blaðið - 13.02.2007, Page 1

blaðið - 13.02.2007, Page 1
30. tölublaó 3. árgangur þriðjudagur 13. febrúar 2007 ■ FOLK Silvía Nótt er aftur komin á stjá og gefur út plötu. „Petta verður engin Lay Low-tónlist eða svoleiðis ullarsokkarokk* 1' SÍÐA14 ■ ORÐLAUS Plötusnúðurinn Gísli galdur býður lesendum Blaðsins heim að þessu sinni. íþróttaskósafnið og eldhúsið það markverðasta | síða34 FRJÁLST, ÓHÁÐ & ^PIS! Samgönguáætlun áranna 2007 til 2010 105 milljarðar í vegi ■ 2+2 vegur til Selfoss ■ Sundabraut einkaframkvæmd ■ Rosalega há upphæð Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@bladid.net Framlög til vegamála verða um 105 milljarðar árin 2007 til 2010 samkvæmt samgönguáætlun sem Sturla Böðvarsson samgönguráðherra kynnti í gær. „Mín fyrstu viðbrögð eru þau að þetta virki rosalega há upphæð og að í aðdrag- anda kosninga sé allt hægt. Þetta virkar hins vegar ekki mjög sannfærandi í því viðfangsefni að ná böndum á þenslu í efnahagsmálum," segir Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri Alþýðu- sambands íslands. I samgönguáætluninni fyrir árin 2007 til 2018 er gert ráð fyrir að heildartekjur og framlög til samgönguáætlunar verði rúmir 380 milljarðar króna. Þar af renni um 324 milljarðar króna til vegamála. Hringvegurinn á kaflanum frá Reykjavík til Selfoss verður svokallaður 2+2 vegur samkvæmt samgönguáætluninni. Mestur hluti kaflans til Borgarness verður einnig 2+2 vegur. Gert er ráð fyrir að afla með sérstakri fjár- öflun 6,7 milljarða króna á árunum 2007 til 2010 í breikkun hringvegarins milli Reykjavíkur og Selfoss og 6,8 milljarða á árunum 2011 til 2014. . „Við ætlum að undirbúa þetta sem einkafram- kvæmd. Við munum bjóða þetta út í forvali þar sem gert er ráð fyrir að fjárfestar og fram- kvæmdaaðilar keppi um hönnun, framkvæmd og jafnvel rekstur og fjármögnun," segir sam- gönguráðherra, Sturla Böðvarsson. „Við viljum fara í forval til að láta á það reyna hvað fjár- festar eru tilbúnir að leggja á sig til að koma inn í þetta. Niðurstaðan gæti hins vegar orðið sú að ríkið taki þetta að sér verði það talið hagkvæmast." Að sögn Sturlu er gert ráð fyrir að lagning Sundabrautar verði einkaframkvæmd. Framlög á árunum 2007 til 2010 verða 8 milljarðar af sölu- andvirði Símans auk þess sem gert er ráð fyrir 12 milljörðum úr sérstakri fjáröflun á tímabil- inu 2011 til 2014. „Þar með er Sundabrautin upp á Kjalarnes vonandi fullfjármögnuð. Við gerum ráð fyrir að þegar líður að hausti liggi umhverf- ismat fyrir, þar sem borin er saman innri leið og jarðgöng, og þá verður hægt að taka afstöðu og ákvörðun." í nýju samgönguáætluninni er lagt til að hægt verði að vinna við gerð tvennra jarðganga sam- tímis. „Það er hugsanlega hægt að bjóða Óshlíð- argöngin út í ár,“ greinir Sturla frá. FRÉTTIR » síða 10 Baugsmálið fyrir dóm á ný Aðalmeðferð Baugsmálsins hófst í gær en fyrir dómi í þetta skiptiö eru þeir Jón Ásgeir Jóhannesson, Tryggvi Jóns- son og Jón Gerald Sullenberger. Ekki er búist við að málflutningi Ijúki fyrr en í lok mars en allt að 120 manns koma til með að bera vitni fyrir dómi. Þó gæti sú tala lækkað eitthvað þegar á líður en Ijóst er að nú fara í hönd ein umfangsmestu réttarhöld sögunnar. Verjandi Jóns Ásgeirs, Gestur Jónsson, gerði athugasemdir við spurningar saksóknara í tengslum við yfirráð í Fjárfari ehf., en Sigurður Tómas vildi meina að Jón Ásgeir hefði í raun veriö ráðandi í ákvörðunartöku hjá félaginu og því samið við sjálfan sig í viðskiptum þess og Baugs. Sagði Gestur að með þessu væri verið að draga inn í málið þætti sem þegar væri búið að vísa frá dómi og þar með breiða út sögur sem ættu ekki við rök að styðjast. Sagði saksóknari það alrangt. Baugsmálið fyrir dómi Sama hver úrskurður héraðsdóms verður í málinu eftir um fimm vikur þykir Ijóst að honum verði áfrýjað til Hæstaréttar. Fleiri þættir gætu einnig farið fyrir dóm því nú stendur yfir rannsókn á meintum skattalagabrotum einstaklinga sem tengjast Baugi Group. » síða 34 ísókn Það er hver að verða síðastur að komast í golf- klúbb á höfuðborgar- svæðinu fyrir sumarið. Þúsund manns á biðlista. SÉRBLAÐ VEÐUR » síða 2 Frost Norðaustan 10-15 á Suðausturlandi, annars hægari vindur. Slydda eða snjókoma austantil og síðar einnig sunnanlands. Frost 0 til 10 stig. Sérblað um heilsu fylgir Blaðinu í dag Ur mínus í plús! ■ Þú átt nóa af d< Þú átt nóg af peningum, ^ Ingólfur kennir þér aö finna þó. sparaásj Næstu námskeið Skráning og upplýsingar: Sími587 2580 og á www.spara.is Verð: 9.000- RENAULT SCENIC II Nýskn 07/2005, 2000cc 5 dyra, SJálfsklptur, LJos- grár, Eklnn 17.000 þ. Vorð: 2.520.000 bllalond.fe * * * * * RENAULT LAGUNA li Nýskr: 01/2006, 2000cc 5 dyra, Sjálfsklptur, Ijós- grár, Ekinn 7.000 þ. Vorð: 2.790.000 RENAULT MEGANE II Nýskr: 10/2003,1600cc 4 dyra, Sjálfskiptur, Rauður, Ekinn 91.000 þ. Verð: 1.450.000 Renault öruggari notaðir bílar Veldu 5 stjörnu öryggi lífsins vegna! RENAULT LAGUNA II Nýskr: 04/2003, 2000cc 5 dyra, SJálfskiptur, Blár, Eklnn 56.000 þ. Verð: 1.790.000 Tllboðsverð 1.590.0001>. i

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.