blaðið - 27.02.2007, Side 22

blaðið - 27.02.2007, Side 22
ÞRIÐJUDAGUR 27. PEBRÚAR 200 blaöiö ferdir@bladid.net Frosið vatn á ströndina [ (slendingar eru fæstir vanir miklum hita og þurrki og því geta þeir oröiö ! afar þyrstir á sólarströndum. Mikil álagning er jafnan á drykkjum sem | seldir eru á ströndunum auk þess sem dósir og flöskur hitna fljótt í sólinni. Best er að setja vatnsbrúsa í frysti yfir nótt áður en haldið er á ströndina. Útlensk lög Áður en haldið er í ferðalag til framandi lands getur verið afar gagn- legt að fletta uþþ í og lesa stjórnarskrá landsins og ef til vill fleiri lög. (slenska stjórnarskráin fylgir ekki hérlendum ferðamönnum til útlanda og dýrkeypt getur reynst að gleyma þeirri staðreynd. Manx, mál Manar Á eyjunni Mön í (rlandshafi búa um 80.000 manns, þar af um 26.000 í höfuðborginni Douglas, eða Dool- ish eins og hún er stundum kölluð. Áður fyrr töluðu íbúar eyjarinnar flestir tungumálið manx sem er náskylt gelísku og írsku, en síðasti maðurinn sem hafði manx að móð- urmáli lést árið 1974 og er enska op- inbert tungumál eyjarinnar. Málið lifir hins vegar ennþá þar sem það er kennt í skólum, en sjaldgæft er að fólk tali það sín á milli. Indlandsævintýri Sögufrægar borgir, arfleifð breska heimsveldisins og mikill fjölbreyti- leiki mannlífs og landslags gerir Indland að eftirlætisáfangastað ófárra ævintýraþyrstra ferðalanga. Ferðaskrifstofan Úrval Útsýn býður upp á vorferð til þessa áhugaverða « lands þann 3.-11. apríl og haust- ferð þann 7.-23. nóvember með íslenskri fararstjórn Sigmundar M. Andréssonar. Indland er sjöunda stærsta land í heimi og óhætt er að segja að það sé jafnfjölbreytilegt og það er stórt. Borgarferð til Kanada Heimsferðir bjóða upp á ferð til tveggja vinsælla kanadískra borga 16.-23. ágúst. Um er að ræða ann- ars vegar borgina Quebec, sem er þekkt fyrir sérstaklega blómlegt lista- og menningarlíf, fallega garða og áhugaverðar byggingar. Hin borgin er Montreal sem er nútímalegri með háhýsi innan um m gamlar fallegar byggingar sem tek- ist hefur að varðveita einstaklega vel, fræg breiðstræti, sögufrægar byggingar og urmul skemmtistaða og kaffihúsa. Flogið er (beinu leiguflugi til Montreal og ekið þaðan til Quebéc. Nánar á heimsferdir.is. íslenskir hjúkruxiarfræðinemar: r I mannúðarferð til Keníu í vor Þann 17. maí næst- komandi ætla átta ungar íslenskar kon- ur að fljúga alla leið- ina til Nairobi í Ken- íu og dveljast þar í fjórar vikur. Þessar átta konur eru all- ar nemar á öðru ári í hjúkrunar- fræði í Háskóla íslands og ætla að starfa á heilsugæslustöðvum í einu af fátækustu hverfum borg- arinnar. Blaðið tók hús á tveimur þeirra, þeim Halldóru Ögmunds- dóttur og Lilju Þórunni Þorgeirs- dóttur og fræddist um undirbún- ing og aðdragandann að þessu metnaðarfulla verkefni. „Samtökin Provide Internation- al reka nokkrar heilsugæslustöðv- ar þarna og við förum út á þeirra vegum,“ segir Lilja Þórunn. „Við vorum nokkrar sem byrjuðum að leita að hjálparsamtökum sem við gætum gengið til liðs við og hittum læknanema sem heitir Eyj- ólfur og hefur farið til Nairobi með þessum samtökum. Hann setti okkur í samband við þau og hefur sýnt okkur myndir frá því að hann var þarna þannig að við vitum að vissu leyti við hverju við megum búast.“ Um átta manna hópinn sem hef- ur valist til þessarar ferðar segja þær að innbyrðis hafi stúlkurnar lít- ið þekkst fyrir. „Þetta hefur verið gamall draumur hjá okkur öllum, að fara að vinna við hjálparstörf af þessu tagi og þess vegna erum við núna búnar að mynda hóp sem ætlar að ferðast saman,“ segir Hall- dóra. „Við stöndum í ströngu þessa dagana við að safna styrkjum fyrir ferðinni og það hefur gengið mjög Hópurinn Islensku hjúkrunarfræði- nemarnir sem ætla til Nairobi í mai. hilduredda@bladid.net Konungurinn hylltur Nú er ég búin að vera að ferðast í Taílandi í 12 daga ásamt unnusta mínum og tveimur vinum okkar. Ferðalagið hefur gengið mjög vel ef frá eru talin einstaka moskít- óbit. Þegar við lentum í Bangkok tók heill her af bílstjórum á móti okkur. Þeir voru átta talsins að snúast í kringum okkur, röðuðu farangrinum í bíl- inn og slógu á létta strengi. Þetta voru okk- ar fyrstu kynni af Taílandi og við fundum strax fyrir þeirri miklu glaðværð og þjón- ustulund fólks sem ég hafði heyrt svo mikið um og það er ekki of-. sögum sagt að fólkið hér er yndislegt. Við eyddum fjórum dögum í Bang- kok sem er einstaklega skemmti- leg borg og iðar af lífi hvert sem litið er. Hótelið sem við gistum á er staðsett í Sukhumvit-hverfinu sem er mikið viðskiptahverfi, en hér í borg sér maður flestar hlið- ar mannlífsins; fátækt í bland við ríkidæmi, götusala, skóla- krakka, alls kyns veitingastaði og ur- mul ferðamanna. Það fyrsta sem við tókum eftir úti á götu var að önn- ur hver manneskja var í gulum bol. Við veltum því fyrir okkur hvort þetta Fiiippseyjar væru skólabúningar eða búningar rík- j. isstarfsmanna en síðan fréttum við • ' * að guli liturinn meö gulum lit er litur konungsins og á mánudög- gengt að fólk klæðist bláu, en það um klæðist fólk gulu til að hylla er þó ekki eins áberandi. konunginn. Blár er litur drottn- ingarinnar og á föstudögum er al- Framhald í næstu viku... Nairobi / fátækustu hverfum Nairobi, höfuöborgar Keníu, býr fólk við mikla fátækt og fjölmarg ir eru smitaðir af HlV-veirunni. þessari lífsreynslu. „Við verðum allar saman í herbergi í heilan mánuð þannig að það er spurning hvernig stemningin verður í hópn- um í lok dvalarinnar," segir Lilja kankvís. „Við veltum því töluvert fyrir okkur hversu lengi við ætt- um að dveljast úti og komumst sameiginlega að þeirri niðurstöðu að einn mánuður væri passlegur til að byrja með. Þetta verður ef- laust mjög nýtt og framandi fyrir okkur og ef ég þekki okkur rétt eigum við eftir að óska þess að við gætum tekið öll börnin sem við sinnum með okkur heim þótt það verði auðvitað ekki í boði.“ Fyrir þá sem vilja styrkja þenn- an metnaðargjarna hóp hjúkrunar- fræðinema til fararinnar er hægt að leggja frjáls framlög inn á bankareikninginn 1158-26-5801, og kennitalan er 580107-0600. vel. Við eigum enn dálítið í land og ef einhver afgangur verður, eftir að búið er að fjármagna för- ina, verður hann notaður í kaup á hjúkrunarvörum fyrir heilsugæslu- stöðvarnar þannig að ekkert fer til spillis,“ bætir hún við. Bágbornar aðstæður Halldóra hefur ekki áður farið til Afríku en Lilja Þórunn hefur áður verið túristi í Suður-Afríku. „Þar sá ég einmitt svona fátækrahverfi svipuð því sem við hyggjumst starfa í í Nairobi en upplifunin var auðvitað allt önnur þar sem ég fór ekki inn í þau,“ segir hún. Nú verða stöllurnar hins vegar starf- andi með fátækustu íbúum Nairo- bi sem búa sannarlega við þröng- an kost. „Það er engin tilviljun að ekki er vitað nákvæmlega hversu margir búa þar,“ segir Halldóra. „í mörgum tilfellum búa jafnvel 10- 12 manna fjölskyldur í 6 fermetra kofum og þurfa að framfleyta sér á einum dollara á dag eða minna. „/ mörgum tilfellum búa jafnvel 10-12 manna fjöl- skyldur í 6 fermetra kofum og þurfa aö framfleyta sér á einum dollara á dag eða minna.“ Fjölmargir eru HlV-smitaðir og fæstir hafa efni á almennri heil- brigðisþjónustu. Okkur skilst að glæpatíðni sé nokkuð há þarna enda munum við alltaf vérða sótt- ar í vinnuna og keyrðar aftur heim og ætlum ekki að vera úti eftir að dimma tekur. Reyndar eru starfs- menn Provide-samtakanna sjaldn- ast í nokkurri hættu þar sem þeir veita einu hjálpina sem íbúum þessara hverfa býðst.“ Ný og framandi reynsla Lilja Þórunn og Halldóra eru af- ar spenntar fyrir ferðinni og telja fullvíst að þær muni alltaf búa að

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.