Reykjavik • Tel:+354 570 8600 Fax: +354 552 9450 • www.smyril-line.is >A AUSTFAR SMYRIL LINE innan leiðir lífii i Wu / m V / X ; að þar sér maður fólk sem á hvergi höfði sínu að halla. Það er voðalega erfitt að hugsa sér að það skuli vera til fólk sem þarf að sofa úti á götu og það er hlutur sem ég á erfitt með að sætta mig við. Efnaleg velferð er ekki alltaf ávísun á lífshamingju en það má aldrei gleymast að svangur og húsnæðislaus getur maður ekk- ert gert. Öll getum við orðið veik, enginn veit hvenær það hittir okkur og þá finnst mér þessi samfélagslega hugsun mikilsverð, að við leggjum til þjóðfélagsins þannig að við getum fengið eitthvað aftur ef við verðum svo óheppin að veikjast." Þjóðfélag þróað með samræðum Aðspurð hvort Helgi hafi alist upp á pólitísku heimili segir Helga að hann hafi fyrst og fremst alist upp á heimili þar sem mikið og margvíslegt fólk sem hafði áhuga á öllu mögulegu kom í heimsókn. „Þar var talað, rifist og mikið spek- úlerað. Helgi hefur vanist því frá unga aldri að það væru miklar um- ræður á heimilinu og það finnst mér að skipti mjög miklu máli. Að fólk tali saman, það séu skoðanaskipti og fólk segi hvað því finnst, hlusti á aðra og við þróum þjóðfélag með því að tala saman. Helgi var ungur þegar hann fór að hafa áhuga á stjórnmálum. Einhvern tímann bað ég hann I guðs bænum að senda ekki lesendabréf sem hann hafði skrifað en þá var hann ellefu ára. Bréfið var um efnahagsmál en ég var sannfærð um að allir myndu halda að ég hefði skrifað það. Hann hefur því fylgst með stjórnmálum frá unga aldri og alltaf haft sterka réttlætiskennd." Arfgengur rýrnunarsjúkdómur Bæði börn Helgu eru með Retinitis Pygmentosa sem er arfgengur rýrn- unarsjúkdómur sem getur orsakað blindu. „Ég og Úlfur erum hvorugt með augnsjúkdóminn en við erum arfberar og það eru einhver gen sem mætast í Úlfi og mér. Helgi var ungur strákur þegar við vorum fyrst vör við sjúkdóminn en það vissi eng- inn hvað þetta var. Hann var nátt- blindur og átti mjög erfitt með að koma úr sólarbirtu inn í hús. Það var ekki fyrr en hann er um tvítugt sem hann fékk að vita hvað hrjáir hann. Þá var hann farinn að sjá frekar illa blaðið LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2006 43 heim en þrátt fyrir það er ekki vitað hvort Helgi og Rósa verði alveg blind eða ekki. „Þessi sjúkdómur er al- gengasta orsök blindu hjá ungu fólk í hinum vestræna heimi. Þetta eru í raun margir sjúkdómar sem allir eru þannig að það verður rýrnun í augnbotninum en genin sem orsaka það eru mismunandi. Helgi og Rósa hafa alltaf tekist á við sjúkdóminn, þau hafa boðið honum byrginn. Það má nefna sem dæmi þegar Helgi var í fótbolta með strákunum og upp- götvaði að annað hvort yrði hann að sitja til hliðar og horfa á eða láta sig hafa það að detta á nefið öðru hvoru. Þau hafa hvorugt skap til að sitja og horfa á, þau vilja vera með i leiknum. Það er ekki langt síðan við vorum á Bakkanum í Kaupmannahöfn og við villtumst. Það var náttúrlega Helgi sem fann leiðina út. Hann hefur alltaf verið voðalega ratvís, hann er mikill stærðfræðingur og skynjar vel fjarlægðir,“ segir Helga og við- urkennir að það hafi verið þungt að horfast í augu við sjúkdóminn. „Við höfum alltaf látið hverjum degi nægja sina þjáningu. Ég hef aldrei haft ástæðu til að líta á Helga eða Rósu sem sjúklinga. Þau eru fullfr- ískt fólk með hausinn fullkomlega í lagi. Þetta er minni skortur en það hljómar því þau hafa tekist þannig á við sjúkdóminn. Við reynum að aðstoða þau eins og við getum en þau eru bæði svo sjálfbjarga. Þótt sjúkdómurinn sé arfgengur er hann ekki til i okkar ættum svo lengi sem menn muna. Hann myndast með ein- hverjum erfðabreytingum og þetta er sú áhætta sem við lifum öll með.“ svanhvit@bladid.net Styðja við bakið á sínum manni Rósa Maria, Helga og Úlfur komu sérstaklega til landsins til að styðja Helga Hjörvar í prófkjörsbaráttunni en hann býður sig fram i 4. sætið hjá Samfylkingunni í Reykjavik. Helga Hjörvar: „Það er voða- lega erfitt að hugsa sér að það skuli vera til fölk sem þarf að sofa út á götu og það er hlutur sem ég erfitt með að sætta mig við iþjóðfélagi. Efnaleg velferö er ekki alltaf ávisun á lifsham- ingju en það má aldrei gleymast að svangur og húsnæðislaus getur maður ekkert gert. “ % en eins og margir sem sjá illa þá vissi hann ekki að hann ætti að sjá mikið betur. Það var ekkert farið að há honum þá því sjónin dofnaði hægt og rólega og hann tók ekki eins vel eftir þvi. Það var vitanlega áfall þegar við heyrðum um sjúkdóminn en hins vegar hefur það einhvern veginn aldrei verið til umræðu hjá okkur. Helgi og Rósa hafa alltaf gert það sem þeim dettur í hug, þau fara út á kvöldin og komast sinna leiða. Helgi gengur mikið ogJtósa hjólar ennþá um Kaupmannahöfn. Þau hafa farið sínu fram og sjálf fundið hvað þau geta og hvað þau geta ekki.“ Ahætta sem allir lifa með Helga segir að sjúkdómurinn sé mikið rannsakaður viðs vegar um Álftanes | Garðabær | Hafnarfjörður | Kjósahreppur | Kópavogur | Mosfellsbær | S e 11 j a r n a r n e s Kraftmikinn manníbina! Jón Gunnarsson framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar Það er mikilvægt að fólk með fjölbreytta reynslu taki sæti á Alþingi. Bakgrunnur Jóns Cunnarssonar er úr atvinnullfinu og hann hefur einnig verið I forystu Slysavarnafélagsins Landsbjörg um árabil. I störfum slnum hefur Jón gegnt ábyrgðarstöðum þar sem oft hefur þurft að taka skjótar og fumlausar ákvarðanir. Við teljum mikilvægt að fá kraftmikinn mann á þing. Tryggjum Jóni 4. sætið. Verið alltaf velkomin á kosningarskrifstofuna Bæjarlind 14, Kópavogi. Creiðari samgöngur Samgöngur eru stórmál I kjördæminu og brýnt að greiða þær leiðir. Virkjum kraftinn í eldri borgurum Það er mikil sóun að sá kraftur sem býr I þeim sem eldri eru skuli ekki nýtast betur á vinnumarkaði vegna óhóflegra skatta. Nýjan framhaldsskóla í kjördæmið Til þess að mæta auknum kröfum nútlmans þarf að bjóða upp á fjölbreytni i menntamálum. Átak gegn fíkniefnum, auknar forvarnir Nauðsynlegt er að herða baráttuna gegn fikniefnum enn frekar og gripa til sérstakra ráðstafana til að hindra innflutning, um leið og heildstæð foivarnarstefna verði mótuð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.