blaðið - 20.12.2006, Qupperneq 16
blaðið
ÞEIR SÖGÐU
R 20. DESEMBER 2006
EKKI BEND’ Á MIG
,,Ég kannast ekkert við
JJ þessa skýrslu
EINAR MÁR SIGURDARSON, ÞINGMADUR SAMFVLKINGARINNAR,
UM fjArmAlaóreiðu HJA BYRGINU.
SMJÖRKLÍPUAÐFERÐIN?
„Mér finnstþetta jaðra við ómerkilegt skítkast hjá
JjMerði að vera að velta sér upp úrþessu."
HJÁLMAR ÁRNASON, ÞINGFLOKKSFORMAÐUR FRAMSÓKNAR, UM MÖRÐ ÁRNASON, ÞINGMANN SAMFYLKINGAR, SEM FÉKK UPPGEFIÐ
AÐ VAFI LEIKUR Á HVORT HEIMILT HAFI VERIÐ AÐ HALDA HALLDÓRIÁSGRÍMSSYNI KVEÐJUHÓF f RÁÐHERRABUSTAONUM.
Flutningaskip strandar á háflóði í grennd við Sandgerði:
Risastórt skipið
situr fast í fjörunni
■ 400 tonn af svartolíu um borð ■ Danskur skipverji lést við björgunaraðgerðir
■ Efasemdir um að hægt sé að losa skipið
Eftir Trausta Hafsteinsson
trausti@bladid.net
„Skipstjórinn hefur gefið þá skýringu
að sjálfstýring skipsins hafi bilað
með þessum afleiðingum. Hann
komst hvorki lönd né strönd í kjöl-
farið. Tjónið er töluvert enda allur
botninn úr því og allt brotið í kring.
Ástandið er ekki glæsilegt og erfitt
að sjá að skipið fari nokkuð lengra
en þetta,“ segir Guðmundur Ásgeirs-
son, stjórnarformaður Nesskipa.
3.600 tonna flutningaskipið Wil-
son Muuga, sem lengi hefur verið i
eigu Nesskipa, strandaði milli Hvals-
ness og Stafness, rétt utan við Sand-
gerði. Skipið var búið að losa farm
sinn við Grundartanga og leiðin lá
til Murmansk þegar það strandaði.
Afar slæmt veður var á strandstað
sem hamlaði björgunaraðgerðum
til muna.
Danskur skipverji lést
Danska varðskipið Triton var
nærri slysstað og var ákveðið að
senda átta skipverja í björgunarbát
yfir til flutningaskipsins. Dönsku
skipverjarnir lentu í hrakningum,
klukkan rúmlega sjö um morgun-
inn, bátnum hvolfdi og allir skipverj-
arnir lentu í briminu. Einn þeirra,
hinn 25 ára gamli Jan Nordskov Lar-
sen, lést eftir að björgunarvesti hans
rifnaði og félagar hans náðu ekki að
halda honum á floti. Hinum sjö var
bjargað af þyrlum Landhelgisgæsl-
unnar og var einn þeirra fluttur til
aðhlynningar þar sem hann ofkæld-
ist. Tugir björgunarsveitarmanna
gengu fjörur í leit að hinum látna
og um hádegi fann þyrla Landhelg-
isgæslunnar líkið.
Áhöfninni bjargað
Skipstjóri flutningaskipsins
þráaðist lengi við að lýsa yfir neyð-
arástandi. Rafmagn var á skipinu
þannig að vistin var bærileg fyrir
tólf manna áhöfn þess. Fulltrúar
Gæslunnar og lögreglunnar voru
fluttir um borð í skipið rétt fyrir há-
degi og í kjölfarið átti að flytja fjóra
skipverja í land. Þeir neituðu hins
vegar að fara með og kváðust ekki
vera búnir að pakka niður. Björgun-
arsveitir skutu öryggislínu um borð
og lengi vel var útlit fyrir að áhöfn-
inni yrði bjargað í björgunarstólum.
Það var svo rétt fyrir klukkan tvö
eftir hádegi sem TF Sif, þyrla Land-
helgisgæslunnar, flutti stóran hluta
áhafnarinnar í land. Farið var með
þá í höfuðstöðvar Björgunarsveitar
Sandgerðis þar sem lögreglan yfir-
heyrði mennina vegna slyssins og
síðan voru þeir fluttir á hótel.
Svartsýnir á framvinduna
Reynir Sveinsson, slökkviliðs-
stjóri Sandgerðis, segir það gífurlegt
umhverfisslys ef svartolía fari í sjó-
inn þar sem fuglalif og ströndin sé
mjög dýrmæt á þessu svæði. Hann
telur ólíklegt að hægt verði að
hreinsa upp olíuna ef hún lekur út.
Yfir hundrað björgunarsveitarmenn
voru á vakt yfir daginn og fljótlega
upp úr hádegi fóru starfsmenn 01-
íudreifingar og sérfræðingar Um-
hverfisstofnunar að huga að því að
tæma olíu úr skipinu. Um það bil
fjögur hundruð lítra af svartolíu er
að finna í tönkum skipsins.
Gisli Ólafsson, landsstjórnarfull-
trúi Landsbjargar, telur ólíklegt
að hægt verði að koma skipinu á
flot þar sem það sat kirfilega fast á
háflóði.
„Ég er ekkert of bjartsýnn á stöð-
una. Aðalatriðið er að ná mönn-
unum frá borði og huga að olíunni,“
segir Gísli. „Síðan verðum við bara
að sjá til. Ein hugmynd sem komið
hefur upp er að opna kaffi- og veit-
ingahús um borð því að skipið fer
líklega ekki langt.“
Fyrstur á
„Ég er alveg
ósofinn og kom
beint af nætur-
vakt þannig að
þetta er búin að
vera löng vakt
hjá mér. Ég var í fyrstu sveitinni
sem mætti á svæðið tæplega
fimm í nótt og við sigldum frá
höfninni í Sandgerði. í fyrstu
var verkefni okkar óljóst og
við sáum lítið á svæðinu. Eftir
að við fréttum af vandræðum
dönsku skipverjanna ákváðum
við að fara strax í land á
bátnum," segir Samúel Albert
Ólafsson næturvörður. Hann
er búinn að vera í rúm þrjú ár
í Björgunarsveit Suðurnesja
og tók þátt í leitinni meðfram
ströndinni að líki danska
skipverjans sem fórst. „Félagar
mínir fundu hann um tíuleytið
í morgun og þá flaut hann fram-
hjá þeim án þess að hægt væri
að aðhafast. Það var svo þyrlan
sem fann hann rétt um hádegið.“
4.35 Fyrsta útkall björgunarsveita
vegna strandsins.
4.43 Björgunarskip Björgunarsveitar
Sandgerðis leggur af stað.
7.05 Tilkynning berst um hrakninga
dönsku skipverjanna.
9.55 Björgunarsveitarmenn koma auga á
lik danska skipverjans
11.05 Fulltrúar Landhelgisgæslunnar og
lögreglunnar hífðir um borð.
11.10 Áhöfn flutningaskipsins neitar að
vera hífö um borð í TF Líf.
12.15 Tilkynning berst um að þyrla Land-
helgisgæslunnar hafi fundið líkið.
12.40 Björgunarsveitir undirbúa brottflutn-
ing áhafnarinnar með öryggislínu.
13.40 TF Sif tekur meginhluta áhafnarinnar
um borð og flytur þá í land.
Skipstjórinn varð eftir um borð.
§Dg[Tg30D® |j©[]aQ[7éS
— eoa/fo4
Sígrænt eóaltré í hæsta gæðaflokki frá
skátunum prýðir nú þúsundir íslenskra heimila.
t* 10 ára ábyrgð £*■ Eldtraust
12 staarðir, 90 - 500 cm Þarf ekki að vökva
t*- Stálfótur fylg/r ta- íslenskar leiðbeiningar
Ekkert barr að ryksuga F* Traustur söluaðili
?*• Trufiar ekki stofublómin Skynsamleg fjárfesting
Skátamiðstöðin Hraunbœ 123
Bandalag íslenskra skáta
Lög um ákvörðun kjaradóms:
Launahækkunin stendur
Með því að afnema með lögum
ákvörðun kjaradóms um laun
æðstu embættismanna rikisins
braut íslenska ríkið ákvæði stjórn-
arskrár um þrískiptingu ríkis-
valdsins og sjálfstæði dómstóla.
Þetta úrskurðaði Héraðsdómur
Reykjavíkur í gær.
Guðjón S. Marteinsson hér-
aðsdómari höfðaði mál gegn rík-
inu í kjölfar þess að ákvörðun
kjaradóms um 8 prósenta launa-
hækkun embættismanna var felld
úr gildi með lögum frá Alþingi. 1
lögunum var kveðið á um 2,5 pró-
senta hækkun.
Dómurinn var skipaður fræði-
mönnum þar sem allir dómarar
landsins voru vanhæfir við með-
ferð málsins.