blaðið - 11.11.2006, Blaðsíða 14

blaðið - 11.11.2006, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2006 blaðið Borö og 4 stólar stgr. 59,000,- Borö 03 4 ^tar stgr. 49,400,- Boröstofuhmmn Míkíð úrval laaHHiaa HÚSGAGNAVERSLUN _________ REYKJAVÍKURVEGl 66 HAFNARFIRÐI SÍMI 565 4100 _ Til hamingju með daginn! Prófkjör Samfylkingarinnar í Þróttarheimilinu í dag, laugardag, frá kl. 10-18.^ Vantar þig akstur á kjörstað? Hringdu í 664 69333, eða 664 6934. Velkomin í kaffi og kosningakleinur í Aðalstræti 6, kl. 13-18. Össur áfram til forystu HVAÐ MANSTU? Svör: 1. Hvern styður Maximus Decimus Meridias í prófkjöri sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi? 2. Hver ritstýrir Vikunni? 3. Hver er elsti og yngsti varnarmálaráðherra Bandaríkjanna? 4. Hvert er skírnarnafn Herra T (eða Mr. T)? 5. Hversá um tónlistina í kvikmyndinni Clockwork Orange? CD p C Q? £ - ^ 2 ^ c.Eg'f .< LU o -ó Sí 5 ■£ cvi e«j £ 'S. cj Kaflaskipti George Bush forseti tilkynnir um afsögn Rumsfelds og skipun Gates. Eftirmaður Rumsfelds: Minni áhrif haukanna ■ Varfærinn raunsæismaður ■ Nýr vöndur Eftir Örn Arnarson orn@bladid.net Þrátt fyrir fyrri yfirlýsingar George Bush, forseta Bandaríkjanna, kom fæstum á óvart að Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra hafi sagt af sér embætti í kjölfar kosningasigurs demókrata í þingkosning- unum á þriðjudag. Honum var ekki sætt lengur í emb- ætti. Tíðindin felast fyrst og fremst í hver var skipaður í hans stað. Robert M. Gates er hófsamt gáfumenni með skoðanir sem eiga rætur sínar að rekja til kreddulausrar nálgunar á varnar- og öryggismál og skipun hans markar ákveðið fráhvarf frá hugmyndafræði haukanna sem hafa ráðið öllu í forsetatið Bush. Vann hjá Bush eldri Gates er 63 ára gamall og starfaði meðal annars sem aðstoðarþjóðarör- yggisráðgjafi George Bush eldri á um- brotaárunum við lok kalda stríðsins. Hann er með doktorspróf í sovéskum fræðum frá Georgetown-háskóla. Gates var yfirmaður bandarísku leyniþjónustunar, CIA, á árunum 1991 til 1993 en frá þeim tíma hefur hann starfað sem fræðimaður. Hann er sagður vera varfærinn maður sem leggur mikla áherslu á að mynda þverpólitíska sátt um stefnumótun en stendur svo fast á sínu eftir að stefna hefur verið mótuð. Rumsfeld er hinsvegar jarðýta í mannslíki og maður sem sækist eftir átökum um hugmyndafræði og útfærslur. Gates tilheyrir þeim hópi repúblik- ana sem nálgast utanríkis- og varnar- mál út frá raunsærri afstöðu. Áhrif þess hóps hafa farið þverrandi á síð- ari tímum en ný-íhaldsmenn hafa haft töglin og hagldirnar við mótun utanríkisstefnunnar í forsetatíð Bush. Þeirra hugsun er drifin áfram af þeirri sannfæringu að vopnavald megi nota til að dreifa gildum lýð- ræðis og mannréttinda og hafa þeir meðal annars verið gagn- rýndir fyrir að móta hern- aðarstefnu sem tekur ekki tillit til raunverulegra að- stæðna í heimsmálunum. Gagnrýndi Bush Gates hefur gagnrýnt utanrík- isstefnu Bush og telur meðal annars harðlínustefnuna gagnvart klerka- stjórninni í íran vera ranga og vill aukin tengsl við stjórnvöld í Teheran. Hann situr í þverpólitískri nefnd, sem er stýrt af James Baker, fyrrum utan- ríkisráðherra, sem hefur það hiutverk að endurskoða stefnu stjórnvalda í málefnum traks. Sú nefnd hefur ekki lokið störfum en fjölmiðlar hafa greint frá því að nefndarmenn muni leggja til að stjórnvöld reyni að virkja áhrif Irana og Sýrlendinga í Irak til þess að koma böndum á hið nötur- lega ástand í landinu. Slíkt væri mjög í anda þeirrar raunsæisstefnu sem Gates er sagður standa fyrir. Gates á mikið verk fyrir höndum og spurning hversu mikið umboð hann fær frá forsetanum til stórvægi- legra umbreytinga í varnarmálaráðu- neytinu. Það mun meðal annars ráð- ast af því hvort hann muni reka nána samverkamenn Rumsfelds í ráðu- neytinu. Slíkar mannabreytingar yrðu ákveðinn mælikvarði á hversu djúpstæðrar stefnubreytingar er að vænta í kjölfar skipunar Gates.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.