blaðið - 11.11.2006, Blaðsíða 26

blaðið - 11.11.2006, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2006 blaöiö fólk folk@bladid.net r.UASiw aau ? HEYRST HEFUR... Menn velta vöngum yfir því furðulega uppátæki auglýs- ingastofu hér í bæ að skella inn _______ mynd af Russell Crowe á framboðs- auglýsingu Árna Johnsen sem birtist í Morg- unblaðinu. Arni Johnsen er enn að byggja upp trúnað við landsmenn og hefur marg- sinnis verið staðinn að þvi að fara ekki rétt með staðreyndir og því þykir mönnum flipp aug- lýsingastofunnar vægast sagt ábyrgðarlaust og ófyndið. Bloggið hefur hitt í mark. Ekki bara fyrir þá sem þjást af alvarlegri athyglissýki heldur nota stjórnmálamenn bloggið í æ ríkara mæli til að auglýsa sjálfa sig upp, eins og til dæmis nú í prófkjörsbaráttunni. Þeir blogga margir af slíku offorsi að ætla mætti að þeir gerðu ekkert annað. En bloggið er tímaþjófur og þeir sem fylgjast með bloggheimum verða annað hvort að vera atvinnulausir eða heima veikir... Hinir sem eru í vinnunni allan daginn verða bara að missa af öllum þessum misskemmtilegu pistlum... Sífelldar brey tingar virðast vera á stjórn Árvakurs um þessar mundir. Björgólfur Guðmundsson hefurveriðað eignast stærri hlut í félaginu og á hluthafafundi í gær kom Ragn- hildur Geirsdóttir inn sem varaformaður, eftir því sem Viðskiptablaðið sagði frá á heimasíðu sinni í gær. Ragn- hildur er forstjóri Promens sem fæstir vita hvað er. Hún var áður forstjóri FL Group í sjö mánuði og varð landsfræg vegna gríð- arlega hás starfslokasamnings sem fyrirtækið greiddi henni. Svona til skýringa fyrir forvitna þá er Promens stærsta fyrir- tækjasamstæða heims á sviði hverfisteyptra plasteininga, eins og það er skýrt á heimasíðu þess. HVAÐ FINNST ÞÉR? Sérðu fram á blóðuga baráttu að hætti Forn-Rómverja? „Ekki verður það nú svo slæmt en þetta er skemmtileg barátta og menn bitast hérna á. Menn þurfa að vinna fyrir sínu. 3 9ii a . Kristján Pálsson, alþingismaður Árni Johnsen birti í gær stuðningsyfirlýsingu þar sem Holly- wood-leikarinn Russell Crowe birtist í gervi rómverska skylm- ingaþrælsins Maximusar sem einn af stuðningsmönnum Árna. Sigurlaug Margrét Ég byrja að minna fólkið mitt á að ég eigi afmæli tveimur vikum áður en dagurinn rennur upp. Silla hætt á RUV Sigurlaug Margrét Jónasdóttir hefur unnið í fjölda ára á RÚV. Nú hefur hún tekið við þáttastjórn sjónvarpsþáttanna Fyrstu skrefin og kveður því félaga sína á RÚV til margra ára. „Ég get ekki talið þau ár sem ég hef unnið hjá RÚV. Ég hreinlega fæddist inn á stofnunina,“ segir hún aðspurð um hversu lengi hún hafi starfað þar. „Afi minn, Jónas Þorbergsson, var út- varpsstjóri og pabbi, Jónas Jónasson, vann þar frá því að hann var ungur maður. Fyrir mér var það því þannig að það kom ekkert annað til greina en að verða útvarpskona.” Sigurlaug hefur verið upptekin í vikunni við að skipuleggja tökur og finna viðmælendur í þáttinn sem hafa áhuga á að deila reynslu sinni um barneignir og uppeldi. „Þætt- irnir fara í loftið í febrúar á næsta árið og mér finnst þetta spennandi viðfangsefni. Það eru svo margir sem standa i barnauppeldi og að eignast börn,” segir Sigurlaug sem á sjálf 3 börn, sextán ára son og tvær dætur, átta og tólf ára. Sigurlaug er heimakær og ætlar að slaka á um helgina. „Mér finnst gott að vera með fólkinu mínu heima og búa til góðan mat og hitta vini. Þessa helgina verð ég í tökum á laugardeginum en eftir það ætla ég að slaka á.” Sigurlaug segist slaka best á með því að halda matarboð með góðu fólki. „Svolítil bilun,” segir hún. „En ég geri það nú samt. Ég ætla samt að vera pass á sunnu- daginn því þá á ég afmæli.” Aðspurð um hvað hún verði gömul, skellir hún upp úr. „Ég man ekki hvað ég verð gömul,” segir hún. „Ég er samt ægilegt afmælisbarn og finnst hrika- lega gaman að eiga afmæli. Ég byrja alltaf að minna fólkið mitt á að ég eigi afmæli tveimur vikum áður en dagurinn rennur upp. Fólk á náttúr- lega að vita að ég eigi afmæli. Það er partur af því að þroskast að halda upp á afmælið sitt og það er góð til- finning að eiga afmæli.” dista@bladid.net eftir Jim Unger i 10 grunnreglur ~ Heilsu- og matreiðslunámskeið í Heilsuhúsinu Lágmúla 13. nóvember Opið hús i Heiisuhúsinu lágmúla. Svona kemst þú klakklaust gegnum jólin og þarft ekki að hafa uppblásinn og súran maga eða vonda samvisku. Þú verður eins og engill! Gómsætir bragðbitar í boði! Kl. 18.30-20.00. Aðgangur ókeypis 14. nóvember Fyrilestur með Þorbjörgu: Vel nærð er konan ánægð.... og Irtur náttúrulega unglega út! Hormónar. matur, lífsstíll, stress, melting og fleira . hefur áhrif á gott og hollt konulíf. Þú lærir hverning þú getur borðað þig hrausta og unga! Kl. 19.00-22.00 Verð: kr. 4.900 15. nóvember Syndugar kökur, eftirréttir og jólanammi án sykurs, mjólk og glúteins eða annarra óhollustu! Matreiðslunámskeið með Umahro og Þorbjörgu. Neitaðu sykrinum en vertu með í heilsubyltingunni og láttu þér líða vel ...líka yfir jólin! Kl. 19.00-22.00. Verð: kr. 4.900 Frekari upplýsingar eru í Heilsuhúsinu eða á vefsiðunni www.10grunnreglur.com 27. nóvember Opið hús í Heilsuhúsinu Lágmúla. Svona kemst þú klakklaust gegnum jólin og þarft ekki að hafa uppblásinn og súran maga eða vonda samvisku. Þú verður eins og engill! Gómsætir bragðbitar I boði. Kl. 18.30-20.00. Aðgangur ókeypis 28. nóvember Jólamatur sem gerir ekki bara bragðlaukana glaða heldur einnig magann. Matreiðslunámskeið með Umahro og Þorbjörgu. Villibráð, skelfiskur, rauðkál, sætar kartöflur, grænmeti, ris a la mande og nammi. Ekkert sem fitar þig. Bara eintóm gleði! Kl. 19.00-22.00. Verð: kr. 4.900 Innifaliö í veröi er dýrlegur málsveröur, gögn, uppskriftir, góð ráö og heilræöi ásamt afslætti í Heilsuhúsinu. Bókun á námskeiö fer fram I slma 692 8489 eöa á namskeid@10grunnreglur.com Éh © Jim Unger/dist. by United Media, 2001 12-28 elsuhúsið Ég elska að gera þetta! Hvað bar hæst í vikunni? Skólavörðustlg - Kringlunni - Smáratorgi - Selfossi - Lágmúla Sigrlður Arnardóttir, sjónvarpskona Það sem bar hæst var þessi háværa umræða um innflytj- endur og hvernig Frjálslyndir vöktu á sér athygli með þessu. Það var mjög eftirminnilegt þegar Guðjón Arnar barði í borðið í morgunsjónvarpinu og æpti á formann Heimdallar: „Við erum ekki aðskilnaðar- flokkur!" Þá fór ég í argent- ínskan tangó á fimmtudaginn eins og alltaf, þar sem Hany Hadaya er einn kennaranna. Þar velti ég því fyrir mér að það væri engin tangómenning á íslandi ef hann hefði ekki flutt hingað til lands. Við þurfum fólk frá öðrum löndum til að vera hér með litríkt og spennandi mannlíf. Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Vals- kvenna í knattspyrnu Frjálslyndi flokkurinn og innflytjendamálin hafa verið mest áberandi í vikunni. Mér finnst þetta mjög merkileg um- ræða og skemmtilegt að fylgjast með henni. Annars voru það náttúrulega agalegar fréttir að Manchester United hafi tapað fyrir Southend í ensku deilda- bikarkeppninni. Sú frétt stendur upp úr á mínu heimili. Það er greinilegt að United-menn verða að láta hina tvo titlana á Eng- landi og Meistaradeildartitilinn duga á þessu tímabili. Einar Már Sigurðarson, þingmaður Þar sem ég eyddi megninu af vikunni á Norðurlandaráðs- þingi í Kaupmannahöfn gat ég ekki fylgst mikið með fréttum hér heima. En ég fylgdist vel með skrifum Ekstrablaðsins um íslendinga og fjárfestingar þeirra. í þessum skrifum fannst mér þeir vera mikið að ýkja og dramatísera gamlar sögur og jafnvel að skapa einhvers konar múgæsingu gegn íslendingum."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.