blaðið - 13.02.2007, Síða 13

blaðið - 13.02.2007, Síða 13
blaðið ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 2007 13 Verðlaunatillögur Samfylkingarinnar Á nýliðnu Sprotaþingi lentu til- lögur Samfylkingarinnar um að bæta starfsskilyrði sprota- oghátæknifyrir- tækja í þremur efstu sætunum. Fyrir Sprotaþingið, sem Samtök iðnaðar- ins og Samtök sprotafyrirtækja héldu, höfðu allir stjórnmálaflokkarnir verið beðnir að leggja fram þrjú þing- mál. Ráðstefnugestir kusu svo um tillögurnar. Það er sérlega ánægjulegt hversu mikill samhljómur er með Samfylk- ingunni og atvinnulífinu í þessum efnum. Tillaga Samfylkingarinnar í málefnum sprota- og hátæknifyr- irtækja er hornsteinn Samfylkingar- innar í atvinnumálum. Samfylkingin telur hátækni- og þekkingariðnað vera einn mikilvæg- asta vaxtarsprota íslensks atvinnulífs. Hátækniiðnaður hér á landi er hins vegar kominn mun skemmra á veg en í nágrannalöndum okkar og nýstofn- uðum sprotafyrirtækjum hefur verið að fækka undanfarin ár sem verður að teljast nokkurt áhyggjuefni. Það er mat okkar að það eigi að vera forgangsmál stjórnvalda að tryggja þessum geira góð vaxtarskil- yrði. Samfylkingin hefur lagt mikla vinnu í þennan málaflokk undir for- Geir komdu niður af stallinum! „... auðvitað er ekkert hœgt aðfull- yrða að stúlkurnar hefðu ekki orðið barnshafandi hvort eð er...” Þessi orð koma úr munni Geirs Hilmars Haarde forsætisráðherra. Geir sat í Silfri Egils og tjáði sig um konurnar tíu sem ljóst er að hafa orðið barnshafandi sökum misneyt- ingar í Byrginu. Það er auðvitað ljóst að þegar mann- eskja verður fyrir ofbeldi hvers konar, þá hefði það getað gerst á öðrum stað á öðrum tíma. En það gerir ofbeldisverkið ekki léttvægara. Umrœðan „Ég óska eftir því að Geir Hilmar biðji þessar stúlkur afsök- unará ummælum sínum." Helga Vala Helgadóttir Það að Geir taki svona til orða er ótrúlega niðurlægjandi fyrir þessar stúlkur. Hvað átti hann við? Að þær hefðu hvort sem er verið að sofa hjá annars staðar og því getað orðið barnshafandi? Að þetta gerist á hverjum degi og þess vegna sé þetta í lagi? Þessar stúlkur voru í Byrginu vegna þess að þær áttu í meiriháttar erfiðleikum í sínu lífi. Þær leita þangað, á ríkisstyrkt meðferðarheim- ili sem starfar í skjóli hins opinbera, í von um betra líf. Þar mæta þær greinilega einhverju misjöfnu. Upp á yfirborðið hafa komið sögur um alls kyns kynlífssvall milli starfsmanna og skjólstæðinga og á fagmáli kallast það einfaldlega misneyting. Þegar verið er að notfæra sér bága stöðu ein- staklinga með þessum hætti. Það að Geir sé að reyna að moka yfir eigin slóðaskap með því að skíta út þessar stúlkur er hneyksli og kallar vonandi fram hörð viðbrögð í samfélaginu. Hann er forsætisráð- herra. Þær eru í vanda og þurfa síður en svo á því að halda að forsætisráð- herra kasti rýrð á þeirra trúverðug- leika. Að forsætisráðherra setji sig á háan hest og tali niður til þeirra. Ég óska eftir því að Geir Hilmar biðji þessar stúlkur afsökunar á um- mælum sínum. Þær eiga það svo sannarlega skilið frá honum. Höfundur er laganemi í Bolungarvlk og fram- bjóðandi Samfylkingar í NV-kjördæmi Umrœðan „Það er sériega ánægjulegt hversu mikill samhljómur er með Samfylkingunni og atvinnulífinu í þessum efnum." Ágúst Ólafur Ágústsson ystu Össurar Skarphéðinssonar þing- flokksformanns og Dofra Hermanns- sonar varaborgarfulltrúa. Göngum inn í hátækniáratuginn Gróflega má skipt a atvinnusögu síð - ustu 20 ára í áratug sjávarútvegsins og áratug stóriðjunnar. Athyglisvert er að aðgerðir ríkisvaldsins skiptu sköpum fyrir uppbyggingu beggja atvinnugreina. Þessar aðgerðir ríkis- ins voru m.a. efling stoðkerfa, skatta- breytingar, undanþága frá gjöldum, ríkisábyrgðir o.s.frv. Af þessari reynslu má draga þann lærdóm að stuðningur getur haft mikil áhrif á viðgang einstakra greina. Því hefur Samfylkingin lagt til að næstu tíu ár beiti stjórnvöld sér fyrir markvissri sóknarstefnu á sviði hátækni. Flokkurinn hefur því sett sér eftirtalin markmið fyrir hátækniáratuginn: 1. Tíföldun á útflutningsvirði hátæknifyrir- tækja á Islandi. 2. Fimmföldun á fjölda Islenskra sprotafyrirtækja. 3. 5000 ný störf verði til í hátæknigeiranum. 4. 20 ný hátæknifyrirtæki hafi náð milljarði í ársveltu eða verið skráð á hlutabréfa- markað á Islandi. Hvemig náum við fram markmiðunum? Til að ná þessum metnaðarfullu markmiðum viljum við að þegar í stað verði ráðast í eftirfarandi að- gerðir í samráði við Samtök iðnaðar- ins og Samtök sprotafyrirtækja: 1. Fjórfalda framlag (Rannsóknarsjóð og Tækniþróunarsjóð á næstu 4 árum. 2. Breyta lögum um tekju- og eignaskatt til að heimila skattaívilnanir sem örva fjárfest- ingar einstaklinga í sprotafyrirtækjum. 3. Heimila endurgreiðslu rannsóknar- og þróunarkostnaðar að ákveðnu hámarki. 4. Bjóða út upplýsingatækni- og hugbún- aðarvinnu á vegum hins opinbera. 5. Koma upp stoðkerfi við öflun og vernd einkaleyfa og hugverkaréttinda. Með þessu er Samfylkingin, með Ingibjörgu Sólrúnu Gisladóttur for- mann í broddi fylkingar, að veðja á þekkingariðnaðinn til framtíðar með áþreifanlegum og framsæknum hætti. Höfundur er varaformaður Samfylkingarinnar Sony Ericsson Z530i Verð aðeins: 1 4.900 kr Kauptu þér glæsilegan Z530i farsíma eða skráðu þig í 0 kr. innan fjölskyldunnar og þú gætir átt lúxussalinn! Einn heppinn viðskiptavinur verður dreginn út og getur unnið forsýningu í lúxussal fyrir allt að 28 manns á hina frábæru gamanmynd Music and Lyrics með Hugh Grant og Drew Barrymore. Dregið verður 15. febrúar. Nánari upplýsingar á siminn.is. Hægt er að kaupa símann I verslunum Símans eða á vefversluninni á siminn.is

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.