blaðið - 16.03.2007, Síða 8
www.europcar.is
8 FÖSTUDAGUR 16. MARS 2007
blaöiö
UTAN ÚR HEIMI
Stórveldin ná bráðabirgðasamkomulagi
Erindrekar frá Bretlandi, Frakklandi, Bandaríkjunum, Kína, Rússlandi og Þýska-
landi hafa náð bráðabirgðasamkomulagi varðandi þær refsiaðgerðir sem beita
skuli írana vegna kjarnorkuáætlana landsins. Samkomulagið felst meðal annars í
banni á útflutningi vopna til írans og að eignir ákveðinna íranskra embættismanna
verði frystar. Þá eru ríki heims hvött til að hætta að veita írönum styrki og lán.
Pantaðu bílinn hjá Europcar
áður en þú leggur af stað
Við erum 1170 löndum.
Upplýsingar og bókanir í síma:
565 3800
europcar@europcar.is
Europcar
ÞU LEIGIR MEIRA EN BARA BÍL.
Arbak og Albak ehf
Hrannargötu 6 - 230 keflavík
S: 4215755 - arbak@simnet.is
Eftir Atla isleifsson
atlii@bladid.net
Pakistaninn Khalid Sheikh Moham-
med hefur játað að hafa skipulagt
hryðjuverkaárásirnar á Bandaríkin
þann n. september 2001. I tilkynn-
ingu frá bandaríska varnarmála-
ráðuneytinu Pentagon segir að Mo-
hammed hafi jafnframt viðurkennt
að hafa komið að skipulagningu
þrjátiu annarra hryðjuverka viðs
vegar í heiminum. Yfirheyrslurnar
fóru fram í Guantanamo-fangabúð-
unum á Kúbu um helgina og segist
hann meðal annars hafa verið með
hryðjuverkaárásir á Big Ben og
Heathrow-flugvöll í Lundúnum í
undirbúningi.
„Ég bar ábyrgð á árásunum
11. september frá A til Ö,“ á
Mohammed að hafa sagt sam-
kvæmt yfirlýsingu frá bandaríska
varnarmálaráðuneytinu.
Mohammed var einn fjórtán
fanga sem höfðu verið í haldi í leyni-
fangelsum bandarísku leyniþjónust-
unnar CIA, en voru fluttir til Gu-
antanamo-fangabúðanna á Kúbu
í september síðastliðnum að fyrir-
skipan George Bush Bandaríkjafor-
seta. Mohammed er rúmlega fer-
tugur Pakistani og var handtekinn
í Pakistan í ársbyrjun 2003. Við
handtöku var hann sagður þriðji
valdamesti maðurinn innan hryðju-
verkasamtakanna al-Qaeda.
Meðferð Bandaríkjahers á Mo-
hammed hefur sætt gagnrýni, bæði
af lögfræðingum og fulltrúum
mannréttindasamtaka. Kenneth
Roth, fulltrúi Human Rights Watch,
segir ekki nokkra leið að vita hvort
Bandaríkjamenn hafi náð játningu
Mohammed fram með pyntingum.
Yfirheyrslurnar fóru fram fyrir
luktum dyrum og var engum utan-
aðkomandi leyft að fylgjast með.
Þá var Mohammed einungis úthlut-
aður bandarískur verjandi, og segja
margir að ekki sé nokkur leið fyrir
hann að hljóta sanngjarna máls-
meðferð við óbreyttar aðstæður.
Játningar Mohammed þýða að nú
verður hægt að rétta yfir honum
fyrir herdómstóli.
JÁTNINGAR KHALID
SHEIKH MOHAMMED
Mohammed viðurkenndi í yfirheyrslum
helgarinnar að hafa átt aðild að eftirfarandi
hryðjuverkaárásum og hryðjuverkaáætlun-
um.
1. Árás á World Trade Center í New York
árið 1993. Sex létust og rúmlega þúsund
manns særðust.
2. Árásirnar á Tvíburaturnana í New York
og Pentagon 11. september 2001. Flugvél-
um var rænt og flogið á byggingarnar með
þeim afleiðingum að nærri þrjú þúsund
létust og mikill fjöldi særðist.
3. Tilraun Richards Reid til að sprengja far-
þegaflugvél í loft upp yfir Atlantshafi með
sprengiefni földu í skó sinum árið 2001.
4. Sprengjuárás í Kúveit í október 2002.
Tveir bandarískir hermenn fórust.
5. Árás á skemmtistaö á Balí 2002. 202
fórust.
6. Áætlanir um aðra bylgju sprengjuárása
með þvi að fljúga flugvélum á bandarískar
byggingar. Meðal þelrra voru Library Tower
í Los Angeles, Sears Tower í Chicago,
Plaza Bank í Seattle og Empire State Build-
ing í New York.
7. Áætlanir um að fáðast á bandarísk
olíuskip og herskip í Hormuz-sundi, Gíbralt-
ar-sundi og Singapúr.
8. Áætlanir um að sprengja Panama-skurð-
inn.
9. Áætlanir um að myrða fyrrum Bandaríkja-
forseta, meðal annars Jimmy Carter.
10. Áætlanir um að sprengja brýr í New
York-borg.
11. Áætlanir um að eyðileggja Sears Tower
I Seattle með því að sprengja olíubíla undir
og í kringum turninn.
12. Áætlanir um að sprengja Heathrow-flug
völl, Canary Wharf og Big Ben i Lundúnum.
13. Áætlanir um árásir á fjölda skemmti-
staða í Taílandi, til að drepa breska og
bandaríska ferðamenn.
SETTU ÞAÐ SAMAN
M!
Af hverju að borga meira?
FITH er leiðandi i framleiðslu innréttinga á Norðurlöndum og
býður besta verð sem völ er á fyrir þá sem vilja sjálfir taka þátt í
uþpsetningu á eigin eldhúsi.
Gerðu verðsamanburð og þú munt komast að þvi að Settu það
saman línan frá HTH kostar minna en sambærilegar innréttingar
á markaðinum.
Einfalt og þægilegt.
Fagleg útsjónarsemi og markviss hönnun fagmanna HTH er
lykillinn að þessum glæsilegu innréttingum. Settu það saman er
kerfi sem auðvelt er að raða saman og fella að hvaða plássi sem er
- og að þeim kröfum sem gerðar eru til geymslurýmis í
eldhúsinu. HTH býður ókeyþis teikniforrit með þessu kerfi sem
gerið þér auðvelt að máta hina ýmsu stærðir og útlit inn f þitt
eldhús.
ÁRVIRKINN, SELFOSSI • Sími 480 1160 AKUREYRI ■ Sími 461 5003
AEG
20% afsláttur veittur af
lúxus eldhústækjum frá
AEG þegar keyptar eru
innréttingar frá HTH.
Einnig á lager og til afgreiðslu strax úrval fataskápa,
baðinnréttinga og rennihurða.
ORMSSON
SMÁRALIND • Sími 530 2907 / 530 2908
14. Áætlanir um að sprengja bandarísku
kauphöllina í New York.
15. Áætlanir um aö eyðileggja byggingar
í Elat í fsrael með þvi að fljúga flugvélum
á þær.
16. Áætlanir um að sprengja bandarísku
sendiráðin i Indónesiu, Ástralíu og Japan.
17. Áætlanir um að sprengja ísraelsku sendi-
ráðin i Indlandi, Aserbaídsjan, Filippseyjum
og Ástralíu.
18. Hafa umsjón með og fjármagna árás
á flugvél israelska flugfélagsins EI-AI frá
Bangkok í Taílandi.
19. Mohammed lét senda menn inn í (srael
til að fylgjast með fyrirhuguðum skotmörk-
um sprengjuárása.
20. Sjálfsmorðsárás á hóteli í Mumbasa í
Keníu í nóvember 2002. Fjórtán fórust.
21. Mlsheppnuð tilraun tii að skjóta niður
ísraelska flugvél frá Mumbasa sama dag
og árásin 2002.
22. Áætlanir um að ráðast á bandarískar
herstöðvar og skemmtistaði i Suður-Kóreu,
þar sem bandarískir hermenn venja komu
sínar.
23. Fjármagnsaðstoð við að ráðast á banda-
rísk og bresk skotmörk i Tyrklandi.
24. Lét fylgjast með bandariskum kjarn-
orkuverum með sprengjuárás í huga.
25. Áætlanir um að ráðast á höfuðstöðvar
NATO í Brussel.
26. Áætlanir um að sprengja tólf bandarísk-
arfarþegaflugvélar í loft upp árlð 1995.
27. Tilraun til að ráða Bill Clinton Banda-
ríkjaforseta af dögum i heimsókn hans til
Filippseyja árið 1995.
28. Þátttaka í áætlunum um að ráða
Jóhannes Pál II páfa af dögum í heimsókn
hans til Filippseyja.
29. Áætlanir um að ráða Pervez Musharraf,
forseta Pakistans, af dögum.
30. Áætlanir um að ráðast á bandariskt
olíufyrirtæki á Súmötru i Indónesíu.
31. Afhausun bandariska blaðamannsins
Daniels Pearl í Pakistan árið 2002.