blaðið - 13.02.2007, Blaðsíða 10

blaðið - 13.02.2007, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 2007 bla6iö INNLENT Hafna ásökunum Bandaríkjamanna frönsk stjórnvöld hafna ásökunum bandarískra embættismanna um aö íranar sjái uppreisn- armönnum sjítamúslíma í írak fyrir vopnum. Mahmoud Ahmadinejad (ransforseti fordæmdi ásakanirnar. Þúsundir hafa veikst í kjölfar flóða Nærri 200 þúsund manns þjást nú af niðurgangi, beinþrunasótt og ýmsum öndunarfærasjúkdómum í kjölfar mikilla flóða sem riðu yfir Jakarta, höfuðborg Indónesíu, fyrr í mánuðinum. Borgar- starfsmenn vinna nú hörðum höndum að því að hreinsa borgina, en mörg heimili eru enn án hreins vatns og rafmagns. Varaforseti Saddams verður hengdur Hæstiréttur (raks úrskurðaði í gær að Taha Yassin Ramadan, fyrrum varaforseti Saddams Husseins, verði tekinn af lífi með hengingu. Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna og ýmissa mannrétt- indasamtaka höfðu biðlað til dómaranna að þyrma lífi Rama- dans sem var fundinn sekur um glæpi gegn mannkyni. Bretland: Camilla í leg- námsaðgerð Camilla, eiginkona Karls Bretaprins, mun gangast undir legnámsaðgerð í upphafi næsta mánaðar. Camilla er sextug að aldri og mun taka sér sex vikna hvíld frá opinberum störfum eftir aðgerðina til að jafna sig. f yfirlýsingu frá bresku kon- ungsfjölskyldunni er sérstaklega tekið fram að Camilla sé ekki með krabbamein, en algengt er að konur á þessum aldri gangist undir aðgerð sem þessa. Vantar þig leið til þess að koma jafnvægi á líkamsstarfssemina? Zhena's Gypsy Tea gæti hjálpao Prófaðu Fireside Chai Kofffnlausa kraftaverkið TILBOÐ 20% afsláttur hjá næsta söluaðila Englatár - www.englatar.is - 551 8686 w-:í Falleg - sterk - náttúruleg Suöurlandsbraut 10 Síml 533 5800 www.simnet.is/strond ^<STRÖND ' EHJT. Baugsmálið fyrir dóm á ný: Maraþonvitnaleiðslur yfir hundrað manns ■ Umfangsmesta dómsmál sögunnar ■ Hátt í 100 vitni leidd fyrir dóm leiða Jón Ásgeir aftur fram til vitnis sökum þess hve seint gögnin voru lögð fram sem og umfangs þeirra. Við skýrslutök- m w una hélt Jón Ásgeir BC/JmH I fram sakleysi sinu í öllum ákæruatriðum. Útskýrði hann fyrir IvJLl'&JIJAJPF dómi að meintar lán- veitingar Baugs hefðu verið hluti af viðskiptum. Eftir Magnús Geir Eyjólfsson magnus@bladid.net Aðalmeðferð síðari hluta Baugsmáls- ins hófst í gær en fyrir dómi í þetta skiptið eru þeir Jón Ásgeir Jóhannes- son, Tryggvi Jónsson og Jón Gerald Sullenberger. Ekki er Búist við að málflutningi ljúki fyrr en í lok mars en allt að 100 manns koma til með að bera vitni fyrir dómi. Þó gæti sú tala lækkað eitthvað þegar á líður en ljóst er að nú fara í hönd ein um- fangsmestu réttarhöld sögunnar. Ákærurnar sem fjallað er um nú eru þær sem gefnar voru út þann 31. mars í fyrra og voru þær 19 talsins en Héraðsdómur vísaði fyrsta og veigamesta lið þeirra frá dómi í júlí í fyrra og staðfesti Hæstiréttur þann dóm í janúar síðastliðnum. Jón Ásgeir ríður á vaðið Það ríkti nokkur eftir- vænting í gær þegar Jón Ásgeir Jóhannesson, for- stjóri Baugs, mætti í Hér- aðsdóm Reykjavíkur til að beravitni. SigurðurTómas Magnússon, sem fer með málið fyrir hönd ákæruvaldsins, spurði Jón Ás- geir út í ákæruliði 2-9, en þeir liðir snúast um brot á hlutafélagalögum, þá einkum að því er varðar lánveit- ingar Jóns Ásgeirs og Baugs. Enn fleiri gögn voru lögð fyrir dóminn áður en vitnaleiðslur hófust og áskildi saksóknari sér rétt til að Deilt um draugasögur Verjandi Jóns Ásgeirs, Gestur Jóns- son, gerði athugasemdir við spurn- ingar saksóknara í tengslum við yfir- ráð í Fjárfari ehf., en Sigurður Tómas vildi meina að Jón Ásgeir hefði í raun verið ráðandi í ákvörðunartöku hjá félaginu og því samið við sjálfan sig í viðskiptum þess og Baugs. Sagði Gestur að með þessu væri verið að draga inn í málið þætti sem þegar væri búið að vísa frá dómi og þar með breiða út sögur sem ættu ekki við rök að styðjast. Sagði saksóknari það alrangt. Jón Ásgeir svaraði því til að Fjárfar hefði verið skel utan um fjárfestingar Baugs og að hugmyndin hafi verið sú að gera félagið að fjárfest- ingararmi Baugs og að alrangt væri að hann væri eigandi Fjárfars, slíkt væru draugasögur saksóknara. Rétti var slitið um fjögurleytið í gær og hefst aftur í dag þar sem Jón Asgeir mun áfram bera vitni og er búist við að skýrslutöku af honum ljúki á miðvikudag. (júlí 2005 er gefin út ákæra á hendur sex einstaklingum tengdum Baugi, þeim Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Jóhann- esi Jónssyni, Kristínu Jóhannesdóttur, Trygava Jónssyni, Stefáni Hilmarssyni og Önnu Þórðardóttur. Akæran var í 40 liðum og var þeim öllum vísað frá dómi þann 20. septemb- er það sama ár vegna galla á ákærum. Málinu var vísað til Hæstaréttar sem staöfesti frávísun 32 ákæruliðanna en vísar 8 liðum aftur heim í hérað. Sigurður Tómas Magnússon tekur viö Baugsmálinu í heild sinni af Jóni H.B. Snorrasyni þann 17. nóvember 2005, en áður hafði Björn Bjarnason dómsmálaráðherra skipað Sigurð Tómas settan rikissaksóknara í málinu. Um miðjan mars eru ákærðu i Baugsmálinu sýknaðir í héraðsdómi af þeim átta liðum sem eftir standa og í janúar sl. staðfesti Hæstiréttur þann úrskurð og lauk þar með fyrri hluta Baugsmálsins. I lok mars 2006 hefst síðari hluti Baugsmálsins þegar settur ríkissaksóknari gefur út nýja ákæru í 19 liðum í stað þeirra 32 sem áður var vísað frá dómi. Jón Ásgeir, Tryggvi og Jón Gerald eru ákærðir í þetta skiptið. í júní 2006 vísar héraðsdómur fyrsta og veiga- mesta ákæruliðnum frá dómi. Hæstiréttur staðfestir þann úrskurð tæpum mánuði seinna. Eftir standa þeir 18 ákæruliðir sem nú eru fyrirdómi. Sama hver úrskurður héraðsdóms verður í málinu er Ijóst að honum verður nær örugg- lega áfrýjaö til Hæstaréttar og mun þá síðari hluta Baugsmálsins Ijúka. Rannsókn stendurnú yfir á meintum skattalagabrotum einstaklinga sem tengjast Baugi Group en ekki hefur verið ákveðið hvort ákæra verður gefin út i því máli. Fari svo hefst enn einn kaflinn í Baugsmálinu sem nú hefur staðið yfir í hátt á fimmta ár. Bónusmál í dómi Verjendur og sakborningar fyrir dómi i gær. r 1 T3S&. Þvottavélar, þurrkarar og uppþvottavélar á ! AEG LAVAMAT 76820 ÞVOTTAVÉL með íslensku stjórnborði • Taumagn: 7 kg • Vinduhraði 1600/1200/1000/600 s/mín. • 24 þvottakerfi ásamt sérstöku sparnaðariœrfi • Sérstakt vindingarkerfi fyrir viðkvæman þvott og ull AEG LAVATHERM 57820 ÞURRKARI barkalaus með íslensku stjórnborði • Taumagn: 6 kg • Mjög hijóðiátur Rakaskynjari: 9 mismunandi þurrkstig . TILBOÐ: Kr. 79.900 (Ádur: Kr. 96.667) Kr. 89 (Áöur: Kr. 107.419) SAMSUNG Q1457 SAMSUNG þvottavél 1400snúninga, 7,5 kg. Óvenju stór tromla - 57,51. Vatnsnotkun 601 pr. 7,5 kg. Mjög hljóðlát - aðeins 50. db - - (1400snúrt) (16Ö0sni9l)- SAMSUNG þvottavél 1200snúninga, 6kg. Mjög hláölát - Tölvustýrð Hraðþvottur á aðeins 30 mín. jJ. (1200snún.) (1400snún.) AEG þvottavél 1200 snúninga, 6 kg. Fjöldi prógramma (slenskt stjómborð AEG uppþvottavél 5 kerfi, islenskt stjórnborð, Mjög hljóðlát - aðeins 41 db GERÐU EINLEGA ÓÐ KAUP! ORMSSON SIMI 530 2900 ORMSSON KADIONAUST SÍMI461 5000 ORMSSON SIMI421 1535 AKRANESI SlMI 431 3333 ÁRVIRKINN SELF0SSI SÍMI 4801160 SIMI456 4751 VÍK NESKAUPS7AO SÍMI 4771900 VÍK REYÐARFIRÐI SfMI 474 1477 VÍK EGILSSTÖÐUM SÍMI471 2038 8ÓKABÚÐIN HÚSAVÍK SÍMI4641515 Kólumbía: Týndur í þrjú ár Leonardo Nur, 35 ára kólumb- ískur hermaður, fannst hlekkj- aður við tré í frumskógi 250 kíló- metra vestur af höfuðborginni Bogota á fimmtudaginn. Hann týndist fyrir þremur árum og hafði Kólumhíuher fyrir löngu talið hann af. Nur hafði verið i haldi vinstrisinnaðs uppreisnarhóps í landinu, en honum var rænt í maímánuði árið 2003 í Bogota. Herinn gerði árás á búðir upp- reisnarmannanna eftir að hafa fengið upplýsingar um að þeir hefðu gísl í haldi. Hermennirnir vissu þó ekki um hvern væri að ræða fyrr en þeir rákust á gamlan félaga sinn hlekkjaðan við tréð. Guevarista-uppreisnarherinn hélt Nur föngnum, en mannrán eru algeng aðferð kólumbískra uppreisnarhópa til að vekja athygli á málstað sínum. Aldrei var farið fram á lausnargjald á Nur svo gert var ráð fyrir að hann væri látinn.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.