blaðið - 27.02.2007, Síða 16

blaðið - 27.02.2007, Síða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2007 blaöiö fólki folk@bladid.net HEYRST HEFUR FYRRUM ritstjóri Blaðsins, Sig- urjón M. Egilsson, nú ritstjóri DV, virðist enn þá heillaður af Blaðinu, ef marka má heimasíðu hans. Þar er tenglasafn með undirflokkinn: Fjöl- miðlar. 1 þeim flokki er þó aðeins einn fjölmiðill. Jú, að sjálf- sögðu Blaðið KVENMANNSTÁRIN eru vart þornuð eftir brottför Jude Law, þegar kollega hans úr kvikmynda- heiminum, Vin Diesel, boðar komu sína hingað til lands. Hið húðflúraða vöðvastælta viðundur mun að öllum líkindum taka upp bíómynd hér á landi, ef aðstæður leyfa. Þá er bara spurning hvaða íslenska snót muni hafa ofan af fyrir flúraða flykkinu á meðan og komast fyrir vikið á síður heimspress- unnar... BJÖRN Þortáksson er fréttamaður Stöðvar 2 á Akureyri. Hann flutti nokkrar fréttir af brottvikningu pörupilta frá Laugaskóla á dög- unum, sem sviptu unga stúlku frelsi og námu hana á brott úr koju sinni. Þótti Björn ábúðarfullur í fréttaflutningi sínum, enda málið grafalvarlegt. Þó má til gamans geta að gefnu tilefni, að Björn lét vísa sér úr sama skóla fyrir mörgum árum fyrir inn- brotstilraun inn 31 0» á kvennavistina með hjálp bruna- HVAÐ Heldurðu að óvænt fylgi Kvenna^ fii^nst listans muni skemma fyrir VG?, ÞER? „Nei, vaffið stendur fyrir vorið í íslenskum stjómmálum sem er í vændum hjá Vinstri grænum." Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs , Vinstri grænir hafa fengið úthlutaðan listabókstafinn V fyrir ' næstu alþingiskosningar, sem áður stóð fyrir Kvennalistann. 4 Voru Vinstri grænir áður með listabókstafinn U og olli það mis- h skilningi hjá allmörgum kjósendum í liðnum alþingiskosningum. Gegnsýrður af Strumpunum Eftir Trausta Salvar Kristjánsson traustis@bladid.net Sigurður Ásgeir Arnarsson Olsen hefur tólf ára tónlistarmenntun að baki í klassískum pianóleik. Hann er 18 ára gamall nemandi á náttúru- fræðibraut í Kvennaskólanum. En Sigurður er einnig söngvari i Ultra Mega Technobandinu Stefáni. Sig- urður spjallaði fúslega við fulltrúa Blaðsins þrátt fyrir kvefpest og reyndi meðal annars að útskýra nafngift sveitarinnar. „Ja sko, hvað á ég að segja núna. Ehm, já við vorum að spila yatzi í vindmyllu á Krímskaga þegar inn kemur Stefan Schwartzer, fyrirliði heimsmeistara Þjóðverja í handknattleik. Hann boð- aði boðskap sinn um teknóbönd og gerði það á últramega flottan hátt. Þannig er nú nafnið tilkomið," sagði Sigurður, hraðlyginn með endemum. Sveitin er skipuð fimm ungum sveinum sem allir eru æskuvinir. Til- urð hljómsveitarinnar er jafn óhefð- bundin og nafn hennar. Gefum Sig- urði aftur orðið: „Við vorum á íþróttamóti í Vík í Mýrdal. Þetta var sumarið 2005. Við gistum auðvitað í tjaldi eins og okkar er von og vísa. Talið berst einhvernveg- inn að stofnun teknóbands og var það svo ákveðið á staðnum. Hvað hljóð- færaskipan varðaði þá leystist það með hverjum þeim sem labbaði inn í tjaldið hverju sinni. Reyndar kunni enginn þeirra á hljóðfæri en það leyst- ist með tíð og tíma. Ég henti tveimur á hljómborðið og einn kunni eitt grip á gítar. Og það er auðvitað miklu meira en nóg,“ sagði Sigurður kankvis. Sveitin spilaði á siðustu Airwaves- tónleikum svo sómi þótti að. I kjöl- farið brá sveitin sér út fyrir landstein- ana, nánar tiltekið til Noregs. „Við spiluðum á Gauki á Stöng fyrir Airwaves-tónleikana hérna heima. Það voru tvímælalaust okkar bestu tónleikar. Þarna var samsafn af allskonar liði og múgurinn skapaði ákveðna stemningu sem verður að teljast hvað einlægust í minningunni. Okkur var síðan boðið út til Noregs ásamt Lay Low og hljómsveitinni Reykjavík!. Það var mikið fjör. Þar sem við erum ekki nægilega gamlir til að hljóta aðgang að flestum knæpum og vínveitingastöðum þá fengum við móður eins hljómsveitarmeðlims til þess að reynast okkur stoð og stytta í ferðinni. Hún stóð pliktina alveg per- fect vel. Annars vorum við mest bara að éta kex og fara í bió. Þá voru norskir fjölmiðlar yfir sig hrifnir af okkur og það birtist til dæmis heilsíðugrein um okkur í einhverju blaðanna þarna úti. Þannig að við erum alveg sáttir.“ Strákarnir eru allir á aldrinum 16-18 ára. Þeir spila einungis frum- samin lög og eiga sér eina fyrirmynd helsta í tónlistinni, en það eru... „... Strumparnir. Alveg klárlega. Þegar við vorum 8-9 ára gamlir þá hlustuðum við mikið á barna- efni með Strumpunum, sem við síðar uppgötvuðum að hefði gegn- sýrt heilann á okkur. Þetta var eitt- hvað svona heavy Ibiza-dæmi sem skemmdi okkur alla og er tónlistin afleiðing þess.“ Sigurður segist ekki viss um á hvaða stigi hann sé í klassískum pí- anóleik. Hann segir þó menntunina hjálpa sér í tónlistinni. „Ég veit ekkert hvaða stig ég er bú- inn með. Ég er samt búinn að vera í þessu í 12 ár. Held að mamma geti betur svarað þessu, hún rammar þetta allt saman inn. Annars er gott að hafa þessa þjálfun að baki. Ég veit ekki hvort áhrifa Chopins eða Rach- maninoffs gætir hjá okkur en ég get allavega spilað þá!“ segir Sigurður af stökustu hógværð. Það er nóg framundan hjá þessum hæfileikaríka pilti. „Já, það eru hlutir að gerjast hjá Ultra Mega Technobandinu Stefáni og aldrei að vita nema við gefum eitthvað út bráðlega, enda eigum við nóg af efni. Annars stefni ég á að fara í Listaháskólann á diploma- braut og samhliða því mun ég nema fræðin í djasspianóleik. Maður verður jú að geta gert allt!“ sagði Sig- urður í lokin. Ef lesendur vilja kynna sér hljóm- sveit Sigurðar betur, bendum við á eftirfarandi slóð: http://myspace. com/umtbs BLOGGARINN... Yfirvald alnetsins... „Steingrímur J. og Vinstri grænir vilja setja á stofn netlögregluemb- ætti. Þetta er líklega ein óhugguleg- asta hugmynd sem ég hef heyrt í stjórnmálum á Islandi. Björn Bjarna- son meö sínar leyniþjónustur fölnar í samanburði. Kína, anyone?" Guðtnundur Steingrímsson gummisteingrims.blog.is ... umferðarlögregla upplýsingahrað- brautarinnar... „Menn eru ekki alveg vissir um hvort hlátur eða grátur sé betur við hæfi eftir yfirlýsingar Steingríms J. Sig- fússonar, formanns VG, ÍSilfri Egils í gær. Hvaða skilaboð varhann að færa netnotendum nútímans og fram- tíðarinnar? Var þetta snemmbúið 1. apríl atriði? Síðbúið áramótaskaup VG? Hallól! Netlögga? I hvaða veruleika verða svona martraðir að veruleika? Má rifja upp bækur á borö við „1984“ eða „A Brave New World“? Steingrímur Robocop Sigfússon? Þegar stórt er spurt... “ Sævarr Ólafsson saevarr.blog.is ... netlögga „/ gær var dagurinn sem VG varð afturað 10% flokki. Það gerðist þegarAgli Helgasyni tókst glottandi og lúmskur að veiða það upp úr foringjanum að hann myndi gjarnan koma upp „netlögreglu". Steingrím- ur var auðvitað of heyrnarlaus af jarmi jákórs helgarinnar og móður- sjúku helgislepjunni síðustu daga til að fatta hvaða fasísku vitleysu hann var að láta út úr sér. Einmitt, netlöggu! Svona eins og í Kína. Og banna svo bara allt klám. Svona eins og ÍMið- austurlöndum. Vei frábært." m Gunnar Lárus Hjálmarsson this.is/drgunni Su doku 9 1 8 4 7 9 8 1 3 6 9 1 7 3 2 9 6 9 4 6 4 5 1 7 5 6 7 8 7 5 2 Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1 -9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Æ fyrirgefðu. Hann er nýbyrjaður í karate Inc./dist. by United Media, 2004 HERMAN' eftir Jim Unger

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.