blaðið - 11.11.2006, Síða 14
14 LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2006
blaðið
Borö og 4 stólar stgr. 59,000,- Borö 03 4 ^tar stgr. 49,400,-
Boröstofuhmmn
Míkíð úrval
laaHHiaa
HÚSGAGNAVERSLUN
_________ REYKJAVÍKURVEGl 66 HAFNARFIRÐI SÍMI 565 4100 _
Til hamingju
með daginn!
Prófkjör Samfylkingarinnar í
Þróttarheimilinu í dag,
laugardag, frá kl. 10-18.^
Vantar þig akstur á
kjörstað? Hringdu í
664 69333, eða
664 6934.
Velkomin í kaffi og
kosningakleinur í
Aðalstræti 6, kl. 13-18.
Össur áfram til forystu
HVAÐ MANSTU?
Svör:
1. Hvern styður Maximus Decimus Meridias í
prófkjöri sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi?
2. Hver ritstýrir Vikunni?
3. Hver er elsti og yngsti varnarmálaráðherra Bandaríkjanna?
4. Hvert er skírnarnafn Herra T (eða Mr. T)?
5. Hversá um tónlistina í kvikmyndinni Clockwork Orange?
CD p C Q?
£ - ^ 2 ^
c.Eg'f
.< LU o -ó Sí 5 ■£
cvi e«j £ 'S. cj
Kaflaskipti George Bush
forseti tilkynnir um afsögn
Rumsfelds og skipun Gates.
Eftirmaður Rumsfelds:
Minni áhrif
haukanna
■ Varfærinn raunsæismaður ■ Nýr vöndur
Eftir Örn Arnarson
orn@bladid.net
Þrátt fyrir fyrri yfirlýsingar George
Bush, forseta Bandaríkjanna, kom
fæstum á óvart að Donald Rumsfeld
varnarmálaráðherra hafi sagt af sér
embætti í kjölfar kosningasigurs
demókrata í þingkosning-
unum á þriðjudag. Honum
var ekki sætt lengur í emb-
ætti. Tíðindin felast fyrst og
fremst í hver var skipaður í
hans stað. Robert M. Gates
er hófsamt gáfumenni með
skoðanir sem eiga rætur sínar
að rekja til kreddulausrar nálgunar
á varnar- og öryggismál og skipun
hans markar ákveðið fráhvarf frá
hugmyndafræði haukanna sem hafa
ráðið öllu í forsetatið Bush.
Vann hjá Bush eldri
Gates er 63 ára gamall og starfaði
meðal annars sem aðstoðarþjóðarör-
yggisráðgjafi George Bush eldri á um-
brotaárunum við lok kalda stríðsins.
Hann er með doktorspróf í sovéskum
fræðum frá Georgetown-háskóla.
Gates var yfirmaður bandarísku
leyniþjónustunar, CIA, á árunum
1991 til 1993 en frá þeim tíma hefur
hann starfað sem fræðimaður. Hann
er sagður vera varfærinn maður sem
leggur mikla áherslu á að mynda
þverpólitíska sátt um stefnumótun
en stendur svo fast á sínu eftir að
stefna hefur verið mótuð. Rumsfeld
er hinsvegar jarðýta í mannslíki og
maður sem sækist eftir átökum um
hugmyndafræði og útfærslur.
Gates tilheyrir þeim hópi repúblik-
ana sem nálgast utanríkis- og varnar-
mál út frá raunsærri afstöðu. Áhrif
þess hóps hafa farið þverrandi á síð-
ari tímum en ný-íhaldsmenn hafa
haft töglin og hagldirnar við mótun
utanríkisstefnunnar í forsetatíð
Bush. Þeirra hugsun er drifin áfram
af þeirri sannfæringu að vopnavald
megi nota til að dreifa gildum lýð-
ræðis og mannréttinda og hafa
þeir meðal annars verið gagn-
rýndir fyrir að móta hern-
aðarstefnu sem tekur ekki
tillit til raunverulegra að-
stæðna í heimsmálunum.
Gagnrýndi Bush
Gates hefur gagnrýnt utanrík-
isstefnu Bush og telur meðal annars
harðlínustefnuna gagnvart klerka-
stjórninni í íran vera ranga og vill
aukin tengsl við stjórnvöld í Teheran.
Hann situr í þverpólitískri nefnd, sem
er stýrt af James Baker, fyrrum utan-
ríkisráðherra, sem hefur það hiutverk
að endurskoða stefnu stjórnvalda
í málefnum traks. Sú nefnd hefur
ekki lokið störfum en fjölmiðlar hafa
greint frá því að nefndarmenn muni
leggja til að stjórnvöld reyni að virkja
áhrif Irana og Sýrlendinga í Irak til
þess að koma böndum á hið nötur-
lega ástand í landinu. Slíkt væri mjög
í anda þeirrar raunsæisstefnu sem
Gates er sagður standa fyrir.
Gates á mikið verk fyrir höndum
og spurning hversu mikið umboð
hann fær frá forsetanum til stórvægi-
legra umbreytinga í varnarmálaráðu-
neytinu. Það mun meðal annars ráð-
ast af því hvort hann muni reka nána
samverkamenn Rumsfelds í ráðu-
neytinu. Slíkar mannabreytingar
yrðu ákveðinn mælikvarði á hversu
djúpstæðrar stefnubreytingar er að
vænta í kjölfar skipunar Gates.