blaðið - 13.02.2007, Síða 22

blaðið - 13.02.2007, Síða 22
blaðið Hið gleymda land Laos er eitt fátækasta ríki Suðaustur-Asíu og á landamæri að Víetnam, Kambódíu, Taílandi, Kína og Mjanmar. Það er stundum kallað „hið gleymda land“ þar sem það hefur ekki náð sömu vinsældum hjá ferðamönnum og nágrannalöndin ferdir@bladid.net Hættulegasta lífveran ^AIImargir ferðalangar hræðast svörtu ekkjuna og eitraða i meira en allt annað. Færri vita þó að mannskæðustu r heimsins eru moskítóflugur, en þær eru taldar smita um 300 milljónir manna af malaríu á ári hverju. ^ 30 ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 2007 ,I A hjólum kringum hnöttinn Bræðurnir Sverrir, lengst til vinstri og Einar, lengst til hægri ásamt föður sínum, Þorsteini Hjaltasyni. Myndin er tek in úr mótorhjólaferð feðganna um Gæsavatna- leið norðan Vatnajökuls síðastliðið sumar. -v Gönguferð í Noregi (slendingum gefst nú tækifæri til að kynnast einum stærsta þjóðgarði Noregs, Jötunheimum, í skipu- lagðri gönguferð með Úrval Útsýn. Norðmenn eru einstaklega stoltir af þessu fallega svæði í grennd við vötnin Bygdin og Gjende og norskir gönguhrólfar þykja ekki standa undir nafni ef þeir hafa ekki gengið Besseggen-fjallshrygginn í Jötun- heimum. Ferðin tekur eina viku og gist er í fjallaskálum á nóttunni. Bræður ferðast um fjöll og flrnindi Geggjuð heimsreisa á mótorhjólum Eftir Hildi Eddu Einarsdóttur hilduredda@bladid.net Bræðurnir Sverrir og Einar Þorsteinssynir vita fátt meira spenn- andi en ferðalög um fjöll og firnindi á mótorhjólum. Þeir hafa brunað vítt og breitt um hálendi íslands auk þess sem þeir hafa ferð- ast á hjólunum um Bandaríkin og Evrópu. í vor ætla þessir stórhuga bræður að fá enn meiri útrás fyrir ævintýraþrá sína og fara „hringinn“ á mótorhjólum. Ekki þó hringinn í kringum landið heldur í kringum allan hnöttinn. „Þetta er gamall draumur hjá okkur bræðrunum enda erum við búnir að vera með mótorhjólapróf í áratugi og mótorhjóladellan hefur aukist jafnt og þétt með aldrinum," segir Sverrir. Þeir Einar hyggjast leggja af stað þann 8. maí næstkom- andi og áætlað er að ferðalagið taki rúmlega þrjá mánuði. „Við ætlum að byrja á að fara til Seyðisfjarðar, taka Norrænu til Færeyja og fara þaðan til Noregs og keyra norður Noreg og til Svíþjóðar, Finnlands og Eystrasaltsríkjanna. Síðan förum við yfir Hvíta-Rússland til Rússlands og svo Mongólíu og svo aftur til austurhluta Rússlands. Þaðan tökum við ferju til Japans og síðan austur til Alaska og þaðan í gegnum Kanada og svo Bandarík- in. Að endingu fljúgum við frá New York til Keflavíkur og keyrum það- an heim til Reykjavíkur," útskýrir Sverrir. Hann segir að þeir bræður hygg- ist einungis fljúga þegar leið þeirra liggur yfir sjó. Að öðru leyti ætla þeir eingöngu að ferðast um á mótor- hjólum. „Það þarf auðvitað sérhann- að ferðahjól fyrir svona langferð og við verðum á Yamaha XT 66oR en „Þetta er gamall draumur hjá okkur bræðrunum enda erum við búnir að vera með mótorhjólapróf í áratugi og mótorhjólad- ellan hefur aukist jafnt og þétt með aldrinum." þau hjól eru einmitt ætluð miklum akstri yfir fjöll og firnindi,“ segir hann og bætir því við að þeir hafi sjálfir mikla reynslu af mótorhjóla- ferðalögum. „Síðasta sumar hjóluðum við til dæmis yfir 8.000 kílómetra vítt og breitt um hálendi Islands auk þess sem við höfum áður hjólað töluvert í Evrópu og í Bandaríkjunum. Að því leytinu til erum við mjög vel undir- búnir fyrir heimsreisuna. Formleg- ur undirbúningur fyrir hana hófst þó síðasta haust. Mesti tíminn fer í alls konar pappírsmál þar sem við þurfum að verða okkur úti um nauð- synlegar tryggingar, vegabréfsárit- anir og fleira í þeim dúr. Það hefur reynst nokkuð tímafrekt." Spurður um farangurinn segir hann að vitaskuld sé plássið af skorn- um skammti. „Við höfum töskur á hjólunum og við förum með þær nauðsynjar sem komast í þær, ann- að ekki. Enda er aukið pláss fyrir far- angur í raun ekki valkostur," bendir hann á. Bræðurnir Sverrir og Einar hafa ekki staðið einir í undirbúningi fyr- ir ferðalagið mikla. „Við erum báðir svo lánsamir að vera vel giftir. Eig- inkonur okkar hafa auðvitað sínar áhyggjur en styðja engu að síður við bakið á okkur og hjálpa okkur við allan undirbúning. Svo eigum við fjögur börn hvor þannig að fjölskyld- urnar eru stórar og allir leggja sitt af mörkum,“ segir Sverrir glaðbeittur að Iokum. Besti veitinga- staðurinn Veitingastaðurinn The Fat Duck í Berkshire í Bretlandi var valinn besti veitingastaður heims árin 2005 og 2006. Meðal fjölmargra gómsætra rétta á matseðlinum þar eru sniglagrautur, lakkríssoðinn lax, egg- og beikonís með tehlaupi og krabbakex svo dæmi séu tekin. Ekki er óalgengt að matarunnendur hvaðanæva úr heiminum leggi leið sína til Berkshire í þeim eina tilgangi að snæða á The Fat Duck. grgpi blaði Auglýsingasíminn er 510 3744 á laugardögum Gæfir Rómarkettir Ferðalangar sem leggja leið sína til Rómar verða oft hissa á að sjá mikinn fjölda vel haldinna villtra katta víða í borginni. En helsta ástæða þess að ófáir villtir kettir í Róm eru feitir og gæfir er sú að þar í borg er allstór hópur kvenna sem taka að sér umönnun allra þeirra katta sem þær finna, bæði villtra katta og heimiliskatta sem eigend- ur hafa skilið eftir í sumarfrium. Kattakonurnar, sem á ítölsku kall- ast gattare, gefa köttunum að éta og fara með þá til dýralæknis þar sem þeir eru geltir og bólusettir. Þessar konur vinna hörðum hönd- um við að afla fjár fyrir kattamat og lyf auk þess sem nokkur fjöldi sjálf- boðaliða hjálpar þeim við að annast kettina. Til viðbótar við umönnun gatt- þeirra vegum njóta kettir Rómar sem klappa þeim á kollinn og gefa are-kvenna og sjálfboðaliðanna á velvildar fjölmargra ferðamanna þeim að éta.

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.