blaðið


blaðið - 13.02.2007, Qupperneq 24

blaðið - 13.02.2007, Qupperneq 24
Skeytin ir>^ Það er engin ellimörk að finna á hinum 41 árs gamla Romario sem enn spilar knattspyrnu i Brasilíu. Ekki aðeins spilar hann ennþá heldur gerði karlinn sér lítið fyrir um helgina og setti þrennu eftir að hafa komið inn á völlinn á 60. mínútu í leik Vasco da Gama gegn Volta Redonda. Heldur hann sjálfur tölu á mörkum þeim er hann hefur skorað á ferli sínum en samkvæmt þeirri tölfræði er hann að nálgast þúsund mörk alls. Eru þá meðtalin mörk skoruð með unglingaliðum og í vináttu- landsleikjum með Brasilíu. Beinar útsendingar 32 ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRUAR 2007 íþróttir blaöið ithrottir@bladid.net Drottning Þrenn gullverðlaun í þremur tilraunum í röð. Skíðadrottningin sænska Anja Pðrson sigraði í bruni á heimsmeistaramótinu í skíða- íþróttum og vann þannig sitt þriðja gull á mótinu i röð. Byrjar árið stórkostlega og er Ijóst að hún hefur aldrei verið í betra formi en nú. Eftir Albert Örn Eyþórsson albert@bladid.net Rösklega þúsund einstaklingar eru nú þegar á biðlistum golfklúbba á höfuð- borgarsvæðinu þrátt fyrir að almennt sé búist við að margir eigi enn eftir að sækja um aðild. Leiða má lfkur að því að einhver fjöldi sé skráður á biðl- ista á fleiri en einum stað en fjöldinn er engu að síður mikill þegar haft er í huga að aðeins hörðustu kylfingar eru búnir að skrá sig á þessum tíma. Gera flestir ráð fyrir að biðlistar leng- ist til muna þegar fram líða stundir. Meðlimir Biðlisti Árgjald 2007 580 80 46 þúsund Árni Haildórsson „Alveg skelfilegt ástand þannig séð enda getum við ekkert bætt við en mikill fjöldi er á biðlista hjá okkur hvert einasta ár. Við hins vegar getum lítið gert og eigum litla sem enga möguleika að stækka meira en orðið er. Yngri kylfingar úr klúbbnum ganga fyrir við inngöngu en flestum öðrum verður að vísa frá." Meðllmir Biðlisti Árgjald 2007 1.250 50 63 þúsund Ágúst Húbertsson „Ástandið er svipað og verið hefur. Talsverður fjöldi hefur komið til okkar frá Setbergi sem lokar fljót- lega og við ráðum við að taka að mestu við þeim sem þaðan koma en við getum ekki tekið marga umfram það. Að öðru leyti er klúbburinn full- bókaður eins og undanfarin ár.“ Tveir klúbbar geta enn bætt við sig félögum að svo stöddu. Hjá Kili í Mosfellsbæ er unnt að bæta við 20 til 30 með sæmilegu móti og enn er nóg pláss hjá Golfklúbbi Bakkakots í Mosfellsdal. Enn eykst áhuginn Framkvæmdastjórar klúbbanna eru sammála um að ekkert lát sé á ásókn í golfið og eru flestir klúbb- anna fullbókaðir upp í topp jafnvel þó enn séu tveir til þrír mánuðir í að golftímabilið hefjist hér á landi. Hjá tveimur þeirra, GK og GO í Hafnar- firði, koma nýir meðlimir að hluta frá Golfklúbbi Setbergs en þeim klúbbi verður endanlega lokað í sumar. Árgjöld hækka Allir hafa klúbbarnir hækkað árgjöld sín verulega milli ára. Þannig kostar árgjaldið í þá dýr- ustu kringum 65 þúsund krónur og rúmlega 30 þúsund að auki í inntökugjald fyrir alla nýja með- limi. Reyndar er enn víða ódýrara fyrir kvenfólk en karla en aðeins hjá Golfklúbbi Oddfellowa er verð- skráin hin sama fyrir kynin bæði. Þá er og ódýrara í þá flesta fyrir ungmenni og aldraða. Lausleg könnun á þeim golf- völlum sem lengra eru frá höfuðborg- inni leiddi í ljós að þar er víðast hvar hægt að komast að með litlum fyr- irvara og gjöldin þar eðlilega lægri en ella. Er það nokkuð sem sífellt fleiri hugsa sér enda þekkja margir kylfingar vel að leiktími á vinsæl- ustu völlunum á háannatíma er oft á tíðum verulega miklu lengri en þær rúmlega fjórar klukkustundir sem ráð er fyrir gert að átján holu hringur taki að jafnaði. GKG Meðlimir Biðlisti Árgjald 2007 1600 100 63 þúsund GKQ G0 Meðlimir Biðlisti Árgjald 1300 300 66 þúsund GOB Meðlimir Biðlisti Árgjald 250 10 45 þúsund úi Jóhann Gunnar Stefánsson „Við finnum fyrir vaxandi ásókn og ég held að umsóknir séu rétt farnar að berast okkur. Það eru margir afskaplega seinir að taka við sér og okkur berst fjöldinn allur af umsóknum um og eftir páska. En GKG er orðinn fullur og það bætist bara við á biðlista úr þessu.“ Hjörtur Vigfússon „Ef eitthvað þá er almennur áhugi meiri og biðlisti lengri en verið hefur á þessum tíma. Við erum nýbúnir að hleypa 50 inn en það grynnkaði aðeins biðlistann tíma- bundið og þeir eru aftur orðnir yfir 300 sem bíða. Ég á ekki von á að hægt verði að bæta meira við úr þessu.“ Anton Bjarnason „Við erum í raun ekki enn farin að huga að nýjum umsóknum. Það eru einhverjir tugir sem bíða og við getum með góðu móti bætt við hundrað manns í viðbót. En það virðist ekki vera fyrr en vora fer af alvöru sem fólk kemur til okkar að ráði og þá er fjölgunin hvað mest.“ Meðlimir Biðlisti Árgjald 2007 550 0 59 þúsund Meðlimir Biðlisti Árgjald 2500 550 64 þúsund Haukur Hafsteinsson „Við erum nýbúnir að tæma biðlist- ann hjá okkur og getum strangt til tekið bætt við einhverjum félögum næstu daga en markið hefur verið sett við 550-570 félaga en eftir að framkvæmdum lýkur í sumar á nýjum brautum þá ætti klúbburinn að ráða vel við þann fjölda.“ Garðar Eyland „Við höfum þegar tekið inn alla þá sem komast inn þetta árið og Ijóst að fjöldi þeirra sem ekki komast í klúbbinn nú nálgast sjötta hundr- aðið. Þetta er aðeins meira en undanfarin ár og ekkert lát virðist á fjölda nýrra kylfinga sem áhuga hafa að komast að hjá klúbbunum.11 Heiðar Helguson stendur fyrir sínu: Grófastur á Englandi Þrír grófustu leikmenn ensku úrvaldsdeildarinnar hingað til eru allir tengdir Is- landi með einum eða öðrum hætti. Efstur á listanum er Heiðar Helguson, leikmaður Fulham, sem hefur nælt sér í níu spjöld, átta gul og eitl rautt, i 21 leik það sem af er timabilinu. Hinir tveir, Lucas Neill og Nigel Reo- Co- ker, iðka sína list með Islend- ingaliðinu West Ham. Heiðar er ekki einn um að taka menn vel á úti á vell- inum. Annar íslendingur, Hermann Hreiðarsson, er einnig grimmur en þó aðeins hálfdrættingur á við félaga sinn hjá landsliðinu. Er hann í 30. sæti ásamt fleirum með fjögur gul og eitt rautt. Séu þeir tveir grimmir á græna grasinu verður hið sama ekki sagt um lands- liðsfyrirliðann Eið Smára Guðjohnsen. Hann hefur að- eins fengið eitt gult spjald í vetur í sautján leikjum með Barcelona. GROFASTIR í EVRÓPU: Félag Land Fjöldi spjalda Alexis Getafe Spánn 11 a Adrian Mutu Fiorentina Italía ■ David Jarolim HSV Þýskaland 10 ^ Cyril Nool Nice Frakkland 10 lan Black Inverness Skotland 10 * Pascal Bosschaart AD0 Holland 9 . , Heiðar Helguson Fulham England 9 Þjálfari Inter Milan vill að hætt verði að spila i ítölsku deild- inni nú þegar og lið hans dæmt sigurvegari enda sé ekkert vit í að spOa fyrir tómum bekkjum á leikvöngum landsins. Eigi það ekkert skylt við fótbolta og vól hann taka Formúlu 1 tO fyrirmyndar en þar fer keppni ekki fram nema aðstæður leyfi og deOa megi um hvort lokaðir leikvangar séu réttu aðstæðumar fyrir fótbolta. John Terry, fýrirliði Chelsea, seg- ir aðeins timaspursmál hvenær pressan fer að segja tO sín hjá --- leOunönnum Manchest- er United. Langt sé um liðið síðan United var á toppnum í Englandi og það segi tO sín fyrr eða síðar. Þá muni bOið minnkahrattmOh _____ félaga á toppnum og lið Chelsea eigi því enn góða möguleika að ná titlinum. Samuel Eto '0 er maður sem veit hvað hann vOl. Og ljóst er að hann vOl ekki vera vara- maður. Hann neitaði að koma inn á þegar 20 mínútur lifðu af sigurleOc Barcelona gegn Racing um helgina þrátt fyrir að eðlOegt sé að leikmenn sem eru að ná séraf meiðsl- um komi hægt og rólega inn í lið sín að nýju. Eto '0 vOl 90 mínútur og ekkertþrasmeð það. Fyrir vOdð æfði hann einn síns liðs í gær enda viðbrögð hans vakið furðu þjálfara hans og bestu vina innan liðsins. Thierry Henry, fyrirliði Arsenal, viO að aðdáendur slaki á kröfum sínum gagnvart Theo Walcott en hann hefur staðið sig «afar vel þau skipti sem hann hefur fengið tækifæri með liðinu _ ánþess þóað eiga þar fastsæti.Erhonum þakkaður sigurinn gegn Wigan um helgina og stuðningsmenn vOja sjá meira af svo góðu.

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.