blaðið - 13.02.2007, Blaðsíða 4

blaðið - 13.02.2007, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 2007 blaöið INNLENT SKAGASTROND Flugeldur ætlaður lögreglumanni Kveikt var í flugeldi viö heimili lögreglumanns á Skagaströnd snemma á sunnudagsmorgun. Lítils- háttar skemmdir uröu vegna þessa. Ekki er vitað hver sprengdi flugeldinn en Ijóst er að ekki var um tilviljun eöa óhapp aö ræöa. Málið er í rannsókn. ACTAVIS GROUP Ur krónum í evrur Á hluthafafundi Actavis Group 9. febrúar síðastliðinn var ákveðið að veita stjórn félagsins heimild til að færa hlutafé úr krónum í evrur. Einnig var ákveðið að hlutafé félagsins verði hækkað um tólf hundruð milljónir króna vegna fjár- mögnunar Actavis á hlutum í öðrum félögum. Helmingur bifreiða á nöglum Önnur hver bifreið er nú á nöglum í Reykjavík, sam- kvæmt upplýsingum á heimasíðu umhverfissviðs Reykjavíkur. Á sama tíma árið 2005 var hlutfallið á bilinu 54 til 58 prósent og árið 2003 á bilinu 57 til 61 prósent. GRUNNNÁM í PHOTOSHOP blaðiö Auglýsingasíminn er 510 3744 *3 Að eiga stafræna myndavél og kunna ekki á Photoshop er eins og að eiga bíl og kunna ekki að keyra! Á þessu námskeiði er lögð áhersla á hvernig hægt er að nota þetta magnaða forrit til eftirvinnslu og lagfæringar stafrænna mynda úr myndavélum eða skönnum. Áhugavert og skemmtilegt 30 stunda námskeið í þessu frábæra forriti. * Kvöldnámskeið Mánudaga og miðvikudaga frá 18-22. Byrjar 26. feb. og lýkur 12. mars. ■ Morgunnámsskeið Mánudaga og miðvikudaga frá 8:30-12:30 Byrjar 28. feb. og lýkur 14. mars. .................................... ntV ÍS S9SS UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING í SÍMA 544 4500 OG Á NTV.IS Verðbólga mælist 7,4 prósent: Launþegar kalli eftir leiðréttingu ■ Húsnæðisverð veldur hækkun ■ Hámarkinu náð Eftir Atla ísleifsson atlii@bladid.net „Ef svo fer fram sem horfir að verð- bólga verði áfram svona há þá gefur það auga leið að launafólk hlýtur að kalla eftir leiðréttingu sinna kjara því greiðslubyrði lána vex mjög hratt og er farin að vera mjög íþyngj- andi fyrir okkar fólk,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ. Verðbólga mælist nú 7,4 prósent og hækkaði vísitala neysluverðs um 0,41% frá því í janúarmánuði. Verðbólgan 2,5 pró- sent um mitt árið Húsnæðisliður vísitölunnar hefur mestu áhrifin á hækkun hennar en sá liður hækkaði um 1,8 prósent frá því í janúar. Greiningardeildir bankanna höfðu gert ráð fyrir 0,2% minni verðbólgu en mældist nú. Hjördís Vilhjálmsdóttir, hagfræð- ingur hjá Glitni, segir verðbólguna nú vera töluvert háa en hækkunin sé einungis tímabundin. „Við gerum ráð fyrir því að hámarkinu sé náð núna og að verðbólgan sé á leiðinni niður og að hún fari hratt niður. Al- mennt séð gerum við ráð fyrir því að verðbólgan verði komin niður í 2,5 prósent um mitt árið en fari reyndar aðeins upp þegar líða fer á árið.“ Ekki verið að ráðast að rót vandans Breytingar á lögum um virðis- aukaskatt, vörugjöld og tolla taka gildi um næstu mánaðamót en sú brey ting mun hafa mest áhrif á verð- lag á mat- og drykkjarvörum. „Við gerum ráð fyrir lítilli verðbólgu næst og í mars gerum við ráð fyrir töluverðri lækkun út af aðgerðum stjórnvalda til að lækka neysluverð,“ segir Hjördís. Gylfi lítur breytinguna hins vegar ekki jafn björtum augum „Við höfum áhyggjur af því að sá ávinningur sem neytendur áttu að njóta, meðal annars af lækkun mat- arskatts, verði horfinn áður en til þess kemur. Aðalatriðið í þessu er að það er ekki verið að ráðast mikið að rót þessa vanda. Það að breyta mælistikunni einn tiltekinn dag og færa niður skatta breytir ekki takti verðbólgunnar. Verðbólguhraðinn minnkar ekkert mikið. Við erum orðin langþreytt á að kalla eftir ein- hverri efnahagsstefnu sem tekst á við þennan vanda.“ Greiðslubyrði lána vexmjög hratt og er íþyngjandi Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASl Verð á mat og drykkjum breyttist lítið Hækkun húsnæðisliðar vísitöl- unnar má að mestum hluta rekja til hækkunar á markaðsverði húsnæðis, á vöxtum og viðhalds- kostnaði. Verðlag á matar- og drykkjarvörum breyttist lítið á milli mánaða eða hækkaði um 0,2 prósent frá því í janúar. Vetr- arútsölur hafa enn áhrif og lækk- aði verð á fötum og skóm um 4,1 prósent. Þegar þessi liður er skoð- aður sérstaklega kemur fram að verð á búvörum, öðrum en græn- meti, lækkaði um 1 prósent. Verð á innfluttum matvörum lækkaði einnig um 0,7 prósent. Grænmeti hækkaði hins vegar um 1,2 prósent frá því i síðasta mánuði og verð á öðrum innlendum mat- og drykkj- arvörum um 1,8 prósent. ítalskar konur grýttar á Cape Verde: Önnur grafin lifandi Giorgia Busato og Dalia Saiani, ungar ítalskar konur, létust eftir að ráðist var á þær á eyjunni Cape Verde undan stöndum Afríkurík- isins Senegal um helgina. Agnese, sú eina sem komst lífs af eftir árás mannanna, segir að þær hafi verið grýttar, dregnar inn í skóg og skildar eftir í holu. Að sögn lögreglu var ein kvennanna grafin lifandi. Konurnar voru allar brimbretta- konur, en Saiani og Agnese voru í vikulöngu fríi á eyjunni. Hin 28 ára Busato bjó hins vegar á eyjunni og hafði átt í ástarsambandi við far- Busato og Saiani Lögregla segir að önnur þeirra hafi verið grafin lifandi. arstjóra en nýverið bundið enda á sambandið. Þrátt fyrir það höfðu konurnar samþykkt að fara út að borða með honum og vini hans, en á leiðinni á veitingastaðinn keyrðu mennirnir konurnar út í skóg þar sem þeir réðust á þær. Mennirnir hringdu svo i vin sinn til að að- stoða þá við að grafa konurnar. Lögregla fann Agnese skömmu síðar á gangi með alvarlega höfuð- áverka og þurfti meðal annars að sauma átján spor í höfuð hennar. Mennirnir þrír voru handteknir á sunnudaginn og hafa allir viður- kennt aðild að málinu.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.