blaðið - 27.02.2007, Síða 8

blaðið - 27.02.2007, Síða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2007 blaóið Pakistan: Cheney í heimsókn Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, mætti í óvænta heimsókn til Pakistans í gær og ræddi við Pervez Musharraf, forseta landsins. Cheney hvatti Pakistana til að taka betur á talibönskum uppreisnarmönnum nærri afgönsku landamærunum, en hrósaði Pakistönum jafnframt fyrir þátt sinn í stríðinu gegn hryðjuverkum. Eftir viðræð- urnar hélt Cheney til Kabúl, höfuðborgar Afganistans, til viðræðna við Hamid Karzai, for- seta Afganistans. Formaður Vinstri grænna: Utilokar ekki samstarf við Sjálfstæðisflokk ■ Rétt afstaða ■ Mest gerjun í umhverfismálum ■ Óákveðnir oftast í miðju Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@bladid.net „Ég hugsa að þeir geti vel unnið saman. Ég held að það sé rétt hjá Vinstri grænum að útiloka ekki sam- starf við Sjálfstæðisflokkinn," segir Einar Mar Þórðarson, stjórnmála- fræðingur og forstöðumaður Félags- vísindastofnunar Háskóla íslands. Á landsfundi Vinstri grænna um helgina sagði Steingrímur J. Sigfús- son, formaður flokksins, stjórn stjórnarandstöðuflokkanna aug- ljósan fyrsta kost. Það þýddi hins vegar ekki að hann væri að útiloka samstarfvið Sjálfstæðisflokkinn. „Flestar nýjar kannanir benda til að stjórnin og stjórnarandstaðan séu svipaðar að stærð og að það verði tæpur meirihluti. Það er ólíklegt að í þeirri stöðu haldi ríkisstjórnin áfram eða að stjórnarandstaðan taki beint við. Þá er auðvitað likleg- asti kosturinn að Sjálfstæðisflokk- urinn fari annaðhvort í samstarf við Vinstri græna eða Samfylk- inguna og að sjálfsögðu vill Stein- grímur ekki útiloka það,“ segir Einar Mar. Vakning um umhverfismál Einar kveðst gera ráð fyrir þvi að mikil umræða sé innan Sjálf- stæðisflokksins um umhverfismál. „Þeir finna það eins og aðrir að það er að verða ákveðin vakning í þjóðfélaginu um umhverfismál og þeir eru að bregðast við þvi. Þarna eru komnir kandídatar sem eru áberandi og hafa skilgreint sjálfa sig sem hægri græna. Illugi Gunn- Stjórnarand- staðan augljós --*§ „ j fyrstikostur arsson fer þar til dæmis fremstur í flokki," bendir Éinar Mar á og bætir því við að almennt hafi verið mikil gerjun hjá hægriflokkum í umhverfismálum. Einar Mar segir hægrimenn almennt vera að hugsa þessi mál upp á nýtt og út frá sínum forsendum. „Ihaldsflokkurinn í Bretlandi er kannski kominn lengst í þessum efnum. Mesta gerjunin í hægri hugmynda fræðinni er í umhverfismálum." Steingrímur J. Slgfússon, formaður Vinstri grænna Mikillbyrí seglum Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vinstri grænna Kjósendur á miðju óákveðnir Samkvæmt nýlegum skoðanakönn- unum eru margir óákveðnir. „Það er sameiginlegt með öllum könnunum sem eru að birtast núna og það er Alþjóðadómstóllinn í Haag: núnagetur þu gefið afganginn tilgóðgerðamála Kláraðu málið hjá ráðgjöfum í næsta útibúi, í Þj UÐ-AKTÍN FXTRA Heldur liðunum liðugum! tS) W) heilsa SkfHH -haföu þaö gott Serbar ekki sekir Æðsti dómstóll Sameinuðu þjóð- anna sýknaði í gær Serba af því að bera ábyrgð á þjóðarmorði í stríð- inu á Balkanskaga á síðasta ára- tug. Alþjóðadómstóllinn í Haag í Hollandi úrskurðaði hins vegar að Serbar hefðu brotið alþjóðalög með því að hafa mistekist að koma í veg fyrir fjöldamorðin í Srebrenica árið J995. þar sem um átta þúsund músl- ímar voru teknir af lífi. Bosníumenn sóttust eftir því að Serbar myndu greiða marga millj- arða í skaðabætur vegna þjóðar- morðsins. Málið er hið fyrsta sinnar tegundar þar sem ríki er ákært fyrir þjóðarmorð, en nokkrir einstak- lingar hafa þegar verið dæmdir fyrir þjóðarmorð í Bosníu. Rúmlega íoo þúsund manns létust í stríðinu sem stóð frá árinu 1992 til 1995 og varð kveikjan að upplausn Júgóslavíu. Múslímar í Bosníu og Króatar vildu slíta tengslin við stjórnvöld í Belgrad, en Bosníu-Serbar mót- mæltu þeirri fyrirætlan harðlega á sínum tíma. Réttarhöld í málinu hófust fyrir um ári og hafa dómarar ráðið ráðum sínum frá því að yf- irheyrslum lauk í maímánuði sið- astliðnum. Bosníumenn héldu því fram að ráðamenn í Belgrad hefðu kynt undir hatri á ákveðnum þjóð- ernishópum, séð Bosníu-Serbum fyrir vopnum og tekið virkan þátt í fjöldamorðunum. Serbar sögðu hins vegar stríðið vera innanrík- isdeilu milli þjóðernishópa og að stjórnvöld hafi ekki tekið neinn þátt í drápum á almennum borgurum. Forseti réttarins sagði að það um þjóðarmorð væri niðurstaða dómara að ekki væri hægt að rekja þjóðarmorðin í Srebrenica til stjórnvalda í Belgrad. Dómurinn úrskurðaði hins vegar að ráðamenn hefðu brugðist skyldum sínum og brotið alþjóðalög með því að hafa ekki tekist að koma í veg fyrir fjöldamorðin og refsa þeim sem ábyrgð báru á voðaverkunum. Þá var skaðabótakröfum Bosníu- manna hafnað. Múslímar í Bosníu lýstu yfir óánægju sinni með niðurstöðu rétt- arins og fjölmargir mótmæltu fyrir utan Friðarhöllina í Haag eftir að niðurstaðan lá fyrir. Dómstóllinn fór fram á það í gær að serbnesk stjórnvöld framseldu Ratko Mladic, hershöfðingjann sem stjórnaði fjöldamorðunum í Srebrenica, þegar í stað. Serbar segja að þeim hafi ekki tekist að handtaka Mladic, en saksókn- arar Sameinuðu þjóðanna segja að Mladic hafi tekist að forðast handtöku með aðstoð serbneskra öryggissveita. Hersveitum Atl- antshafsbandalagsins hefur sömu-

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.