blaðið - 27.02.2007, Side 1

blaðið - 27.02.2007, Side 1
40. tölublað 3. árgangur þriðjudagur 27. febrúar 2007 FÓLK Siguröur Arnarsson Olsen er söngvari í Ultra Mega Technobandinu Stefáni sem spilaði á Airwaves og fór síðan til Woregs með Lay Low jsfoAie ■ MENWTUW Ragna Haraldsdóttir verkefnastjóri segir að viðtökurnar á námskeiðaröðinni „Vísindi fyrir fjölskyldur" hafi farið fram úr björtustu vonum | s(ða 28-29 FRJÁLST, ÓHÁÐ & Ó Frístundaheimili ekki í boði fyrir öll fötluð börn: Fatlaðir heima til hausts ■ Aðeins tveir skólar bjóða öllum börnunum vist ■ Þau þurfa á þjónustunni að halda Eftir Heiðu Björk Vigfúsdóttur heida@bladid.net Það er ekki fyrr en næsta haust sem fötluðum börnum í 5. til 10. bekk í grunnskólum Reykja- víkur stendur til boða vistun eftir skóla. 177 börn í Reykjavík gætu þá nýtt sér frístundaheimilin. Foreldrar þessara barna hafa haft litlar bjargir og í jnörgum tilfellum hefur annað foreldrið þurft að minnka við sig vinnu og jafnvel hætta, sam- kvæmt Hrefnu Haraldsdóttur, foreldrájráðgjafa hjá Sjónarhóli. Öskjuhlíðarskóli og Safamýrarskóli eru þeir einu í Reykjavík sem hafa vistun fyrir börn upp í 10. bekk. Erla Gunnarsdóttir, skólastjóri Safa- mýrarskóla, segir skelfilegt að öllum fötluðum börnum skuli ekki vera tryggð vistun eftir skóla. „Fyrir þessa nemendur er ekki hægt að hætta eftir fjórða bekk. Þau þurfa þessa þjónustu áfram eftir fjórða bekk og fjölskyldurnar þurfa líka á því að halda að börnin fái þessa þjónustu.“ Bryndís Snæbjörnsdóttir er móðir 10 og 12 ára gamalla daufdumbra stelpna en þær misstu heyrn þegar þær voru um 5 ára og sjón um 7 ára. Sú eldri er nú orðin ósjálfbjarga í hjólastól. Bryndís var í fullu starfi þangað til í fyrrahaust þegar hún fór í hlutastarf en hún hefur nú þurft að hætta alveg að vinna til að sjá um stelpurnar sínar. „Ég hefði viljað sjá þessa þjónustu fyrir löngu. Ef þeim hefði staðið til boða vistun þá hefði ég hugsanlega getað verið í fullri vinnu,“ segir Bryn- dís. „Við sem eigum börnin erum sjálfskipuð í þetta umönnunarhlutverk.“ Stelpurnar tvær eru í almennum skóla og fylgja þær námskrá bekkjarins. „Það er búið að kosta blóð, svita og tár að ná því í gegn. Þær standa sig ágætlega námslega séð en ekkert sér- staklega vel félagslega myndi ég segja.“ Bryndís segir hugsanlegt að þær væru sterkari félags- lega ef þær hefðu aðgang að frístundaheimili eftir skóla. „Venjuleg börn á þessum aldri geta bjargað sér og farið heim eftir skóla. Foreldrar fatlaðra barna senda þau ekki bara heim með lykil. Önnur börn geta líka farið sjálf og spurt eftir vinum sínum. Það geta stelpurnar mínar ekki gert.“ í lok síðasta árs var ákveðið að bjóða öllum fötluðum börnum upp á frístundaheimili sem nú er einungis í boði fyrir börn í 1. til 4. bekk í almennum grunnskólum. Sjá einnig síðu 4 FRÉTTIR Svifryksmengun yfir mörkum Svifryksmengun í Reykjavík var yfir heilsuverndarmörkum í gær. Þegar umferðarþunginn var sem mestur í gær- morgun mældist svifryksmengunin 186 míkrógrömm á rúmmetra á hálftíma við Grensásstöð. Viðmiðunarmörk svif- ryks eru 50 mikrógrömm á rúmmetra á sólarhring. Logn var í gér, rakastig lágt og götur þurrar. Um miðjan dag í gær mældist svif- ryksmengunin 59 míkrógrömm á rúmmetra við Grensásstöð eða rétt yfir sólarhringsheilsuverndarmörkum. „Mengunin er náttúrlega mest þegar umferðarþunginn er mikill,“ segir Anna Rósa Böðvarsdóttir, heilbrigðisfulltrúi hjá mengunarvörnum umhverfissviðs Reykjavíkurborgar. Hún bendir á að undanfarið hafi bif- reiðar á vegum borgarinnar rykbundið stofnbrautir með magnesíumklóríð- blöndu sem heldur götunum rökum en við það minnkar svifryksmengunin. Helstu ráð til að draga úr svifryks- mengun almennt felast í því aö fækka ferðum á bifreiðum, draga úr hraða og nota ekki nagladekk. Velur strætó í Reykjavík eru 50 til 60 prósent svifryks uppspænt malbik. Kannanir hafa sýnt að 30 prósent ferða í bifreið í Reykjavík eru undir einum kílómetra og 62 prósent ferða undir þremur kílómetrum. Alls eru 88 prósent ferða í Reykjavík í einkabílum. 0RÐLAUS » siða 34 Heima hjá Hálfdáni Hálfdán Steinþórsson hefur verið í því hlutverki að skoða heimili hjá öðrum í > Veggfóöri en nú er komið að því að hann opni dyrnar að sínu heimili. 17-24 VEÐUR » síða 2 Áfram frost Vaxandi norðaustanátt, 8-13 með éljum norðan- og austantil. Hiti við frostmark við ströndina að deginum en annars verður frostið 3 til 12 stig. Sérblað um börn og upp- eldi fylgir með Blaðinu í dag KR©NAN VJ-071 \<ðk HVUnDH»l RENAULT SCENIC II Nýskr: 06/2004, 2000cc 5 dyra, Fimmgíra, Rauður, Eklnn 30.000 þ. Verð: 1.930.000 .bilolond.is^ 575 1230 Renault öruggari notaöir bílar ★ ★ ★ ★ ★ Veldu 5 sijörnu öryggi lífsins vegna! MEGANE RENAULT 1400cc Nýskr: 07/2003, 1A 5 dyra, Beinskiptur Ljos- Ekinn grar 97 000 140 000 Verd RENAULT MEGANE Saloon Nýskr: 05/2005, 4 dyra, Fimmgíra IGOOcc LJosgrar Eklnn 20 000 840 000 RENAULT SCENIC II Nýskr: 06/2006, 1600cc 5 dyra, Fimmgíra, Hvítur, Ekinn 81 þ. Verd: 2.270.000 OKfarco Afgreiðslutími virka daga: 10-18 og lau.: 11-16 Reykjavík simi: 533 3500 - Akureyri sími: 462 3504 Egilsstaðir: sími: 471 2954 Heilsurúm - dýnur - gjafavara - svefnsófar - stólar - sófar - grjónapúðar S‘

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.