blaðið - 16.03.2007, Síða 17
blaðið
FÖSTUDAGUR 16. MARS 2007 17
BLOGGARINN...
Steingrímur
landsfaðir
„ Það liggur fyrir að ég erekki helsti
aðdáandi Steingríms en mér fannst
hann ekki ná sér á strik íábyrga lands-
föðurhlutverkinu. Hingað til hefur
SteingrimurJ. verið pottþétt skemmti-
atriði í etdhúsdagsumræðum, talað
það sem andinn blés honum ibrjóst
þar og þá, fljúgandi mælskur, rauður
af reiði. Það var rétt svo að það glitti
íþann kappa sem maður kannast við
í nokkrar sekúndur eða kannski hálfa
mínútu í kvöld þegar hann skamm-
aöist rétt aðeins út í ríkisstjórnina
fyrir irak, málefni RÚV og
svikna vegaáætlun,
kveinkaði sér und-
| an ósanngjarnri
- ' gagnrýni og
talaði um spuna-
meistara."
Pétur Gunnarsson
hux.blog.is
Sápa
„Mér sýnist þetta vera mjög flókið
ástarmál milli Jónínu og Jóhannesar.
Trúlega eru peningamálin að gera út
af við Jónínu, kannski af því aö þeir
Baugs-feðgar hafa ekki verið tilbúnir
að gefa Jónínu bita af kökunni.
Kannski heldur Jónína að hamingj-
an ein og sér sé fólgin ípeningum.
Allavegana lætur hún eins og hún sé
óhamingjusamasta mannskja í heimi
eftirað Jóhannes gafst upp á henni
og hún veit af
öllum peningunum
hjá honum."
BAUGUR
Arnar Guðmundsson
sirarnar.blog.is
Óásættanleg
vinnubrögð
„Þaö er fáránlegt að horfa á þessu
vinnubrögð þingmanna. Þarna er
traðkað á lýðræðinu og illa farið með
það umþoð sem kjósendur veita
þingmönnum. Þetta ætti ekki að
eiga sérstað, en gerist trekk ítrekk
að mikilvæg mál eru afgreidd á síð-
ustu dögum, jafnvel mínútum þings.
Og það fyrir lok kjörtímabilsins!
Þetta fólk er gersamlega úti að skíta,
efþað heldur að svona gangi lýðræð-
ið fyrir sig. Því ætti ekki að treysta fyr-
ir slíku, heldur hinu, að breyta þessu
hið snarasta með lögum, svo komist
verði hjá þvíað mái, sem jafnvel hafa
enga umræðu fengið, veröi íkrafti
meirihluta troðið gegnum 3 umræð-
ur á nokkrum mínútum. Slíkt hefur
gerst með mikilvæg mál - slíkt mun
áfram gerast. Sé ekki, sem betur fer,
mál dómsmálaráðherra um sakamál,
en það er samt ekki útilokað að hann
reyni að koma þeim ígegn, á síðustu
metrunum; hann er þekktur fyrir slík
embættisaf- giöþ.“
Nýritun stjórnarskrár
„Efég mætti ráðayrði stjórnarskráin
tekin og skrifuð upp á nýtt frá grunni.
Þau lönd sem hafa flottustu og
framsæknustu stjórnarskrárnar eru
þau lönd þar sem byrjað var með
tómt blað og stjórnarskrá sem þas-
sar inn í nútímann skrifuð á það. Ok-
kar vandamál er að byrja með grunn
sem varskrifaður fyrir nokkrum
áratugum þegar landsiagið var allt
annað. I upphafi var stjórnarskráin
aifariö skrifuð afkörlum. Konur
komu fyrst að stjórnarskrárgerð í
gegnum Kvennalistann og íannað
skipti í sögunni núna í gegnum
stjórnarskrárnefnd. En breytingar á
stjórnarskránni eru bara viðbætur og
allt í tengslum við það sem fyrir er.
Afturhald er sem sagt innbyggt í ker-
fið. Væri ekki flott ef ný stjómarskrá
yrði skrifuð, sameiginlega af báðum
kynjum - og sem
tæki mið af
.allri mannrét-
“ tindabaráttu
jjndanfarinna
iáratuga? “
Katrin Anna Guðmundsdóttir
hugsadu.blog
Sullar í bjór í Killer Joe
Björn Thors fer á kostum í Killer
Joe á Litla sviði Borgarleikhúss-
ins, líkt og aðrir leikarar í verkinu.
Hann útskrifaðist 2003 úr Listahá-
skóla íslands og hlaut Grímuna fvrir
leik sinn í Græna landinu eftir Olaf
Hauk Símonarson. Killer Joe hefur
hlotið einróma lof gagnrýnenda en
þarf nú að taka smá pásu um helg-
ina þar sem Þorvaldur Davíð Krist-
jánsson þreytir inntökupróf í hinn
virta listaháskóla Julliard. Killer Joe
er fyrsta alvöru verkið sem Björn
tekst á við hér heima eftir tveggja
ára „útlegð" frá íslandi.
„Ég kynntist Christoph Schling-
ensiefs á Listahátíð í Reykjavík fyrir
nokkrum árum og í framhaldinu
bauð hann mér þrjú hlutverk ytra
sem ég þáði. Þetta er einn þekkt-
asti leikstjóri Þýskalands og mikill
heiður að fá að starfa með honum.
Ég tók þátt í tveimur risastórum
verkum. Annað þeirra var Wagner-
ópera í Berlín sem ég lék í, en söng
að vísu ekki. Þar var 100 manna sin-
fónía, 100 manna kór og 60 leikarar
aðrir sem tóku þátt í verkinu. Alveg
magnað. Síðan var ég í austurríska
þjóðleikhúsinu og tók þátt í ögn
minni sýningu en alls ekki síðri.
Hún blandaði saman myndlist, leik-
list og tónlist og þar lék ég til dæmis
Michael Jackson, enda fæddur til að
gera tungldansinn (Moonwalk)! f
verkinu tók þátt hin eina sanna Patti
Smith, sem hélt í raun tónleika í verk-
inu sjálfu. Þetta var ofsalega gaman
og mikið fjör. f kjölfarið fórum við
til Afríku, nánar tiltekið Namibíu,
að taka upp kvikmynd og í raun má
segja að þetta hafi verið algert ævin-
týratímabil, þetta var svo gaman,“
sagði Björn hugfanginn.
Björn leikurlögreglumanninn og
leigumorðingjann Joe ísamnefndu
verki. Þetta er fyrsta verk hans á
Litla sviði Borgarleikhússins.
„Já, þetta er frumraun mín þar,
það er rétt. Ég kann hins vegar vel
að meta nálægðina við áhorfendur
og þetta lágstemmda rafmagnaða
andrúmsloft sem myndast á hverri
sýningu. Þetta er krefjandi og
skemmtilegt verk þar sem mikið
gengur á . Ætli við sullum ekki
niður einhverjum 10 lítrum af bjór
á hverri sýningu! En sjón er sögu rík-
ari...“ sagði Björn að lokum.
^ Efnamóttakan hf
<®
GÁMAMÓNUSTAN HF.
BÆTT UMHVERFI ■ BETRI FRAMTlO
HRINGRÁS
ENDCmVINNSLA
Skilum ónýtu rafhlöðunum!
Eru galtómar rafhlöður á þínu heimili? Þær gera ekkert gagn
liggjandi ofan í skúffu. Þú getur t.d. farið með þær út á næstu
bensínstöð Olís eða söfnunarstöð eða fengið þór endurvinnslutunnu
fyrir flokkað heimilissorp.
Rafhiöður eiga ekki að fara í ruslið heldur á að skila þeim til úrvinnslu. Það er í
raun sáraeinfalt og nokkrar leiðir í boði: Hægt er að skila inn ónýtum rafhlöðum
m.a. á bensínstöðvum Olís, söfnunarstöðvum sveitarfélaga um allt land og einnig
er hægt að setja þær í endurvinnslutunnur fyrir flokkað heimilissorp. Á vef
Úrvinnslusjóðs, www.urvinnslusjodur.is, er að finna upplýsingar um staðsetningu
söfnunarstöðvanna.
ÚRVINNSLUSJÓÐUR
Kynntu þér málið á www.urvinnslusjodur.is
Jæja Batti minn, ég
er tilbúin, drífum
okkur nú!