blaðið - 27.02.2007, Síða 14

blaðið - 27.02.2007, Síða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2007 blaðið Falleg - sterk - náttúruleg S<STRÖND ' EHF. Suðurlandsbraut 10 Sími 533 5800 www.simnet.is/strond Eltak sérhæfír sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum mesta úrval á íslandi af smáum og stórum vogum Stelpur, verðið þið ekki að reyna betur? Kynbundið misrétti er stað- reynd á íslandi. Birtingarmyndir þess eru auðvitað misjafnar. Vel þekkt er staðreyndin um launa- mun kynjanna og margir þekkja einnig hversu lágt hlutfall kvenna er í stjórnum fyrirtækja. Við hæfi er loks að nefna hlut kvenna á Al- þingi, nú á kosningaári. Viðurkenn- ing stjórnmálamanna á misréttinu virðist vera orðin útbreidd meðal allra flokka, a.m.k. í einhverri mynd. En er jafn breið samstaða um aðgerðir? Vilja allir stjórna- málaflokkar aðgerðir? Þau sem eru hægra megin í stjórn- málum eru oftar en ekki þeirrar skoðunar að konur eigi sjálfar að sækja sér aukin völd, til dæmis efnahagsleg völd eða stjórnunarleg völd. Vinstra fólk, róttækir femín- istar, hefur hins vegar haft þá sýn að til að konur öðlist jafnstöðu á við karla þurfi að ráðast að rótum vandans og einkennum hans eða kynjakerfinu sem tryggir körlum meiri völd og áhrif hvarvetna. Konur sækja til að mynda jafn oft um launahækkun og karlmenn en uppskera hins vegar sjaldnar. Þetta er gott dæmi um innbyggt samfélagslegt misrétti kynjakerfis sem veldur því að völd kvenna eru minni. Annað dæmi er að konur í atvinnurekstri mæta síður skilningi lánveitenda en karlar, fá þannig síður fyrirgreiðslu. Breytum þessu! TVívegis hefur þingflokkur Vinstri grænna með Atla Gísla- son í broddi fylkingar flutt þings- ályktunartillögu þar sem lagt er til að nefnd verði stofnuð til þess að móta reglur um kynjahlutföll við ráðningu forstöðumanna ríkisstofnana, ráðuneyta og rík- ishlutafélaga og geri auk þess tillögur um sambærilegar reglur Umrœðan Kynbundið misrétti er staðreynd á íslandi. Gestur Svavarsson hjá sveitarfélögum. Einnig skuli nefndin gefa álit á hvort setja skuli reglur um kynjahlutföll við val og röðun á framboðslistum til Alþingis og sveitarstjórna. Að lokum skuli nefndin leita leiða og setja fram tillögur um hvernig megi fjölga konum í stjórnum fyr- irtækja, lífeyrissjóða og stofnana. Markmiðið er að leiðrétta stöðu kynjanna í stjórnmálum og víðar þar sem ráðum er ráðið í sam- félaginu. Til þess þarf að beita aðgerðum. Mörgum finnst tillögur af þessu tagi of róttækar, að of hart sé fram gengið. Helst eru nefnd þau rök að það sé rangt að ganga fram hjá hæfum karli og velja konu bara vegna kyns hennar. Þeir sem taka undir slík rök eru um leið að halda því fram að konum henti síður stjórnunarstörf, að konur eigi síður skilið launa- hækkun o.s.frv. Því með þessum rökum má segja að karlar upp- skeri í samræmi við hæfi og hljóti einfaldlega að vera hið æðra kyn fyrst þeir eru í meirihluta stjórn- unarstaða í einkageira og í stjórn- málum. Engin kona hafi hingað til verið þess verðug að gegna starfi forsætisráðherra eða seðla- bankastjóra. Varla er nokkur til í að skrifa upp á slíka fásinnu. Aðgerðir! Til þess að breytingarnar eigi sér stað, til þess að konur fái sömu samfélagslegu tækifæri og karlar, þá þarf aðgerðir. Til þess að börnin okkar, sérstaklega stelpurnar, þurfi ekki að upplifa þennan kjánalega raunveruleika nema sem hluta af vonandi fjar- lægri fortíð, þá þurfum við að- gerðir, við þurfum breytingar. Við getum byrjað að breyta þann 12. maí. Höfundur skipar 3. sæti á lista Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi Hafdu samband m ELTAKs Vinaleið í Síðumúia 13, sfmi 588 2122 www.eltak.is Vinaleið Þjóðkirkjunnar hefur nú um nokkra hríð verið við lýði í grunnskólum Garðabæjar. Þar sem ég er íbúi í því ágæta sveitarfélagi og á dóttur sem mun fara í almennan grunnskóla næsta haust hef ég ákveðnar efasemdir um Vinaleiðina. Garðabær hefur staðið í fremstu röð í skólamálum á landsvísu og er eftirsóttur af fjölskyldufólki vegna þess. Skólayfirvöld hafa verið óhrædd að fara ótroðnar slóðir og hafa verið fyrirmynd annarra sveit- arfélaga. Því rak mig í rogastans þegar ég kynnti mér svokallaða Vinaleið sem er nú við lýði í grunn- skólum í Garðabæ. Ég fæ ekki betur ógöngum séð en að grunnskólalög séu brotin sem og aðalnámskrá grunnskóla. I grunnskólalögum segir að ekki megi mismuna nemendum vegna trúarbragða. Með tilkomu Vina- leiðar er verið að brjóta á öllum nemendum (og foreldrum) sem ekki tilheyra Þjóðkirkjunni. Að hafa full- trúa Þjóðkirkjunnar starfandi inni i skólunum er alveg sambærilegt við það að hafa t.d. fulltrúa Votta Jehóva starfandi þar. Það virðist stundum gleymast að Þjóðkirkjan er eitt fjöl- margra trúfélaga á íslandi. Trúarbrögð eru persónuleg og snúa að einkalífi einstaklinga og fjölskyldna. Það er ekki í verkahring Getur verið að Vinaleiðin sé grundvöllur eineltis gegn bami? Umrœðan Elín Þórhallsdóttir skólanna að fara inn á þetta svið. Fólk sækir sín trúfélög eftir sínum þörfum og sinni sannfæringu. Það er mitt hlutverk sem foreldris að ala dóttur mína upp í þeirri trú sem ég Hinar vinsælu dönsku bókahillur komnar aftur Tekk - Kirsuberja - Hlynur Hringiö og biðjið um mynda- og verðlista Kjör sjómanna 1 upphafi kjörtímabilsins lagði Geir Haarde fram frumvarp á Al- þingi um að sjómannaafslátturinn yrði lagður niður á nokkrum árum. Ef Geir Haarde hefði náð fram þess- ari tillögu hefði hann skert kjör sjómanna um vel á annan milljarð króna árlega. Geir Haarde varð ekki að þeirri ósk sinni að skerða kjör sjómanna í atlögunni að sjómannaafslætt- inum þrátt fyrir dyggan stuðning Péturs Blöndals. Það er rétt að rifja það upp að um leið og hætt var við boðaða skerðingu tók Geir Haarde það fram að hann hefði ekki brey tt þeirri grundvallarskoðun sinni að það bæri að afnema sjómannaaf- sláttinn og það yrði gert þótt síðar yrði ef hann fengi einhverju ráðið. Sjómenn verða að búa sig undir enn eina atlöguna að sjómanna- afslættinum ef ríkisstjórn Fram- sóknar- og Sjálfstæðisflokks heldur velli. Það er einkar athygl- isvert að þessi atlaga forsætisráð- herra að sjómannaafslættinum var gerð í nafni jafnræðis en nú, nokkrum árum síðar, vill sami maður fella niður alla skatta af auð- mönnum landsins í nafni Islands „best í heimi“ og fella þannig niður Jk Sjómenn geta treyst því fullkom- m | lega að Frjáls- lyndi flokkurinn mun tryggja kjör Umrœðan Sigurjón Þórðarson skatta sem svara til margfalds sj ómannaafsláttar. Það er greinilegt að fsland Sjálf- stæðisflokksins á ekki að vera gott fyrir sjómenn landsins. Ekki er einungis boðið upp á eitt versta fiskveiðistjórnunarkerfi í heimi þar sem margfalt hærri upphæð er varið til þess að hafa eftirlit með sjó- mönnum landsins en smygli á ólög- legum fíkniefnum til íslands, heldur er líka vegið að stéttinni á þessum vettvangi. Á máli sjávarútvegsráðherrans, Einars Kristins Guðfinnssonar, á Al- þingi fyrir skömmu var að heyra að það kæmi honum nánast ekkert við að sjómenn sem sækja á minnstu bátunum væru án kjarasamnings. I þessu sambandi er rétt að minna á kýs. Fulltrúi trúfélags í skólanum er aldrei hlutlaus. Nýlega var farið af stað með átak gegn einelti í skólum í Garðabæ. Getur verið að Vinaleiðin sé grund- völlur eineltis gegn barni ef það til- heyrir ekki Þjóðkirkjunni? Ef einn er ekki eins og hinir? Ég er viss um að Vinaleið hefur verið hrundið af stað í góðum til- gangi en hugsanlega í fljótfærni. Von- andi hugsa skólayfirvöld og umsjón- arfólk Vinaleiðar þetta upp á nýtt og færa skólastarfinu í Garðabæ frið og jafnrétti. Höfundur er íbúi í Garðabæ Enn ein atiagan „Sjómenn verða að búa sig undir enn eina atlöguna að sjómanna- afslættinum efríkisstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks heldur velli." að í eina tíð fór fram mikil umræða í samfélaginu um að það væri ótækt að blaðberar störfuðu án nokkurra réttinda. Ráðherrar tóku undir að bæta þyrfti úr réttleysi blaðbera, Davíð Oddsson vandaði um við fjár- málaráðherrann Friðrik Sophusson og ekki veit ég betur en að Morgun- blaðið hafi tryggt blaðberum full réttindi með samningum við VR. Sjómenn geta treyst því fullkom- lega að Frjálslyndi flokkurinn mun tryggja kjör sjómanna, auka atvinnu- frelsi í sjávarútvegi til mikilla muna og gera nýliðum kleift að hasla sér völl í útgerð. •Höfondurer Þmgmaður FrjáTtílyricta-ftdkksin?

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.