blaðið - 11.11.2006, Blaðsíða 10

blaðið - 11.11.2006, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2006 blaðið UTAN ÚR HEIMI Enginn getur stöðvað kiarnorkuáætlunina Mahmoud Ahmadinejad, forseti Irans, sagði í gær að óvinir Irans „gætu ekkert gert” til að stöðva kjarnorku- áætlun klerkastjórnarinnar. Hann sagði enga ástæðu til þess að hafa áhyggjur af því að (ranar komi sér upþ kjarnorkuvoþnum. Gleðigöngu aflýst Gleðigöngu samkynhneigðra I Jerúsalem var í gær frestað af ótta við ofbeldi. Trúarleiðtogar ákveðinna hópa gyðinga, múslíma og kristinna hafa formdæmt að gönguna I hinni helgu borg. Níu þúsund lögreglur áttu að verja göngumenn. heilsa -hafdu þoö gotl MÚITÍ-VÍT Náttúruleg fjölvitamin með steinefnum ísrael: Útilokar ekki árás á íran Aðstoðarvarnarmálaráðherra ísraels, Ephraim Sneh, sagði í gær að hugsanlega neyddist ísraelsher til að gera árás á kjarnorkustöðvar í Iran svo Iranar komi sér ekki upp kjarna- vopnum. Sneh sagði að slik árás væri neyðarúrræði en hinsvegar væru örþrifaráð einu ráðin. Talsmaður stjórnarinnar segir þetta ekki endilega afstöðu «» spv Tilkynning um stofnfjáreigendafund í Sparisjóði vélstjóra Sparisjóðsstjórn hefur ákveðið að efna til fundar stofnfjáreigenda í Sparisjóði vélstjóra föstudaginn 1. desember 2006 á Grand Hótel Reykjavík og hefst hann klukkan 17. Efni fundarins er fýrirhugaður samruni Sparisjóðs vélstjóra og Sparisjóðs Hafnarfjarðar. Fundarboð verður sent stofnfjáreigendum í samræmi við samþykktir sparisjóðsins. Sparisjóðsstjórn Vélin béttielni fynr þtrfi/ Hlending* 180 töflur Inniheldur 22 valin bætiefni, 12 vítamín og 10 steinefni. eilsa -hafðu það gott Breytingar boðaðar í málefnum innflytjenda: 100 milljónir til íslenskukennslu ■ Ekki sinnt nægilega hingað til ■ Stöðupróf vegna ríkisborgararéttar Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@bladid.net Verja á íoo milljónum króna á næsta ári til að efla íslenskukennslu fyrir útlendinga. Þetta samþykkti ríkis- stjórnin á fundi sínum í gær. „Það má segja að við höfum ekki sinnt þvi nægilega að stuðla að íslenskukennslu fyrir út- lendinga en við erum að taka það föstum tökum. Við eigum að gera ríkar kröfur til þeirra sem hér setjast að um að þeir kunni íslensku og átti sig á þeirri menningu sem hér er í samfé- laginu,” segir Þor- gerður Katrín Gunnarsdóttir menntamála- ráðherra. Hér eru nú um 18 þúsund útlendingar en kostnaðar- áætlun miðar við að eitt til tvö þúsund nemendur sæki námið á ári næstu þrjú árin. Lögð verður áhersla á 200 klukkustunda nám sem mæta á þörfum byrj- enda í íslenskunámi, óháð bakgrunni þeirra. Síðan á að byggja ofan á þetta námsframboð. í fréttatilkynningu frá mennta- málaráðuneytinu segir að gera megi þá kröfu til samtaka launþega og atvinnuveitenda, starfsmennta- sjóða og annarra sem málið er skylt að þeir taki þátt í greiðslum fyrir íslenskunám umbjóðenda sinna Eigum að gera rikarkröfur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Menntamálaráðherra ásamt ríkinu en kostnaðarhlutdeild ríkissjóðs verður 75 prósent. Jafnframt kemur fram að vegna fyrirhugaðra breytinga á lögum um íslenskan ríkisborg- ararétt sé nauðsynlegt að koma á fót stöðu- prófum í íslensku. Er tilgangurinn sá að umsækjendur geti sýnt fram á lág- markskunnáttu í íslensku. U n d a n - farin ár hefur menntamála- ráðuney tið lagt til 18 millj- ónir króna á ári til íslensku- kennslu fyrir útlendinga á vegum fyrirtækja og símenntunar- stöðva. Þeir fjár- munir voru á sínum tíma ætlaðir til sérstakrar kennslu fyrir útlenda nem- endur í framhaldsskólum. Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2-110 Reykjavlk Stmi: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is hif Þegar gæðin skipta máli Lotus Professional borðpappírsvörur Til hátíðabrigða í verslun RV að Réttarhálsi eru nú á tilboði Lotus LinStyle dúkar og servíettur í mörgum litum. Einnig eru á tilboði ýmsar gerðir af servíettum, diskamottum og „löberum" með jólamynstri. Takmarkað magn er í boði af sumum jólavarningi. Fyrstur kemur fyrstur fær. Halldór Sigdórsson aðstoðarverslunarstjóri hjá RV Félagsmálaráðherra boðar aðgerðir: Innflytjendaráð fái fé Athygli hefur vakið að ekki skuli gert ráð fyrir fjármunum til innflytj- endaráðs á fjárlögum fyrir næsta ár. Magnús Stefánsson félagsmála- ráðherra vonast til að þetta verði endurskoðað. „Ég vonast til að það rætist úr því. Við höfum verið að fjalla um þetta og frumvarpið er í meðförum núna í þingi,” segir Magnús. Hann kveðst fljótlega hafa gert sér grein fyrir því þegar hann hóf störf í ráðuneyti sínu í júní að málefni inn- flytjenda ættu að vera eitt af forgangs- verkefnunum. „Innflytjendaráð vinnur að stefnumótun í málefnum innflytjenda. Það er jafnframt unnið að endurskoðun laga um útlendinga á vinnumarkaði. Ég held að þetta sé hvorttveggja komið á lokastig.” Yfirvöld hafa sætt harðri gagn- Lögum útlendinga endurskoðuð Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra rýni fyrir aðgerðaleysi í málefnum innflytjenda. Bent hefur verið á að á annan tug nefnda hafi skilað áliti sem lítið sem ekkert tillit hafi verið tekið til. „Það er búið að gera ýmislegt í þessum málum á undan- förnum árum en eflaust þarf enn að gera margt. Við þurfum til dæmis að efla íslenskukennslu fyrir útlend- inga, sérstaklega þá sem hafa flutt hingað og ætla að vera hér áfram. En þetta er ekki einfalt mál,” tekur félagsmálaráðherra fram.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.