blaðið - 13.02.2007, Side 6

blaðið - 13.02.2007, Side 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 2007 blaðið INNLENT HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 72 óku of hratt Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði 72 ökumenn fyrir of hraðan akstur um helgina en 55 þeirra óku á yfir 100 kílómetra hraða. Flestir sem voru stöðvaðir voru ungir karlmenn en sá elsti var á áttræðisaldri. AKRANES Eldur í bílskúr Eldur kom upp í bílskúr á Akranesi síðastliðið laugardagskvöld. Vel gekk að slökkva eldinn en þegar slökkvilið Akraness kom á staðinn var skúrinn alelda. Mikinn hita lagði frá eldinum og þurfti að dæla vatni á nærliggjandi hús. Rannsókn brunans stendur yfir en líklegt þykir að kviknaði hafi í út frá rafmagnsofni. ATVINNULEYSI Rúmlega einn af hundrað án vinnu Atvinnuleysi í janúar mældist 1,3 prósent sam- kvæmt Vinnumálastofnun en var 1,2 prósent í desember. Atvinnuleysi hefur farið hægt vaxandi á undanförnum mánuðum en það er, samkvæmt mbl, töluvert minna en á sama tíma fyrir ári. Sprengjuárás í írak: Tugir fórust Að minnsta kosti áttatíu létust og 150 særðust í þremur sprengju- árásum í Bagdad, höfuðborg ír- aks, í gær. Tvær öflugar sprengjur sprungu með stuttu millibili á Shorja-markaðnum skömmu eftir hádegi að staðartíma þar sem 45 létust, en skömmu áður höfðu tíu manns látist í sprengjuárás á Bab al-Sharqi-markaðnum. Sprengjurnar sprungu skömmu eftir fimmtán mínútna vinnuhlé sem yfirvöld fyrirskipuðu til að minnast þess að eitt ár væri liðið frá mannskæðri sprengjuárás á heilagt grafhýsi sjítamúslima í Samarra. Umdeildur úrskurður í Þyskalandi: Mohnhaupt laus Þýskur dómstóll hefur fyrir- skipað að Brigitte Mohnhaupt fái reynslulausn, en hún hefur setið í fangelsi í 24 ár. Hún fékk fimm- faldan lífstíðardóm árið 1983 eftir að hafa verið fundin sek um aðild að fjölmörgum mannránum og morðum á áttunda áratug síðustu aldar. Úrskurðurinn er umdeildur í Þýskalandi, sérstaklega í ljósi þess að Mohnhaupt hefur enn ekki lýst neinni iðrun vegna glæpanna. Mohnhaupt var liðsmaður þýsku hryðjuverkasamtakanna RAF, sem einnig gekk undir nafninu Baader-Meinhof-gengið. Hreyfingin er talin bera ábyrgð á dauða að minnsta kosti 34 manna á árunum 1972 til 1991. Fáanleg í flestum stærðum fyrir 15,16,17 og 18" felgur Fjallasport *4x4 specialist • Viöarhöföa 6 - Sími 577 4444 Nýtt „Natöschu-mál" skekur Austurríkismenn: Metrahár mannasaur í myrkvuðu húsinu ■ Hélt dætrum sínum föngnum í sjö ár ■ Þróuöu sitt eigið tungumál Eftir Atla ísleifsson atlii@bladid.net Upplýsingar um austurríska móður sem hélt þremur dætrum sínum föngnum í myrkri í sjö ár á heimili sínu í Linz hafa nú ratað í austurríska fjölmiðla eftir að hafa verið haldið leyndum í hálft annað ár. Eftir skilnað sinn fékk konan, sem er 53 ára lögfræð- ingur, taugaáfall en fékk þrátt fyrir það forræði yfir dætrum sínum. I kjölfarið tilkynnti hún skólayfir- völdum að dæturnar væru hættar í skóla og myndu framvegis hljóta kennslu á heimilinu. Móðirin hélt þremur dætrum sínum læstum inni í myrku húsinu, þar sem þær neyddust til að lifa við skelfilegar aðstæður í sjö ár. Viktoria, Katharina og Elisa- beth voru sjö, ellefu og þrettán ára gamlar þegar þær voru læstar inni á heimilinu árið 1998. Lögregla fann þær svo í október árið 2005 eftir að nágranni hafði bent lögreglu á að eitthvað gruggugt kynni að vera í gangi í næsta húsi. Nágranninn hafði áður komið með fjölmargar ábendingar, en lögregla hrást fyrst við eftir að hann hótaði að tilkynna borgaryfirvöldum um aðgerðaleysi lögreglunnar í málinu. Eigið tungumál I húsinu var eins metra lag af mannasaur og rusli auk þess sem allt var morandi í músum. Ekkert vatn rann lengur úr krönum, búið var að hylja fyrir gluggana með pappa og einungis ein ljósapera virk- aði á heimilinu. Móðirin bafði séð til þess að dæturnar hefðu engin samskipti við umheiminn, en í nauð- ungarvist sinni höfðu þær þróað sitt eigið tungumál. Stelpurnar hafa allar dvalið á með- ferðarheimili frá því að þær sluppu úr prísundinni. Waltraud Kubelka, sálfræðingur stelpnanna, óttast að þær jafni sig aldrei að fullu. „Þetta hefur verið sérstaklega erfitt hjá þeirri elstu. Það er ekki nokkur leið að hún jafni sig. Hún var mjög van- nærð og í raun með anorexíu þegar systurnar fundust. Nú stendur hún oft löngum stundum á öðrum fæti og starir á gólfið. Yngri stelpurnar munu þurfa mörg ár til að jafna sig á skelfilegum æskuárum sínum.“ Faðir stúlknanna, sem er dóm- ari, fékk ekkert að hitta dæturnar á þessu sjö ára tímabili, þrátt fyrir að hafa leitað níu sinnum til dómstóla. Hann er nú í stöðugu sambandi við stelpurnar, en vonast er til að bráðlega verði hægt að útskrifa þá yngstu. Leituðu í myrkrið Kubelka segir að fyrstu vikurnar eftir að þær sluppu hafi þær falið sig undir bekk í eldhúsi meðferðarheim- ilisins. „Þær leituðu í myrkasta stað- inn á meðferðarheimilinu. Þær áttu í erfiðleikum með birtuna þar sem þær höfðu ekki kynnst sólarljósi og fersku lofti í mörg ár.“ Móðir stelpnanna hefur verið vistuð á réttargeðdeild allt frá því Heimili fjölskyldunnar í Linz Eins metra hátt lag af mannaskít og rusli fannst innan veggja heimilisins. að upp komst um meðferð hennar á dætrum sínum. Réttarhöld yfir henni hefjast á næstu vikum, en hún hefur verið ákærð fyrir grófa vanrækslu og að hafa pyndað börnin. Hún gæti átt yfir höfði sér allt að fimm ára fangelsi. Málið hefur vakið mikla athygli í Austurríki og reyna stjórnvöld nú eftir fremsta megni að útskýra hvernig svona hafi atvikast án þess að nokkur hafi gripið í taumana fyrr. Málið minnir um margt á mál Natö- schu Kampusch, stúlkunnar sem var haldið fanginni á heimili Wolfgangs Priklopils í úthverfi Vinarborgar í átta ár. Kampusch slapp úr haldi Priklopils í lok síðasta sumars. Virkjunaráform í Þjórsá: Framkvæmdaleyfi vantar Þjórsá Sveitarstjóri segir meirihluta fundarmanna aóknmi ifnlk „Það á auðvitað eftir að veita formlegt framkvæmdaleyfi en ætli menn sér að standa á móti á þessu stigi verða rökin að vera afskaplega sterk,“ segir Örn Þórðarson, sveitar- stjóri Rangárþings ytri. Á fundi samtakanna Sól á Suður- landi á sunnudagskvöld var virkj- unaráformum í neðri hluta Þjórsár harðlega mótmælt og var samþykkt ályktun þar sem skorað var á þau sveitarfélög sem að málum koma að veita fyrirhuguðum virkjunum ekki brautargengi. Að sögn Arnar er tæknilega enn mögulegt fyrir sveitarstjórnir að hafna slíku þrátt fyrir að fram- kvæmdirnar hafi farið í mat og kynningu en rökin þyrftu að vega mjög þungt. „Aukinbeldur er það mín tilfinning að mikill meirihluti íbúa hér sé hlynntur fyrirhuguðum framkvæmdum, einfaldlega af því að það er jákvætt fyrir sveitarfélagið í heild sinni.“ {sama streng tekur Gunnar Örn Marteinsson, oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps. „Helsti gallinn við þennan fund var að meirihluti fundarmanna var aðkomufólk og niðurstaðan lýsir ekkert viðhorfum heimamanna sem mig grunar að séu almennt jákvæð." Eydís Indriðadóttir, oddviti Ása- hrepps, segir engan geta samþykkt framkvæmdaleyfi nema sveitar- stjórnir. „Þangað til nákvæmari til- lögur og teikningar liggja fyrir um umræddar virkjanir er ljóst að fram- kvæmdaleyfi verður ekki veitt.“ Margrét Sigurðardóttir, sveitar- stjóri Flóahrepps, segir að fjallað verði um ályktun fundarins á næstu fundum sveitarstjórnar. .Virkjanamál hafa verið og verða of- arlega hjá okkur en það er langur vegur ennþá enda á eftir að sam- þykkja aðalskipulag og annað er til þarf áður en ákvarðanir verða teknar varðandi hugsanlegar virkjanir."

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.