blaðið - 27.02.2007, Side 21

blaðið - 27.02.2007, Side 21
blaðið ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2007 29 Nýsköpun verðlaunuð Fimm verkefni eru tilnefnd til Nýsköpunarverðlauna forseta íslands sem verða afhent á Bessastöðum á morgun. Verk- efnin eru af ýmsum toga og fjallar eitt til dæmis um áhrif aldurs á utangenamerki mannsins, annað um nýsköpun í sýndarverum og enn eitt um þráðlausa mælingu stökkkrafts. Þá eru einnig tilnefnd verkefni sem gengu út á hönnun og smíði nýrra tækja. Rafmagns- flugan er verkfæri til að draga snúrur og leiðslur í röralagnir og Geo-breeze er handþurrka sem byggir að langmestum hluta á hitun með hitaveituvatni í stað hefðbundinna rafmagnsvíra. Nýsköþunarverðlaun forseta íslands eru árlega veitt þeim námsmönnum sem hafa unnið framúrskarandi starf við úrlausn verkefnis sem styrkt var af Nýsköpunarsjóði námsmanna. Markmið sjóðsins er að stuðla að nýsköpun jafnt fyrir atvinnulíf sem á fræðasviði. Fyrir sumarið 2006 bárust sjóðnum alls 277 umsóknir um styrki. Þar af hlutu 145 verkefni styrk og voru unnin af 156 stúdentum. Dagur ungra fræðimanna Sex ungir fræðimenn munu flytja erindi tengd rannsóknum þeirra á sviði Evrópumála í fundarsal Þjóð- minjasafns Islands á morgun kl. 13. Erindin sem kynnt verða taka á ólíkum þáttum Evrópusamrunans, frá innleiðingu tilskipana ESB á íslandi til rannsóknar þýsks stjórn- málafræðings á afstöðu íslend- inga til Evrópusamrunans. Meðal annars mun Bjarni Már Magnússon flytja erindi um þróun íslenskra hagsmuna í hafrétti eftir lok þorska- stríðanna. Bjarni er ungur lögfræð- ingur sem útskrifaðist á dögunum með meistaragráðu í aþjóðasam- skiptum frá Háskóla íslands. Flutt verður erindi um norrænt samstarf innan Evrópusambandsins, annað um uppbyggingu Evrópuvitundar og loks ræðir doktor í lögfræði evrópskan samningarétt sem gæti haft gífurleg áhrif á ESB- og EES- löndin. Fundarstjóri er Ólafur Þ. Harðarson, deildarforseti félagsvísindadeildar Háskóla Islands. Fundurinn stendur frá kl. 13-16 og um miðbik hans verður gert hlé og gestum boðnar léttar veitingar. Dagskráin er í tilefni dags ungra fræðimanna sem Alþjóðamála- stofnun Háskóla íslands og Samtök iðnaðarins standa að. Dagskráin er öllum opin og aðgangur ókeypis. Væntingar ungmenna vanmetnar Misræmi er á milli niðurstaðna í skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) um náms- og starfsvæntingar íslenskra ung- menna og innlendra kannana um sömu mál. Eitt af hverjum þremur (32,9 pró- sent) fimmtán ára ungmennum á Islandi býst ekki við að stunda störf sem krefjast menntunar við 30 ára aldur samkvæmt skýrslu UN- ICEF. I skýrslunni sem er nýkomin út er fjallað um velferð barna og ungmenna í löndum sem eru efna- hagslega best sett í heiminum. Bjartari mynd I nýjasta vefriti menntamálaráðu- neytisins er bent á að þessi útkoma sé ekki í samræmi við þau gögn sem ráðuneytið og Námsmatsstofnun hafa undir höndum og gefa mun bjartari mynd af væntingum ís- lenskra ungmenna til frekari mennt- unar og framtíðarstarfa. Nær allir nemendur 10. bekkjar sjá fyrir sér að fara í störf sem krefj- ast umtalsverðrar menntunar sam- kvæmt könnunum sem Námsmats- stofnun hefur lagt fyrir úrtak bekkja i kjölfar samræmdra prófa. Um 76 prósent nemenda í 10. bekk stefndu á háskólanám samkvæmt niðurstöð- um könnunar Námsmatsstofnunar. Þá hefur ásókn ungs fólks í mennt- un á æðri stigum aukist á undanförn- um árum. Það kemur fram í skýrsl- unni Ungt fólk 2006 sem byggð er á könnun meðal nemenda í 9. og 10. bekk grunnskóla vorið 2006. Byggt á gömlum tölum Nánari skoðun á UNICEF-skýrsl- unni leiddi í ljós að tölurnar sem gefnar eru upp eiga rætur sínar að rekja í alþjóðlegu PISA-könnuninni frá árinu 2000. Svipaðar kannan- ir voru gerðar á síðasta ári og árið 2003. Ekki liggja fyrir niðurstöð- ur könnunarinnar sem gerð var í fyrra en árið 2003 sögðust hátt í 80 prósent nemenda telja að þeir muni vinna störf sem krefjast fag- eða háskólamenntunar. NAMSKEIÐ STARFSNAM Nám sem virkilega hefur skilað árangri. Lögð er rík áhersla á að styrkja einstaklinginn, þjálfa hann í verki og sjálfstæðum vinnubrögðum. Skrifstofu- og tölvunám - 258 st. 19.3 til 30.5 | Alla virka morgna ALMENNT TÖLVUNAM Tölvan er stór og ört vaxandi þáttur í daglegu lífi fólks og í rekstri fyrirtækja. Því er símenntun einstaklingsins oft það forskot sem ræður úrslitum við ráðningu starfsfólks. EDCL tölvunám fyrir byrjendur - 78 st. 11.4 til 23.5 | Tvö kvöld í viku ECDL tölvunám fyrir byrjendur - 78 st. 27.3 til 24.5 | Tvo morgna í viku Tölvunám - Fyrstu skrefin - 36 st. 5-21. mars | Tvö kvöld í viku Tölvunám - Fyrstu skrefin - 36 st. 8-27. mars | Tvo morgna í viku BÓKHALDSNÁM í bókhaldsnámi NTV er lögð áhersla á að kenna vel öll grunnhugtökin og vinnubrögð við bókhald. Kennt er á Navision tölvubókhaldskerfið sem mjög víða er notað. Grunnnám í bókhaldi - 108 st. 29.3 til 4.5 | Alla virka daga Grunnnám í bókhaldi - 108 st. 11.4 til 21.5 | Tvö kvöld í viku og fh. á lau. MARGMIÐLUN OG GRAFÍK NTV er í forystu hvað varðar kennslu í grafík og margmiðlun. Þessi námskeið eru frábær undir- búningur fyrir þá sem hyggja á frekara nám eÖa vilja starfa á sviði margmiðlunar og/eða gerð kynningarefnis. Photoshop Expert - 96 st. 11.4 til 21.5 | Tvö kvöld í viku Dreamweaver - HTML - 72 st. 13.3 til 14.4 | Tvö kvöld og f.h. á lau. Dreamweaver - gagnagrunnur - 84 st. 17.4 til 24.5 | Tvö kvöld og f.h. á lau. Photoshop grunnnám - 30 st. 8.5 til 24.5 | Tvö kvöld í viku Photoshop grunnnám - 30 st. 15.5 til 31.5 | Tvo morgna í viku Myndbandavinnsla - Premiere - 36 st. 6-22 mars | Tvö kvöld í viku SÉRHÆFT DIPLOMA NÁM NTV hefur frá stofnun skólans 1997 lagt mikla áherslu á sérhæft nám, sem tengt er alþjóðlegum prófum, og hefur námið verið í stöðugri þróun enda markmiðið að mæta þörfinni þar sem hún er mest fyrir störf á þessu sviði. Kerfisstjórinn - 180 st. 11.4 til október Tvö kvöld í viku og f.h. á lau. Tölvuviðgerðir - 72 st. 11.4 til 7.5 Tvö kvöld í viku og f.h. á lau. MCP XP netstjórnun -108 st. 19.3 til 7.5 | Tvö kvöld í viku og f.h. á lau. Innritun og skráning í síma 544 4500 og á www.ntv.is nlv. Hlíðasmára 9 - 201 Kópavogur - Fax 544 4501 - skoli@ntv.is

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.