blaðið - 11.11.2006, Blaðsíða 16
ÞEIR SÖGÐU
NÚ!
Ég er ekki hér afþví ég er sonur Jóns Baldvins, ég er ekki hér af
m m því ég er sonur Bryndísar Schram eða sonarsonur Hannibals, nú
** eða litli frændi Ellerts Schram meðframbjóðanda míns hér.”
GLÚMUR BALDVINSSON NEITAR ALGJÖRLEGA AÐ NOTFÆRA SÉR ÆTTARTENGSL i
PRÓFKJÖRSBARÁTTUNNI. UMMÆLIN ER AÐ FINNA Á HEIMASÍÐU HANS: GLUMUR.IS.
16 LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2006
blaöiö
Héraðsdómur:
Síbrotamaður
dæmdur
Maður á fertugsaldri var
dæmdur í 5 mánaða fangelsi,
þar af eru þrír mánuðir skil-
orðsbundnir, fyrir að brjótast
inn í bíl og stela geislaspilara.
Maðurinn hefur margoft
orðið uppvís að fikniefnabrot-
um og þjófnuðum. Þar að auki
framdi maðurinn afbrotið þegar
hann var að afplána skilorð. Því
þykir Héraðsdómi Reykjavík-
ur rétt að dómurinn sé ekki
skilorðsbundinn að fullu.
Nú kostar meira að halda upp á jólin:
Jólatré hækka
mikið í verði
■ Minna framboð ■ Salan að hefjast
Eftir Atla Ísleifsson
atlii@bladid.net
„Ég á eftir að átta mig almennilega
á því en ég hugsa að það gæti orðið
allt að fimmtán til tuttugu prósenta
verðhækkun á jólatrjám í innkaups-
sölu,“ segir Kristinn Einarsson, fram-
kvæmdastjóri Blómavals. „Svo á eftir
að koma í ljós hvað íslenski kaupmað-
urinn gerir. Innkaupsverðið er hins
vegar ldárlega að hækka.“
Kristinn segir að öll erlend tré
sem íslendingar flytja inn komi frá
Danmörku. Þar eru langflest tré af
tegundinni normannsþini ræktuð
sem er það tré sem selst mest á Is-
landi. „Um sjötíu til áttatíu prósent
af jólatrésmarkaðnum eru dönsku
normannsþinirnir. Við áætlum að
verið sé að flytja inn um fjörutíu þús-
und slík tré á ári hverju. Það er eitt-
hvað með loftslagið í Danmörku og
normannsþininn sem á vel saman.“
I Danmörku hafa framleiðendur
á jólatrjám verið að hætta vegna
þess að þeim hafa boðist úrelding-
arstyrkir, styrkir til að hætta fram-
leiðslu, þar sem offramboð hefur
verið á jólatrjám. „Nú hafa margir
þegið þessa styrki, þannig að fram-
boðið er miklu minna en það hefur
verið. Það hleypir upp verðinu.“
Að sögn Kristins fer salan af stað
á Islandi i næstu viku, þegar fyrir-
r% Innflutningsverð erhærraiáren
ifyrra
' A. Ví Kristinn Einarsson
Framkvæmdastjóri
Blómavals
tæki og stofnanir fá tré til að setja
út. „Jafnvægi hefur rikt milli fram-
boðs og eftirspurnar á jólatrésmark-
aðnum á íslandi undanfarin ár.
Maður veit samt ekki hvernig þetta
verður. Innkaupsverðið verður að
minnsta kosti hærra í ár en hefur
verið siðustu ár. Það mun svo koma
í ljós hvort menn haldi eitthvað að
sér höndum í innkaupunum og
hvort kaupmaðurinn taki á sig hækk-
unina eða verðið á trjánum hækki í
smásölu. Við hjá Blómavali eigum
eftir að taka ákvörðun um það.“
Kristinn segir innlenda fram-
leiðslu ekki vera mikla. „Vissulega
hefur eitthvað þurft að grisja skóga,
en kerfisbundin framleiðsla er hins
vegar að hefjast hjá Skógræktarfé-
lagi Islands um þessar mundir. Ég
myndi áætla að um tíu til fimmtán
Íiúsund tré séu höggvin árlega á
slandi.“
Meðalverð á jólatré, sem er um
175 sentimetrar að hæð, hefur verið
milli 4 og 5 þúsund krónur síðustu
árin.
Stungna konan komin af gjörgæslu:
Arásarmaður
játar morðtilraun
Maðurinn sem stakk konu og
mann á Húsavík síðasta sunnudag
hefur játað verknaðinn. Lögreglu-
menn segja málsatvik þó ekki enn
Uggja ljós fyrir. Ekki er vitað hvers
vegna maðurinn reyndi að myrða
fólkið en hann verður í gæsluvarð-
haldi til 20. nóvember. Vegna þess
hversu ofsafengin og alvarleg árásin
var er ekki ólíklegt að krafist verði
áframhaldandi gæsluvarðhalds.
Konan hringdi á hjálp og lagði
lögreglan þá af stað til hjálpar. Mað-
urinn mun hafa stungið hana í
bakið þannig blað hnifsins gekk inn
í brjósthol. Einnig stakk hann hús-
ráðanda. Sá gat forðað sér særður
yfir til nágranna.
Alvarieg morðtilraun Maðurstakk
konu og mann og kveikti íhúsinu.
Þegar lögreglan kom á staðinn
stóð húsið í ljósum logum og lá
konan í anddyrinu. Lögreglu-
mönnum tókst að bjarga henni út.
en þá réðist maðurinn á þá. Konan
var færð á sjúkrahús en hefur nú
verið útskrifuð þaðan. Maðurinn
sem var stunginn hefur dvalið á
sjúkrahúsi alla vikuna.
er þekkt fyrir dugnaö, stefnufestu og
málafylgju í starfi. Hún stendur vörð um
velferðarkerfið og er óþreytandi að boða
jöfnuð og réttlæti í samfélaginu.
Ójöfnuður í þjóðfélaginu er orðinn allt of
mikill og óþolandi. Brýnast er að bæta kjör
og aðbúnað lífeyrisþega og öryrkja og létta
undir með barnafólki með því að leiðrétta
vaxtabætur og bamabætur. Þá þarf að leggja
mikla áherslu á menntamál sem tæki til að
jafna kjör og aðstæður fólks. Við þurfum líka
nýja atvinnustefnu sem hampar ekki stóriðju
á kostnað annarra atvinnugreina.
' Ásta Ragnheiður hefur barist ötullega fyrir
framförum og réttindum almennings í
heilbrigðis- og tryggingamálum og nýtur þar
yfirburðaþekkingar sinnar og reynslu af þeim
málaflokkum. Hún hefur beitt sérfyrir
fjölmörgum umbótum og nýjungum, m.a.
í heilbrigðis- og félagsmálum, menningar-
málum, samgöngu- og ferðamálum.
Ásta Ragnheiður hefur hugsjónir að
leiðarljósi og berst ótrauð fyrir þeim.
Jöfnuður, samhjálp og réttlæti eru kjarni
starfa hennar í stjórnmálum.
Við höfum tækifæri til að tryggja að
Ásta Ragnheiður haldi áfram að standa
vörð um velferð, réttindi og hagsmuni
almennings.
Tökum þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar
í dag, 11. nóvember.
Tryggjum Ástu Ragnheiði
Jóhannesdóttur áfram 4. sætið
- þitt atkvæði getur ráðið úrslitum.
KOSNINGAMIÐSTÖÐ
BANKASTRÆTI 11
OpiÐKL. 10-18
SIMI 534 9498
bvlíing
í dekkjum
Kynningarverð!
kr. 5.700.-
kr. 6.700.- kr. 7.800.- kr. 9.900.
efhireM.
Komdu strax
Takmarkaö magn Vesturhraun 3-210 Garðabær
Green Diamond USA sími 555 1122/ 869 1122 - efnir@efnir.is
wwwgreendiamondtire.com Opið virka daga kl. 9-18 - Laugardaga kl.13-16
í
i
<
l
l