blaðið - 13.02.2007, Blaðsíða 2

blaðið - 13.02.2007, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 2007 blaöiö VEÐRIÐ I DAG Frost Frost 0 til 10 stig, kaldast í inn- sveitum, en hlýnar við suður- og austurströndina. ÁMORGUN Hlýnar Austlæg átt, víða 5-10 m/s og skúrireðaél. Hiti 1 til 5 stig, en vægt frost norðanlands. VÍÐA UM HEIM I Algarve 17 Amsterdam 10 Barcelona 18 Berlín 8 Chicago 0 Dublin 8 Frankfurt 8 Glasgow 7 Hamborg 6 Helsinki kaupmannahöfn 1 London 10 Madrid u Montreal 9 New York -1 Orlando 17 Osió -6 Palma 18 París 11 Stokkhólmur ■1 Þórshöfn 5 A FORNUM VEGI Hvað finnst þér um að máli olíuforstjór- anna hafi verið vísað frá dómi? Aðalsteinn Gunnarsson, nemi „Mér er eiginlega alveg sama um það.“ Sigurður Gísli Eiríksson, nemi „Ég er ógeðslega brjálaður." Helgi Már Gíslason, nemi „Mér finnst þetta fáránlegt. Af hverju ætti ég þá ekki líka að fá að brjóta lögin og sleppa við dóm?“ Karítas Pálsdóttir, skrifstofustarfsmaður „Ég bara get ekki svarað þessu. Ég get ekki sest í dómarasæti." Ólafur Fannar Jónsson, bílstjóri „Mér finnst þetta mjög, mjög slæmt.“ Heim f partí og koma svo aftur Skemmti- staðurinn Broadway. Rauði krossinn á framhaldsskólaböllum: Gætir nemenda sem eru ofurölvi ■ Fluttir í „dauðaherbergi“ ■ Breyttar árshátíöarvenjur ■ Fer yfirleitt vel fram Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@bladid.net Sjálfboðaliðar frá Rauða krossinunw í Reykjavík gæta ofurölvi framhalds- skólanemenda í svokölluðu „dauða- herbergi“ á skemmtistöðum þar sem skólarnir halda böll sín. Rauði krossinn hefur séð um sjúkragæslu á slíkum böllum frá 1995. „Drykkjan er alltaf eins. Flestir krakkar kunna ekki með áfengi að fara. Áfengisneysla er bönnuð á böllunum en þetta er bara svona,“ segir Viðar Arason, verkefnisstjóri skyndihjálparhópsins, sem vakti athygli á dögunum eftir frækilegt björgunarafrek í Ölfusá. Viðar er menntaður sjúkraflutninga- maður og segir hann marga slíka í hópnum sem er við sjúkragæslu á framhaldsskólaböllunum. Sam- kvæmt upplýsingum frá lögregl- unni er sjúkragæsla ekki skilyrði fyrir leyfi til að halda ball, heldur hafa skólarnir sjálfir komið þessari reglu á. „Ef krakki er mjög ölvaður og getur ekki gert grein fyrir sér er hann fluttur í sérstakt sjúkraher- bergi, sem krakkarnir kalla dauða- herbergi, og svo er hringt í foreldra hans. Þeir koma í öllum tilvikum strax á vettvang og eru mjög þakk- látir fyrir þjónustuna,“ greinir Viðar frá. Hann segir sjálfboðaliða Rauða krossins ekki fara út af skemmti- staðnum fyrr en síðasti nemand- inn er farinn úr húsi. „Við förum heldur ekki af svæðinu ef það er mikil ölvun fyrir utan skemmtistað- inn að balli loknu. Við förum ekki fyrr en allir eru farnir. Takmarkið er að krakkarnir séu í 100 prósenta gæslu,“ segir Viðar. Að sögn Arnars Laufdals, fram- kvæmdastjóra Broadway, er það orðið sjaldgæfara en áður að framhalds- skólanemar borði á staðnum þegar þeir halda árshátíð. Algengast er að Foreldrarnir þakklátir A A Viöar Arason, sjúkraflutningamaður nemendur snæði á veitingastöðum eða panti mat í heimahús og komi svo á skemmtistaðinn á sjálfa árshátíðina. Borði þeir á staðnum hverfa þeir í mörgum tilfellum allir af svæðinu að borðhaldi loknu til að fara í partí í heimahúsum. Síðan koma þeir aftur á skemmtistaðinn á sjálfa árs- hátíðina þótt í sumum tilfellum séu menn um kyrrt allt kvöldið. „Menn geta sagt sér það sjálfir hvers vegna krakkarnir fara burt í nokkrar klukkustundir en koma svo aftur. En það eru bara örfáir sem verða það ölvaðir að það leiði til vandræða. Yfirleitt fer þetta allt vel fram,“ leggur Arnar áherslu á. Akranes: Byssur og pylsur Tilkynnt var um mann vopnaðan hlaðinni haglabyssu í heimahúsi á Akranesi aðfara- nótt sunnudags. Hafði hann hvorki í hótunum né ógnaði neinum og afhenti byssuna skömmu eftir tilkynninguna. Maðurinn var vistaður í fangageymslu sökum ölvunar en gaf litla skýringu á byssumeð- höndluninni og þvertók fyrir að byssan hefði verið hlaðin. 20 kiló af pylsum ásamt öllu tilheyrandi meðlæti, tómatsósu, sinnepi, remúlaði og steiktum lauk, var stolið úr bifreið SS á sunnudaginn. Elcki er vitað hver eða hverjir voru þarna að verlci. Svíþjóð: Hundar átu eigandann Tæplega þrítugur karlmaður fannst látinn j£ heimili sínu í Mal- mö í Svíþjóð iim helgina og var líkið mjög illitjfarið eftir ágang hunda mannsins. Að sögn lögregl- unnar virðist sem maðurinn hafi látist af náttúrlegum orsökum. Vinir mannsins fundu hann látinn á sunnudaginn eftir að hafa ekki heyrt í honum í nokkra daga og höfðu í kjöl- farið samband við lögreglu. Réttarkrufningarlæknirinn . sem rannsakaði lík mannsins segir það vera óvenjulegt að hundar éti kjöt látinna manna. Hundarnir tveir eru amerískir Staffordshire terrier-hundar. r Dodge Ram 2500 5,9 L Disel. 1. Janúar verða settar 90 km/klst. hraðatakmarknir. Eigum enn til bíla á lager sem verða án hraða- takmarkana. Nýtt útlit, Laramie búnaður, leður, allt rafknúið, klædd skúffa, ofl. Tveggja ára ábyrgð, þjónustaður af Ræsi. Sýningarbíll á staðnum. Okkar verð: 4.400 þús. www.sparibill.is Skúlagötu 17 Sími: 577 3344 V j Blaðamannaverðlaun ársins 2006: Þrír á Blaðinu tilnefndir Þrír starfsmenn Blaðsins eru til- nefndir til Blaðamannaverðlauna Blaðamannafélags Islands. Enginn fjölmiðill státar af fleiri tilnefndum íár. Bæði Halldór Baldursson, sem teiknar fyrir Blaðið og Viðskipta- blaðið, og Kolbrún Bergþórsdóttir eru tilnefnd til Blaðamannaverð- launa ársins 2006. Hann fyrir skop- og ádeiluteikningar sínar og túlkun á fréttnæmum íslenskum þjóðfélags- viðburðum. Hún fyrir fjölbreytileg og áhugaverð mannlífsviðtöl og menningarskrif sem dreifast yfir allt árið 2006. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir er tilnefnd í flokki rannsóknar- blaðamennsku ársins 2006 fyrir uppljóstrandi fréttaröð í Fréttablað- Tilnefnd til blaðamannaverðlauna Halldór og Kolbrún eru tilefnd til Blaðamannaverðlauna ársins 2006. GunnhildurArna er tilnefnd fyrirrann- sóknarblaöamennsku ársins 2006. inu um margfaldan verðmun á sam- heitalyfjum á íslandi annars vegar og Danmörku hins vegar. „Það hefur mikla þýðingu fyrir jafn ungt dagblað og Blaðið að þrír blaðamenn skuli vera tilnefndir til þessara verðlauna,“ segir Trausti Haf- liðason, ritstjóri Blaðsins. „Tilnefn- ingarnar sýna að hér starfar bæði hæfileikaríkt og fjölhæft fólk sem á hverjum degi leggur mikið á sig til þess að koma út góðu dagblaði.” Auk Gunnhildar eru Henry Birgir Gunnarsson á Fréttablaðinu og Jó- hannes Kr. Kristjánsson, Kompási, tilnefndir fyrir rannsóknarblaða- mennsku. Davíð Logi Sigurðsson, Morgunblaðinu, er auk Kolbrúnar og Halldórs tilnefndur til Blaða- mannaverðlauna ársins 2006. Þrír eru tilnefndir fyrir bestu um- fjöllun ársins 2006. Auðunn Arn- órsson, Fréttablaðinu, Jóhanna Vil- hjálmsdóttir, Kastljósi, og Sigríður Víðis Jónsdóttir, Morgunblaðinu.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.