blaðið - 16.03.2007, Síða 2
2 FÖSTUDAGUR 16. MARS 2007
blaöiA
VEÐRIÐ I DAG
Eljagangur
Áfram él, einkum suðvestantil.
Hiti 0 til 5 stig, en um frostmark
norðantil.
A FORNUM VEGI
Hvert ætti að verða
helsta kosningamálið?
ÁMORGUN
Breytileg átt
Norðaustan eða breytileg átt,
víða 5 til 10 m/s. Éljagangur í
flestum landshlutum og frost
0 til 8 stig.
VÍÐA UM HEIM
Algarve
Amsterdam
Barcelona
Berlin
Chicago
Dublin
Frankfurt
18
12
17
12
6
10
15
Glasgow
Hamborg
Helsinki
Kaupmannahöfn
London
Madrid
Montreal
9
12
9
9
12
19
4
New York
Orlando
Osló
Palma
París
Stokkhólmur
Þórshöfn
u
17
w
23
14
11
5
Árný Hekla Marinósdóttir,
verslunarstjóri
„Málefni eldri borgara."
Samkeppniseftirlitið í húsleit hjá Fjölgreiðslumiðlun hf.:
Tók afrit af
tölvugögnum
Tengist athugun á VISA og Kreditkortum ■ Framkvæmdastjórinn sáttur
Árni Róbertsson, kaupmaður
„Samfélagsmálin. Málefni aldr-
aðra og öryrkja."
Jóhannes Jónsson, skipstjóri
„Velferðarmál og sjávarútvegs-
mál.“
Eftir Heiðu Björk Vigfúsdóttur
heida@bladid.net
Starfsmenn Samkeppniseftirlits-
ins gerðu húsleit hjá Fjölgreiðslu-
miðlun hf. í fyrradag. Er hún gerð
í framhaldi af athugun sem hófst
síðasta vor hjá VISA fslandi og Kred-
itkortum hf„ samkvæmt Páli Gunn-
ari Pálssyni, forstjóra Samkeppnis-
eftirlitsins. „Húsleitarheimildin er
rökstudd bæði með tilliti til gruns
um misnotkun á markaðsráðandi
stöðu og ólögmætt samráð," segir
Páll.
Lagt hald á gögn
Við húsleitina hjá Fjölgreiðslu-
miðlun var lagt hald á pappírs-
gögn og tekin afrit af tölvu-
gögnum, samkvæmt
Loga Ragnarssyni,
framkvæmda-
stjóra fyrirtæk-
isins. Loei A
von á því að fá pappírsgögnin til
baka í dag eða á mánudag. Sam-
kvæmt honum komu fjórir til fimm
aðilar , frá Samkeppniseftirlitinu
og voru hjá fyrirtækinu í um tvær
klukkustundir.
Logi segir að Samkeppniseft-
irlitið sé eftirlitsstofnun í okkar
samfélagi og hafi einungis verið að
vinna sína vinnu. „Þótt manni hafi
fundist þetta svolítið óþægilegt að
þá er þetta auðvitað tæki sem þeir
verða að hafa tækifæri til að beita til
þess að geta skoðað þann markað
sem við lifum og hrærumst í. Þetta
er eitthvað sem þekkist í öllum
samfélögum.“
Eitt af hlutverkum Fjölgreiðslu-
miðlunar er að sjá um rekstur
á sameiginlegri greiðslu-
rás fyrir greiðslu-
kortaviðskipti,
svokölluðu
p o s a -
kerfi.
Það er talsverð
vinna ettir
Páll Gunnar
Pálsson, forstjóri
Samkeppniseftirlitsins.
Guðjón Smári Guðmundsson
„Ég vona að það verði mátefni
öryrkja.“
Einnig starfrækir hún jöfnunar-
kerfi sem notað er til að jafna pen-
inga milli innlánsstofnana í land-
inu. Hluthafar í fyrirtækinu eru
Greiðslumiðlun hf., Landsbanki
fslands hf., Glitnir hf., Samband ís-
lenskra sparisjóða, Kaupþing banki
hf„ Kreditkort hf. og Seðlabanki
fslands.
Húsleit hjá VISA og Kreditkortum
Starfsmenn Samkeppniseftirlits-
ins gerðu húsleit í höfuðstöðvum
VISA fslands 13. júní 2006 vegna
gruns um brot á ákvæðum sam-
keppnislaga. Var einkum til skoð-
unar misnotkun á markaðsráðandi
stöðu á markaði fyrir færsluhirð-
ingu. Farið var til höfuðstöðva Kred-
itkorta hf„ umboðsaðila Master-
card á íslandi, siðdegis sama dag
en sú húsleit var smærri í sniðum
en hjá VISA.
Fimmtán starfsmenn Samkeppn-
iseftirlitsins komu að húsleitinni
hjá VISA sem stóð í rúmlega sjö
klukkustundir. Náði hún til alls
fyrirtækisins og var lagt hald
á skjöl og gögn. Fimm starfs-
menn Samkeppniseftirlits-
ins mættu í húsleit til
Kreditkorta en sú var að
mestu bundin við starfs-
stöð framkvæmdastjór-
ans. Þar var einnig lagt
hald á gögn. „Málið er í
vinnslu og því miðar ágæt-
lega en það er talsverð
vinna eftir,“ segir Páll.
Samkvæmt honum eru
ekki ráðgerðar fleiri
húsleitir hjá kredit-
kortafyrirtækjunum.
Brigir
Ármannson
Stjórnarflokkarnir:
Hætta við auð-
lindaákvæðið
Ákveðið hefur verið að hætta
við breytingu á auðlindaákvæð-
inu í stjórn-
arskrá og
heíúr málinu
verið vísað til
stjórnarskrár-
nefndar. Birgir
Ármannsson,
formaður sér-
nefndar um
stjórnarskrár-
mál, sagði að
loknum fundi
nefndarinnar í gær að ástæðan
væri ólík sjónarmið sérfræðinga
og stjórnmálamanna og að ekki
hafi verið unnt að samræma þau.
Össur Skarphéðinsson.þing-
maður Samfylkingarinnar, sagði
að ekki hefði verið fullreynt hvort
samstaða næðist um orðalag
stjórnarskrárákvæðis um auðlind-
ir. Sagði hann að Sjálfstæðisflokkn-
um hefði tekist að beygja Fram-
sóknarflokkinn undir sig í málinu.
.
Felagsmálaráðherra:
Magnús í viku
veikindaleyfi
Magnús Stefánsson félagsmála-
ráðherra hefur samkvæmt læknis-
ráði ákveðið að
fara í veik-
indaleyfi fram
yfir næstu helgi.
Ráðherrann
þurfti eins og
kunnugt er að
gera hlé á ræðu
sinniáAlþingi
í síðustu viku,
ugi Stefánsson
haldi af þvi í rann-
sókn á Landspítalanum. Telja lækn-
ar slappleikann stafa af samspili
inflúensu og langvarandi álags.
Herdís Á. Sæmundardóttir vara-
þingmaður mun taka sæti Magn-
úsar á Alþingi í fjarveru hans.
Á heimasfðu ráðherrans, www.
magnuss.is, þakkar hann starfs-
fólki Landspítalans og þingmönn-
um.bæði pólitískum samherjum
sínum og andstæðingum, fyrir um-
hyggju og aðstoð í veikindunum,
og segir þingheim vera eins og
eina stóra íjölskyldu þegar á reynir.
GEFA/MGGJA
5103737 SMÁAUGLÝSINGAR blaðið ■■■nB
Búið að úthluta úr styrktarsjóði Sonju Zorilla:
Blaðið 14. október 2006
Engir styrkir næstu þrjú ár
■pr ' ^
Búið að úthluta fé Tæpum
fimm árum eftir iát Sonju
Zorilla var nýverið greitt úr
| minningarsjóöi hennar.
Hafa enga styrki
»f5rttúr sióðnum
„Við úthlutuðum umtalsverðum
styrkjum til fjögurra eða fimm félaga
og allir styrkirnir fóru til íslands.
Búið er að útdeila öllu þvi fé sem við
höfum til umráða næstu þrjú árin en
ég get ekki gefið upp hversu miklu var
útdeilt," segir John Ferguson, lögfræð-
ingur og annar af tveimur umsjónar-
mönnum styrktarsjóðs Sonju Zorilla.
Sonja lést 1 mars 2002 og sam-
kvæmt erfðaskrá hennar voru umtals-
verð auðæfi hennar nýtt til stofnunar
minningarsjóðs, Sonja Foundation.
Meginmarkmið sjóðsins er að stuðla
að menntun og heilbrigði barna á ís-
landi og í Bandaríkjunum. Islenskir
umsækjendur fengu nýverið út-
hlutað styrkjum úr sjóðnum, tæpum
fimm árum eftir að sjóðurinn var
stofnaður.
Að sögn Ferguson skuldbindur
sjóðurinn sig til að styrkja áfram þau
samtök sem nú hlutu styrki næstu
þrjú ár og því er búið að ráðstafa öllu
styrktarfé sjóðsins. „Allir á fslandi
ættu að vera ánægðir með styrkina og
við getum ekki tekið við nýjum um-
sóknum næstu þrjú ár. Ég ábyrgist að
allir eru ánægðir," segi Ferguson.
Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur
Guðmundur Birgisson, frændi Sonju
og hinn umsjónarmaður styrktar-
sjóðsins, ekki viljað veita viðtal vegna
sjóðsins.