blaðið - 16.03.2007, Síða 12

blaðið - 16.03.2007, Síða 12
12 FÖSTUDAGUR 16. MARS 2007 blaAiA UTAN ÚR HEIMI Utgjöld vegna Ólympíuleika þrefaldast Tessa Jowell, menningarmálaráðherra Breta, hefur sagt að fjárhagsáætlun vegna Ólympíuleikanna í Lundúnum árið 2012 hafi þrefaldast og hljóðar nú upp á rúma níu milljarða breskra punda. [haldsmenn segja Jowell hafa misst öll tök á kostnaðinum. Smyglhringur upprættur Lögregla í Rússlandi, Úsbekistan, (talíu og Finnlandi hefur upprætt glæpahring sem hefur smyglað fólki frá suöausturhluta Asíu til Evrópu um Rússland. Glæpahringurinn hafði starfs- stöðvar í átta borgum í Rússlandi. Móðir Natöschu sökuð um aðild Martin Wabl, fyrrverandi dómari og forsetaframbjóðandi, hefur sakað Brigitte Sirny, móður austurrísku stúlkunnar Natöschu Kampusch, um að hafa átt aðild að hvarfi hennar. Kampusch slapp úr haldi mannræningja síðasta haust eftir átta ára fanga- vist. Málið var tekið fyrir dóm í höfuðborginni Vín í gær. Vaxandi áhyggjur lögreglu af rasistahópum í Bandaríkjunum: Uppgangur Public Enemy No. 1 vekur ugg Dauöalisti meö lögreglumönnum og saksóknara Samstarf Public Enemy No. 1 og Aryan Brotherhood Yfirvöld á vesturströnd Banda- ríkjanna óttast nú uppgang glæpa- hópsins Public Enemy No. 1 (PENI), sem berst fyrir yfirráðum hvitra manna, eftir að samkomulag um samstarf náðist milli þeirra og hins alræmda rasistahóps Aryan Brotherhood. „Lögreglumennhafamjögmiklar áhyggjur af þessum mönnum," segir Nate Booth, rannsóknar- lögreglumaður í Orange-sýslu í Kaliforniu i Bandaríkjunum, sem hefur rannsakað hópinn dg sams konar hreyfingar í ríkinu undan- farin ár. Booth telur að uppgang- inn megi fyrst og fremst rekja til valdaskipta innan hópanna innan veggja fangelsa í ríkinu. Lögregla hefur mestar áhyggjur af sérstökum dauðalista sem hreyf- ingin hefur sett saman. Á honum eru nöfn fimm lögreglumanna í Buena Park, Costa Mesa og Ana- heim i Kaliforníu, auk saksóknara sem hefur sótt mál gegn nokkrum liðsmönnum hreyfingarinnar. I lok síðasta árs réðust þrjú hundruð lögreglumenn til atlögu gegn grunuðum liðsmönnum hreyfingarinnar á 75 stöðum eftir rúmlega tíu mánaða rannsókn. Tæplega 67 menn voru handteknir i þessum samhæfðu aðgerðum lögreglunnar. Hinir handteknu hafa allir verið ákærðir fyrir ólög- lega vopnaeign, eiturlyfjasölu og önnur afbrot, auk þess að hafa lagt á ráðin um morð. Víðtæk glæpastarfsemi Hópurinn PENI var upphaf- lega samsettur af nokkrum aðdá- endum pönktónlistarstefnunnar á Long Beach í suðurhluta Kali- forníu á níunda áratugnum. Tón- listin sameinaði fjölda ungmenna sem komu saman til að hlusta á tónlist, drekka, ræða saman, mynda tengslanet og stofna gengi. Talsverður fjöldi hópa hvítra manna myndaðist í þessu um- hverfi, svo sem PENI, Los Angeles Death Squad, Normalk Skins og OC Skins. Þegar leið á tíunda áratuginn fluttist kjarni PENI-hreyfingar- innar til Orange County og hefur starfsemin vaxið æ síðan. Hreyf- Atli Isleifsson Skrííar um upp- gang rasistahópa í Kalifomiu. Fréttaljós atliiá'bladid.n ingin stendur nú fyrir ólöglegri sölu og dreifingu á vopnum og eiturlyfjum. Liðsmenn PENI hafa einnig stundað víðtækan einkenn- isþjófnað, þar sem persónulegum viðskipta- og bankaupplýsingum einstaklinga er stolið úr póst- kössum og ruslatunnum fólks. Á síðari árum hefur glæpastarf- semin hins vegar orðið mun þró- aðri og hafa liðsmenn hreyfing- arinnar orðið uppvísir að því að koma sínu fólki, oft kærustum og eiginkonum, fyrir sem starfs- mönnum í bönkum, tryggingafyr- irtækjum og öðrum stofnunum þar sem má finna aðgang að per- sónulegum upplýsingum fólks. Upplýsingarnar eru svo nýttar til að að hafa fjármuni af fólki sem svo eru nýttir til að fjármagna eiturlyfjaviðskipti PENI-meðlima. Þannig hafa einstaklingar sem hvorki tengjast heimi eiturlyfja né öðrum klíkum orðið fórnarlömb hreyfingarinnar. Fjölgun liðsmanna Lögregla áætlar að á síðustu þremur árum hafi liðsmönnum PENI fjölgað tvöfalt og eru þeir svo vitað sé nú orðnir rúmlega fjögur hundruð talsins. Yfirvöld óttast hins vegar að fleiri hundruð manna til viðbótar kunni að starfa innan hreyfingarinnar án vitundar yfirvalda. Félagar í hreyfingunni hafa fyrst og fremst verið hvít ung- menni úr efri millistétt suðurhluta Kaliforníu. Framámenn innan PENI leita nú nýrra liðsmanna í Kaliforníu og Arizona, en lögregla hefur einnig fundið liðsmenn hóps- ins bæði í Nevada og Idaho. Ólíkt öðrum sambærilegum gengjum hafa Iiðsmenn PENI ekki hikað við að beita ofbeldi gegn lögreglumönnum og fjöl- skyldum þeirra. Samkvæmt heim- ildum CNN óttast lögreglumenn 1 Barnasandalar - litir: rautt og blátt ‘Vaímifá Skóverslun Kringlunni 8-12 Sími 553 2888 Verð 995.- alls staðar í Kaliforníu nú að aðrir liðsmenn hreyfingarinnar leiti upplýsinga um heimilisföng lög- reglumannanna. Margir þeirra lögreglumanna sem hafa borið vitni gegn liðsmönnum PENI hafa þannig látið fjarlægja nöfn sin úr lögregluskýrslum af ótta við hefndaraðgerðir. Leiðtoginn„Popeye" Mazza Hingað til hefur Aryan Brot- herhood verið útbreiddasti og fjölmennasti hópurinn innan bandarískra fangelsa sem berst fyrir yfirráðum hvítra. Aryan Brotherhood naut áður liðsinnis mennrar glæpastarfsemi. Brody Davis, einn stofnenda hreyfingar- innar, hvatti liðsmenn til að hafna glæpum og neyslu eiturlyfja og ein- beita sér þess í stað að því að berj- ast fyrir yfirráðum hvítra manna. Upphaflega einkenndi það einmitt starfsemi hópsins, þar sem þeir dreifðu pésum með skilaboðum til almennings. „Popeye“ Mazza fór hins vegar að beita áhrifastöðu sinni innan hreyfingarinnar til að stýra henni inn á aðra braut. Eftir að áhrif Da- vis fóru minnkandi, leiddust fjöl- margir liðsmenn PENI út í heim fíkniefna. Undir lok níunda ára- annars hóps, Nazi Low Riders, sem störfuðu sem fótgönguliðar og önnuðust eiturlyfja- og vopna- sölu utan veggja fangelsanna fyrir hönd Aryan Brotherhood. Árið 2000 endurskilgreindu yfirvöld í Kaliforníu hins vegar Nazi Low Riders og voru liðsmenn þeirra þar með settir í einangrun um leið og þeir voru fluttir í fangelsi. Eftir það átti Aryan Brotherhood í meiri vandræðum með að vera í samskiptum við liðsmenn Nazi Low Riders utan veggja fangels- anna og tóku því upp nánara sam- starf við PENI, sem efldust gríðar- lega. Samstarf hreyfinganna varð opinbert árið 2005, þegar Donald Reed „Popeye" Mazza, leiðtogi Pu- blic Enemy no. 1, var vígður inn í Aryan Brotherhood. Sakaskrá „Popeye" Mazza er löng , en hann afplánar hann nú fimmtán ára dóm fyrir tilraun til manndráps í Pelican Bay-fangels- inu í Kaliforníu, þar sem harðsvír- uðustu glæpamenn rikisins eru vistaðir. Að sögn saksóknara réðst Mazza á háttsettann liðsmann annarrar klíku og stakk með hnífi aðeins tíu klukkustundum eftir að hann hafði verið látinn laus úr fangelsi í aprílmánuði 1999. Glæpahreyfing PENI skiptist upphaflega í raun í tvo hópa. Annar hópurinn vildi að hreyfinginn beitti sér í þágu yfirráða hvítra manna, en hinn hópurinn vildi í auknum mæli færa hreyfinguna inn á braut al- tugarins líktist starfsemi hreyfing- arinnar starfsemi annarra glæpa- gengja. Eiturlyfjafíkn Mazza og annarra liðsmanna hreyfingar- innar varð til þess að þeir fóru að taka virkan þátt í eiturlyfjasmygli og -viðskiptum til þess að geta fjármagnað eigin neyslu. Allt til Logreglumenn 1 Kaliforniu Public Enemy No. 1 hefur sett saman sérstakan dauda lista með nöfnum fimm lög- reglumanna og saksóknara. þessa dags eru liðsmenn F margir hverjir djúpt sokknir í eiturlyfjaneyslu. Óljós stefna Stefna Public Enemy No. 1 er að miklu leyti mjög óljós, enda er um- gjörð hreyfingarinnar mjög laus f reipum. Ekki hafa verið gefin út nein lög eða reglur, ólikt því sem finna má hjá sambærilegum hópaum. Þannig lýsti einn fyrrum liðsmaður PENI því að reglurnar gætu breyst dag frá degi, allt eftir hentugleika og skapi leiðtogans „Popeye“ Mazza. Liðsmenn hreyfingarinnar hafa flestir húðflúrað nöfn og tákn sem tengjast hópnum, svo sem PENI, Peni, Public Enemy Death Squad og PDS. Þó að liðsmönnum hreyf- ingarinnar sé heimilt að umgang- ast fólk af spænskum eða asískum uppruna, geta einungis hvítir menn orðið meðlimir. Margir með- limanna eru með spænsk eftirnöfn, þó að þeir segist líta á sig sem hvíta. Þá eru kærustur sumra liðsmanna ekki hvítar, þó að hópurinn líti al- mennt slík sambönd hornauga. Ótti lögreglumahna ríkisins er ekki ástæðulaus, enda hefur um- fang hreyfingarinnar vaxið mikið á undanförnum árum. Liðsmenn PENI hafa þannig stundað leit að nýliðum í fangelsum og með þeim hætti hefur hreyingin náð að vaxa, bæði innan veggja fangelsanna sem utan. Aryan Brotherhood: Stofnað í San Quentin 1964 Aryan Brotherhood er hreyfing sem berst fyrir yfirráðum hvítra manna og samanstendur af um fimmtán þúsund manns, innan sem utan veggja fangelsa Banda- ríkjanna. Fram á sjöunda áratug síðustu aldar var svörtum og hvítum föngum haldið aðskildum í fangelsum Bandaríkjanna og voru Aryan Brotherhood stofnuð árið 1964 í San Quentin-fangelsinu í Kaliforníu í kjölfar þess að fang- elsið varð blandað. Upp úr 1980 skiptist Aryan Brot- herhood í tvo hópa, annars vegar þá sem afplána dóma í alríkis- fangelsum og hins vegar þá sem afplána dóma í fangelsum á vegum einstakra ríkja. Á áttunda áratugnum tók mexíkóska mafían upp náið samstarf við Aryan Brotherhood á sviði smygls og dreifingar á eiturlyfjum og hefur það samband staðið allt til þessa dags. Til að verða gjaldgengur í hreyfingunni þarf fangi að ráðast á og drepa einhvern samfanga sinn. Menn verða meðlimir fyrir lífstíð og þeir sem segjast vilja hætta þátttöku í hreyfingunni eiga á hættu að verða drepnir. Bandaríska alríkislögreglan FBI áætlar að Aryan Brotherhood standi á bak við tuttugu prósent allra manndrápa innan veggja fangelsa í Bandarikjunum. bbJ b ’ Heimild: Wikipedia

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.