blaðið - 27.02.2007, Side 4

blaðið - 27.02.2007, Side 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÖAR 2007 blaðið REYKJAVÍK Fór inn til nágranna og stal málverkum INNLENT Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í fyrrinótt konu sem farið hafði inn í nágrannaíbúð í Breiðholtinu og stolið málverkum þaðan. Nágrannar urðu varir við að einhver hefði farið inn í íbúðina, en eigandi hennar er á sjúkrastofnun, og létu lögreglu vita. ÍSLANDSPÓSTUR 240 milljóna hagnaður Hagnaður af rekstri fslandspósts nam 240 milljónum króna árið 2006. Heildartekjur félagsins á siðasta ári námu 5,7 milljörðum króna og höfðu aukist um fjórtán pró- sent frá fyrra ári. Heildareignir voru 4,3 milljarðar króna í árslok 2006 og höfðu aukist um tólf prósent frá fyrra ári. HVALFJARÐARGÖNGIN Veggjald lækkar á miðvikudaginn Veggjaldið í Hvalfjarðargöngum lækkar á miðviku- daginn og mun stök ferð í fyrsta gjaldflokki nú kosta 900 krónur. Á heimasíðu Spalar segir að ríkið sjái af tekjum upp á um 70 milljónir króna á ári með helmingslækkun virðisaukaskatts á veggjöldum. Lagt hald á tölvur Búið er að yfirheyra þrjá menn grunaða um að tengjast eriendum klámhring og barnaklámi. Erlendur klámhringur: Unnið úr gögnum „Mennirnir eru grunaðir um að hafa tengst barnaklámi. Við bíðum núna eftir niðurstöðum úr rannsókn á tölvunum til að geta sýnt fram á það,“ segir Björgvin Björgvinsson.aðstoðaryfirlögreglu- þjónn höfuðborgarlögreglunnar. Þrír karlmenn á fertugsaldri eru grunaðir um að tengjast erlendum klámhring sem býður upp á klám- fengið efni tengt börnum. Aust- urríska lögreglan kom upp um hringinn og rannsóknin leiddi í ljós að einstaklingar frá sjötíu og sjö löndum sóttu sér myndefni. Björgvin segir að búið sé að yfir- heyra mennina og leggja hald á tölvur þeirra. „Þetta eru allt prívat- tölvur og mikilvægast er að vinna úr gögnunum," segir Björgvin. Frjálslyndir: Jón og Magnús fram í Reykjavík Jón Magnússon, sem var þing- mannsefni Nýs afls í síðustu kosningum, skipar efsta sæti framboðslista Frjálslynda flokks- ins í Reykjavík suður. I Reykjavík norður skipar Magnús Þór Haf- steinsson þingmaður efsta sæti. Ákveðið hefur verið að Kolbrún Stefánsdóttir, ritari flokksins, verði í fyrsta sæti í Kraganum. Valdimar Leó Friðriksson, sem áður var þingmaður Samfylking- arinnar, sóttist eftir því sæti. Sigurjón Þórðarson þing- maður verður í fyrsta sæti Norðausturkjördæmi en Guðjón Arnar Krist- jánsson í fyrsta sæti í Norðvesturkjördæmi. Miðstjórn, sem kemur saman t. mars, mun þó hafa síðasta orðið um skipan listans. Frjálslyndir Jón Magnússon og Magnús Þór Hafsteins 'Æfc t son leiða sinn listann hvor i Reykjavfkurkjördæmunum. Gytfoflöt 3-112 Reykjovik • Sími 567 4468 dekk@gummitteypo.is • www.gummisteypa.it GENERAL TIRE ®. Vist eftir skóla Erla Gunnarsdótt- ir, skólastjóri Safamýrarskóia, seg- ir það jákvætt að yfirvöld hafi séð og viðurkennt þörfina fyrir vistun handa börnunum. ilatrófið 'fi ■ ! U WÍMmi Mynd/Frikki i 1- í Frístundaheimili fyrir fötluö börn í Reykjavík: Ekki í framkvæmd fyrr en næsta haust ■ Undirbúningur stendur yfir ■ Ekki jafnræði meðal barnanna ■ Foreldrar hætta að vinna Eftir Heiðu Björk Vigfúsdóttur heida@bladid.net Börnum með fötlun, sem eru í 5. til 10. bekk grunnskóla, mun standa til boða vistun eftir skóla næsta haust í Reykjavík. Foreldrar þessara barna hafa haft litlar bjargir og í mörgum tilfellum hefur annað foreldrið þurft að minnka við sig vinnu og jafnvel hætta, samkvæmt Hrefnu Haraldsdóttur, foreldraráðgjafa hjá Sjónarhóli. Vilja rjúfa félagslega einangrun I lok síðasta árs var ákveðið að bjóða öllum fötluðum börnum upp á frístundaheimili sem nú er einungis í boði fyrir börn í 1. til 4. bekk í almennum grunnskólum. ÍTR hefur verið falið að undirbúa frístundaheimilin fyrir Reykja- víkurborg samkvæmt Soffíu Páls- dóttur, skrifstofustjóra skrifstofu tómstundamála ÍTR. „Við stefnum að því að vera komin með þessa þjónustu næsta haust,“ segir Soffía. „Við erum núna í næstu viku að fara að leggja fram könnun meðal foreldra þessara barna til að kanna hverjar þarfirnar eru. Fjár- magn fyrir verkefnið er komið en núna eigum við eftir að útvega hús- næði, starfsmenn og akstur.“ Samkvæmt Soffíu eru 177 börn á þessum aldri í Reykjavík sem gætu nýtt sér þetta úrræði í haust og verða hafðar nokkrar stöðvar í borginni. „Með þessu verður reynt að rjúfa þessa félagslegu einangrun sem þessir krakkar lenda svo mikið í. Þetta var stórt skref sem þarna var tekið. “ Hafa gefist upp á skólunum Öskjuhlíðarskóli og Safamýrar- skóli eru þeir einu í Reykjavík sem hafa vistun fyrir börn upp í 10. bekk. Hrefna hjá Sjónarhóli segir fá úrræði fyrr í boði fyrir þau sem ganga í aðra skóla. „Foreldrar hafa hreinlega gef- ist upp á því að vera með barnið í al- mennum skóla,“ segir Hrefna. „Jafn- ræðis hefur ekki verið gætt varðandi þjónustuna eftir því hvort barnið er í almennum skóla eða sérskóla. Það er hins vegar mjög mikilvægt. Hvar sem barnið er á það að fá sömu þjón- ustuna. Fólk á ekki að þurfa að velja þennan skóla eða hinn bara eftir þjónustunni sem er í boði.“ Erla Gunnarsdóttir, skólastjóri Safamýrarskóla, segir það jákvætt að yfirvöld hafi séð og viðurkennt þörfina fyrir vistun handa börn- unum. „Það er skelfilegt að öllum fötluðum börnum skuli ekki vera tryggð vistun eftir skóla því að þörfin minnkar ekkert þó þau eld- ist. Fyrir þessa nemendur þá er ekki hægt að hætta eftir fjórða bekk. Þau þurfa þessa þjónustu áfram og fjöl- skyldurnar þurfa líka á því að halda að börnin fái þessa þjónustu.“ Kostar blóð, svita og tár Bryndís Snæbjörnsdóttir er móðir 10 og 12 ára gamalla daufdumbra stelpna en þær misstu heyrn þegar þær voru um 5 ára og sjón um 7 ára. Við stefnum að því að þjón- ustunni næsta haust Soffía Pálsdótfir, hjá ITR Sú eldri er nú orðin ósjálfbjarga í hjólastól. Bryndís var í fullu starfi þangað til í fyrrahaust þegar hún fór í hlutastarf en hefur nú hún hins vegar þurft að hætta alveg að vinna til að sjá um stelpurnar sínar. „Ég hefði viljað sjá þetta fyrir löngu síðan. Ef þeim hefði staðið til boða vistun þá hefði ég hugsan- lega getað verið í fullri vinnu. Ég er ekki í neinum vafa um það að þótt ég vildi vera í einhverju starfi eða eiga mér eitthvert líf þá hefði ég ekki val um það. Við sem eigum börnin erum sjálfskipuð í þetta umönnunarhlutverk.“ Stelpurnar tvær eru í almennum skóla og fylgja þær námskrá bekkjar- ins. „Það er búið að kosta blóð, svita og tár að ná því í gegn. Þær standa sig ágætlega námslega séð en ekkert sérstaklega vel félagslega myndi ég segja.“ Bryndís segir það hugsanlegt að þær væru sterkari félagslega ef þær hefðu aðgang að frístundaheimili eftir skóla. „Venjuleg börn á þessum aldri geta bjargað sér og farið heim eftir skóla. Foreldrar fatlaðra barna senda þau ekki bara heim með lykil. Önnur börn geta líka farið sjálf og spurt eftir vinum sínum. Það geta stelpurnar mínar ekki gert.“

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.