blaðið - 11.11.2006, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2006
blaðið
Aö maurar teygja sig þegar
þeir vakna á morgnana!
Hjartað í þér slær yfir
100.000 sinnum á dag!
Höfrungar sofa alltaf með
annað augað opið!
í geimnum geta geimfarar
ekki grátið. Sökum þyngd-
arleysis þá ná tárin ekki að
„renna”!
Hnerri ferðast út um
munninn á þér á u.þ.þ. 300
km hraða á klukkustund!
Sniglar eru með fjórar
nasir!
Geitur eru með þrjá maga!
Uglur eru einu fuglarnir
sem greina litinn blátt!
í Bangladess er hægt að
fangelsa krakka allt niður í
15 ára aldur fyrir að svindla
á prófum!
Maður að nafni Charles
Osborne var með hiksta í
69 ár!
Gíraffi getur hreinsað á sér
eyrun með tungunni!
Leðurblökur beygja alltaf til
hægri þegar þær fljúga út
úr hellum!
Hundar heyra hljóð sem þú
greinir ekki!
KRAKKAKYNNING
um, heima og í þorpinu. í frítíman-
um sínum setur hann saman púslu-
spil, honum finnst líka gaman að
teikna og mála. Hann hefur gaman
af eltingarleik „macha” og fótbolta.
Það besta sem hann fær að borða
er hamborgari með frönskum og
ís á eftir. Uppáhaldslögin hans eru
leikskólalögin sem hann lærði og
kennarinn hans hefur tekið þau
upp á geisladisk svo að hann á
þau til minningar um leikskólann.
Hann er byrjaður í skóla og er
mjög glaður. Hann lauk leikskól-
anum með glæsibrag. Hann var
fánaberi. ( sumarleyfinu fór hann í
sumarbúðirnar með hinum. Þar tók
hann þátt í íþróttum og öllu hinu
og kom heim þreyttur en ánægður.
Foreldrar Lucasar eru mjög fátækir,
mamma hans er mikið veik og
pabbi hans er atvinnulaus svo þau
gátu ekki hugsað um þá bræð-
ur. Þess vegna eiga þeir heima í
barnaþorpinu þar sem hugsað er
vel um þá. Þar líður þeim vel og
þegar þeir stækka fara þeir í skóla.
Krakkarnir á Álfaheiði styrkja Luc-
as til að hann geti verið hamingju-
samara barn.
LUCAS a afmæli i dag!
Fáni
Argentínu.
Ég ætla að segja ykk-
ur svolítið af Lucasi
Ezepuel Nieto
Lucas er hress strákur.
Hvar er þorpið hans Lucasar?
Argentína er annað stærsta landið í
Suður-Ameríku. (Argentínu er fjöldi
barna munaðarlaus og gegna SOS-
barnaþorpin mikilvægu hlutverki
því þar er hugsað vel um börnin,
þeim gefið að borða, kennt að lesa
og hlúð að þeim.
Þorpið hans Lucasar heitir Mar Del
la Plate en það þýðir sléttan við
hafið. Hann sendir krökkunum bréf
tvisvar sinnum á ári og þakkar kær-
lega fyrir þá hjálp sem hann fær frá
góðum börnum á íslandi.
Krakkakynningin er með óvenju-
legu sniði í dag því við kynnumst
honum Lucasi sem á heima í
Argentínu. Hann á afmæli í dag og
er orðinn 7 ára. Lucas fær afmæli-
spakka frá krökkunum á leikskól-
anum Álfaheiði við Álfaheiði í Kópa-
vogi. Þegar Lucas var tveggja ára
tóku börnin að sér að styrkja hann
til betra lífs enda hefur Lucas það
ekki jafn gott og börn á fslandi.
Nafn: Lucas Nieto.
Heimili: Mar Del Plata I Argentínu.
Aldur: 7 ára.
Afmæli: 11. nóvember 1999, í dag!
f afmælispakkanum: Lucas fékk
legóbíl, púsluspil frá íslandi og
skóladót (spiderman-pennaveski)
frá krökkunum á leikskólanum Álfa-
heiði. Krakkarnir fóru með pakkann
á pósthúsið í október svo nú er
Lucas búinn að fá gjöfina.
Uppáhaldsfag í skólanum: Luc-
asi finnst skemmtilegast að lesa.
Uppáhaldsmatur: Hamborgari
með frönskum og ís í eftirmat.
Áhugamál: Púsla, lita, tala, lesa,
teikna og mála, fara I eltingarleik,
hlusta á tónlist og leika sér við
önnur börn.
Systkini: Lucas á einn
bróður, Adrian.
I dag er Lucas orðinn 7
ára. Hann er mjög glað-
lyndur og vingjarnlegur.
Honum finnst gaman
að tala og hann talar
mikið. Hann er opinn
og skemmtilegur hvar
sem hann er, í skólan-
Vinir Lucasar á Álfaheiöi hugsa
vel um vin sinn sem á heima í Argentínu.
líyjnzi hiíjjjÍ
Snuöra og Tuöra eru rammíslenskar aksjónhetjur sem hafa kætt kynslóöir
undanfarinna ára meö skessulátum sínum. Mamma þeirra þarf oft aö vera
þolinmóð en hún vill aö þær systur læri fyrst og fremst af reynslunni. Ungir
foreldrar sem ólust upp með Snuðru og Tuöru geta nú endurnýjað kynnin
viö þær meö börnum sínum.
löunn Steinsdóttir hefur skrifað fyrir íslensk börn í áratugi.
Nú eru fyrstu fjórar sögurnar um prakkarasysturnar komnar aftur út
með nýjum myndskreytingum eftir listakonuna
Lóu Hlín Hjálmtýsdóttur.
Ætlarðu þá
að vera vond við mig
aftur þegar
mér batnar?
(Úr bókinni
Snuöra og Tuðra veröa vinir.)
Salka Ármúla 20 - 108 Reykjavík - Sími: 552 1122 - www.salkaforlag.is
Ef öll börn í heim-
inum eru vinir
verður heimurinn
að betri stað.
ÖMbörnin
Q GQ^EDÖŒEIDuQ
eiga ao vera vinir
Ekki hafa öll börn í heiminum
það jafngott og við á íslandi. Á
íslandi ríkir ekki stríð og við
eigum nóg af hreinu vatni til
að drekka. Ef við verðum veik
getum við farið til læknis og í
skólanum lærum við að lesa og
reikna svo við getum bjargað
okkur sjálf þegar við erum
orðin stór.
Hvað eru mörg börn
íheiminum?
Það búa meira en 6 milljarðar
manna í heiminum. Af þeim eru
2,2 milljarðar börn. 1,9 milljarðar
búa í þróunarlöndum og 1 millj-
arður barna býr við fátækt. Það
þýðir að helmingur allra barna í
heiminum erfátækur.
Hvað getum við gert til að
hjálpa börnum heimsins?
Besta leiðin til að hjálpa fátækum
börnum heimsins er að hugsa
vel til þeirra, kunna að meta þau
gæði sem við höfum hér á fslandi
og reyna að finna leiðir til að deila
þeim með börnum heimsins. Því
það er ekki sanngjarnt að þau fái
svona lítið meðan viðfáum mikið.
Börnin á Álfaheiði standa sig vel
í að hugsa um vin sinn Lucas. Ef
öll börn eru vinir og gæta hvert
annars verður heimurinn smám
samanaðgóðumstað.