blaðið - 11.11.2006, Blaðsíða 54

blaðið - 11.11.2006, Blaðsíða 54
 1 V* I rYl ilTI I 1 k • á i 1 Ein vinsælasta lækningajurtin í dagí Gegn streitu og álagi Original Arctic Root öðru nafni Burnirót er ein vinsælasta lækningajurtin í heiminum í dag. Klínískar rannsóknir hafa leitt í Ijós að hún eflir einbeitingu, úthald og vinnur gegn streitu og álagi. Original Arctic Root er fjótverkandi og þeir sem nota hana finna jákvæða breytingu á einbeitingu og úthaldi á mjög skömmum tíma. Segja má að Original Arctic Root hafi svo sannarlega slegið í gegn á (slandi þar sem hún nýtur nú þegar mikilla vinsælda. Gott fyrir fólk undir álagi og í próflestri! Fæst í apótekum og heilsubúðum. Original Arctic Extract heilsa -haföu þaö gott Stór pizza með 100% íslenskum ostif 2 áleggstegundum og brauðstangir að auki 1.390 Ef þú sækir Mjódd • Dalbraut 1 • Hjarðarhaga 45 5 68 68 68 L* 'T. hkUÍ JUR 11. NÓVEMBER 2006 blaöiö Stórslysaelgur I tuttugu prósentum um- feröarslysa sem eiga sér staö í Svíþjóö kemur elgur við sögu. Hættulegar flugur Moskítóflugan er hættulegasta lífvera jaröar- innar en moskítóflugur bera meö sér malaríu sem veröur yfir milljón manns að bana á hverju ári. Ala á ótta og hatri Bræðralagið Ku Klux Klan eða KKK hef- ur verið starfandi í Bandaríkjunum í fjölda áratuga og unn- ið mörg fólskuverk sem einkennast af hatri á ýmsum þjóðfélagshópum. Bræðralagið hefur alið á hatri í garð blökkumanna, gyðinga, kaþólikka og samkynhneigðra og eru meðlim- ir þess talsmenn öfgafullrar þjóð- ernishyggju. KKK hefur frá upphafi viljað halda yfirburðum hvíta kyn- stofnsins á lofti og nota ofbeldi og áróður til þess að koma málefnum sínum á framfæri. Stofnun Klansins Ku Klux Klan var upphaflega stofnað árið 1866 af hermönnum Suðurbandalagsins í þrælastríð- inu. Á stefnuskrá þeirra var meðal annars að berja niður þræla sem höfðu hlotið frelsi í kjölfar stríðsins. Klanið fór fljótlega að beita ofbeld- isfullum aðferðum en í kringum 1870 fór að grafa undan starfsemi samtakanna og einbeitti þáverandi Bandaríkjaforseti, Ulysses S. Grant, sér fyrir því að uppræta bandalagið. Nokkur ár tók að ráða niðurlögum Klansins og hófust miklar óeirðir á milli svartra og hvítra í kjölfar laga- setningar gegn KKK. Áðfaranótt páskadags 1873 hófst svo ein blóðug- asta deilan á milli blökkumanna og hvítra félagsmanna Klansins. Hinir kúguðu hófu aðgerðir í sjálfsvörn gegn hettuklæddu mönnunum í Klaninu en afleiðingin varð sú að á páskadagsmorgun lágu 280 blökku- menn í valnum. Klanið rís upp á ný Ku Klux Klan var stofnað aftur ár- ið 1915 í kjölfar sýningar á myndinni The Birth of a Nation sem fjallaði um fyrsta Klanið, þar sem það var í hávegum haft og fjöldi fólks féll fyr- ir þeim hugmyndum sem var haldið á lofti þar. Klanið hóf einnig að ala á gyðingahatri og fékk byr undir báða vængi þegar mikil fjölmiðlaumfjöll- un hófst í kringum réttarhöld yfir gyðingnum Leo Frank. Hann var sakaður um að hafa nauðgað og myrt níu ára gamla hvíta stúlku og var tekinn af lífi án dóms og laga af æstum lýðnum. KKK varð að formlegu bandalagi með miklu innra skipulagi víðs veg- ar um landið sem hafði menn í vinnu sem sáu um að koma upp Klan-deild- um. Milljónir gengu í bræðralagið og þegar Ku Klux Klan var sem stærst i kringum 1920 er talið að um fimm- tán prósent kjörgengra manna hafi verið í bandalaginu. Áherslur á kynþáttaaðskilnað, gyðingahatur og andkommúnisma voru áberandi og enn var hvita manninum haldið á lofti. Aftökur voru tíðar og mikil ofbeldisbylgja gekk yfir landið. Starfsemin var áberandi á áratugnum milli 1950 og 1960 þegar mikil umræða um rétt- indi blökkumanna var í gangi. Leyniregla í upphafi var tekin sú stefna að ala á ótta í garð samtakanna með óhugnanlegum aðgerðum. Félags- menn klæddust furðulegum búning- um, fóru í þöglar göngur um miðjar nætur og töluðu saman á dulmáli. Hvítu lökin eða kuflarnir hafa verið einkennismerki félagsmanna og húfum sem flestum finnst af- káralegar klæðast þeir til þess að halda persónuleynd sinni. Eins er farið leynt með nöfn KKK-manna JOIN THE KLAN HD1117 Ennþá starfandi Enn starfa tugir samtaka með sömu hugmyndafræði sem kenna sig við Ku Klux Klan. en Klanið hefur eins og fjöldi ann- arra leynireglna ákveðin tákn sem aðeins menn innan hópsins þekkja. Enn starfandi Nafnið Ku Klux Klan hefur verið notað af mörgum óskyldum hópum sem eiga það sameiginlegt að telja hinn hvíta kynstofn öðrum æðri. Tug- ir samtaka starfa enn undir nafni Ku Klux Klan víðs vegar um Bandaríkin og hafa samtökin einnig náð til ann- arra landa. Nú er talið að meðlimirn- ir séu nokkur þúsund. Þessir hópar eru yfirlýstir öfgahópar sem hafa ver- ið fordæmdir víðast hvar. Stærstu hóparnir eru nú Bayou Knights sem starfa aðallega í Tex- as, Oklahoma, Arkansas og Louisi- ana ásamt Church of the American Knights og Knights of the White Camelia. Stærsti hópurinn í dag er talinn vera Knights of the Ku Klux Klan sem er með höfuðstöðvar sínar í Zinc, Arkansas, en starfsemi Klans- ins hefur einnig teygt anga sína til annarra öfgahópa eins og nýnasista. Félagsmenn nota ákveðið orðalag til þess að bera kennsl á aðra Klanara. Þeir hafa notað orðleys- una i samræðum sem þýðir are you a Klansman til þess að bera kennsl á meðlimi annarra bandalaga en AKAL þýðir a Klans- manIam. Ku Klux Klan hefur komið upp sér upp einföldu dulmáli i gegnum tiðina sem aðeins félags- menn þekkja. Klanið hefur búið til mörg orð en þau byrja öll á stöfunum kl. Kla! treasurer (gjaldkeri) Klnagle: recruiter (nýliði) Klecktoken: initiation fee (innvígslugjöld) secretary (ritari) Klonvocatioi gathering (sam- koma) Kloran: ritual book (helgisiða- bók) Kli delegate (fela i hendur) chaplain (hirðprestur)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.