blaðið - 27.02.2007, Page 9

blaðið - 27.02.2007, Page 9
blaöiö ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2007 9 Steingrímur Leiðtogi Vinstri grænna útiiokar ekkert. spurning hvort Vinstri grænum tekst að ná til þessara óákveðnu. Reynslan sýnir að þeir eru oft og tíðum miðjukjósendur." Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vinstri grænna, segir flokkinn ekki geta verið annað en ánægðan með niðurstöður kannana. „Þær sýna að við höfum mikinn byr í seglum. Ég er allavega vongóð með framhaldið en tek þessu bara með ró og sé hvað kemur á daginn 12. maí.“ Katrinu sýnist stefna í að umhverf- ismálin geti orðið aðalmálið í kosn- ingabaráttunni sem framundan er. „Það eru allir flokkar búnir að setja þau á dagskrá og það er náttúrlega barajákvætt.“ Vinstri grænir vilja að frekari stór- iðjuframkvæmdir verði stöðvaðar og þannig verði náttúrunni gefin grið og efnahags- og atvinnulífinu veitt svigrúm til að jafna sig eftir þenslu undanfarinna ára. Vinstri grænir ætla að friðlýsa mikilvæg svæði og taka frumkvæði í loftslagsmálum á alþjóðavettvangi. Sióræningjar á ferð Enn hafa engar frettir borist af tolf manna ahöfnmm. Nordicphotos/AFP m Sómalía: Skipi Sameinuðu þjóðanna rænt Sjóræningjar rændu MV Rozen, vöruflutningaskipi á vegum Sam- einuðu þjóðanna, undan ströndum Sómalíu í gær. Skipið lá við akkeri eftir að hafa komið hjálpargögnum til svæða í norðausturhluta lands- ins þegar ræningjarnir réðust til atlögu. Enn sem komið er hafa sjóræn- ingjarnir ekki sett fram neinar kröfur og engar fréttir hafa bor- ist um hvort einhver í tólf manna áhöfn skipsins hafi særst. Sjórán hafa verið algeng við strendur Sóm- alíu, en eftir að íslamistar náðu tökum á landinu dró skyndilega úr þeim. Stjórnarher Sómalíu tókst að hrekja íslamista frá landinu með aðstoð Eþíópíuhers í desember síðastliðnum. á P c n 1/ n i—»u I l|\. 'c i G£i L! R F G R R G! R R eða gefðu hann til góðgerðamála nustuveri í síma 440 4000 eða á www.glitnir.is. leiðis ekki tekist að hafa hendur í hári Radovans Karadzic, leiðtoga Bosníu-Serba í stríðinu. Karadzic og Mladic hafa báðir verið ákærðir fyrir stríðsglæpi. Úrskurður Alþjóðadómstólsins er talinn vera mikilvægur áfangi fyrir Serba í þeirri viðleitni að ger- ast aðili að Evrópusambandinu. Boris Tadic Serbíuforseti hvatti serb- neska þingið í gær til að samþykkja ályktun þar sem morðin í Srebrenica eru fordæmd. Tadic sagðist vona að slík ályktun gæti bætt samskiptin milli nágrannaríkjanna tveggja. Vaxandi vandi í bílastæöahúsum: • • Okumenn taka tvö stæði Notkun á bílastæðahúsum hefur aukist töluvert og nú er ekki lengur hægt að ganga að stæðum vísum í húsunum. Á meðan notkunin hefur aukist hefur jafnframt borið meira á því að ökumenn leggi hirðuleysis- lega og taki fleiri en eitt stæði undir bifreið sína. „Vandinn hefur vaxið töluvert á síðustu tveimur árum jafnhliða aukinni notkun á bílastæðahús- unum. Við getum lítið annað gert en að biðja ökumenn um að draga úr hirðuleysinu og leggja á milli lín- anna sem settar eru,“ segir Stefán Haraldsson, forstöðumaður Bíla- stæðasjóðs Reykjavíkur. Stefán biður ökumenn um að sýna kurteisi og leggja innan merktra stæða. „Þetta er orðið frekar hvim- leitt í húsunum en heimild er fyrir því að rukka utanhúss fyrir svona lagað. Ástandið hefur versnað til muna eftir að erfiðara varð að fá stæði inni og þetta er farið að fara í taugarnar á fólki,“ segir Stefán.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.