blaðið - 14.04.2007, Side 2

blaðið - 14.04.2007, Side 2
LAUGARDAGUR 14. APRÍL 20Ó7 VEÐRIÐ í DAG blaðið Rigning Rígning, einkum suðaustanlands. Austan 8 til 15 á morgun. Hitiyfir: leitt 5 til 10 stig. A FÖRNUM VEGI Attu gæludýr? Ester Bergsdóttir Nei, það er á fimm ára planinu. Tryggvi Þór Tryggvason Já, ég á kött. Jóakim Snær Sigurðarson Ég á fiska. Margrét Pálmadóttir Nei, mig langar [ hund en það er erfitt að hafa hann í bænum. Sigríður Soffía Hafliðadóttir Nei, ekkert svoleiðis. AMQRGUN — Kólnar Rigning með köflum sunnan- og vestantil, en þurrt að kalla norðantil. Hiti 1 til 7 stig. VÍÐA UM HEIM Algarve Amsterdam Barcelona Berlín Chicago Dublin Frankfurt 19 19 15 22 12 16 26 Glasgow Hamborg Helsinki Kaupmannahöfn London Madrid Montreal 16 18 14 16 18 16 1 New York Orlando Osló Palma París Stokkhólmur Þórshöfn 8 17" 17 20 23 17 12 Setningarræða Ingibjargar Sólrúnar á landsfundi Samfylkingar: Stjórnin stingur höfðinu í sandinn ! Mun eyða biðlistum ■ Fleinn í holdi þjóðarinnar ■Skrifræðisbákn til angurs og ama Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@bladid.net “Ég veit hvað það er að eyða biðl- istum sem sjálfstæðismenn hafa safnað upp. Við gerðum það í Reykjavík og við munum gera það aftur,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylking- arinnar, í setningarræðu lands- fundar flokksins í Egilshöll í gær um leið og hún lýsti því yfir að á fyrstu tveimur árum í ríkisstjórn yrðu byggð 400 ný hjúkrunarrými fyrir aldraða og biðlistum eytt. Það yrði algjört forgangsmál í nýrri rík- isstjórn jafnaðarmanna. Ingibjörg sagði tvö þeirra deilu- mála, þar sem stjórnarflokkarnir hefðu verið í aðalhlutverki á kjör- tímabilinu, enn vera eins og fleinn í holdi þjóðarinnar, það er íraks- málið og eftirlaunamálið. „Samfylk- ingin hefur þá staðföstu skoðun að það eigi að vera verk nýrrar ríkis- stjórnar að taka Island út af lista hinna vígfúsu þjóða,“ sagði formað- urinn og bætti því við að flokkur- inn myndi jafnframt beita sér fyrir því að hinum umdeildu lögum, sem færðu ráðamönnum ríkisins eftirlaun langt umfram það sem al- mennt gerðist, yrði breytt. Formaður Samfylkingarinnar hnýtti í ríkisstjórnina og sagði að reikningurinn sem hún sendi heim- ilunum í landinu bara á þessu ári vegna verðbólgu og ofurvaxta væri ríflega 38 milljarðar. „Greiðslu- byrði hvers heimilis hækkar að meðaltali um 500 þúsund krónur vegna hagstjórnarmistaka ríkis- stjórnarinnar. Verst kemur þetta við þá sem úr minnstu hafa að spila.“ „Ríkisstjórnarflokkarnir vilja ekki ræða þessa staðreynd og vísa til þess hversu mjög kaupmáttur hafi aukist að meðaltali í þeirra tíð. Það er ekki skynsamlegt fyrir stjórnarherrana að stinga höfðinu NÝSKÖPUN, BÆTT HAGSTJÓRN OG ÁBYRG UMHVERFISSTEFNA ÍSLANDSHREYFINGIN UfmdiUtul í sandinn og neita að horfast í augu við afleiðingar þess sem þeir hafa gert ranglega á þessu kjörtímabili," hélt Ingi björg Sólrún áfram. Hún sagði jafn- framt að ekkert benti heldur til þess að rík- isstjórnarflokkarnir hefðu nokkur áform uppi um að slá á þensl- una í hagkerfinu. „Þeir stefna ótrauðir áfram að stórfelldum virkjana- og stóriðjuáformum, þeir lofa skattalækkunum og út- gjaldaloforðin sem þeir hafa stráð í kringum sig á undanförnum vikum nema um 400 milljörðum króna.“ sem Ingibjörg gat þess þó að Sam- fylkingin væri sammála ýmsu ríkisstjórnin hefði gert. „Hún hefur fylgt eftir frumkvæði jafnaðarmanna um opnun landsins með aðildinni að markaði Evrópu, hún hefur skapað viðskiptalíf- inu sveigjanlegra um- hverfi og leyst þar ýmsa krafta úr læðingi. En hún hefur vanrækt aðkallandi verk- efni af því að hún hefur ekki séð þau. Það er ekki vítt útsýnið af sjón- arhóli hægri stefnunnar “ Vitnisburðinn um algert úrræða- leysi ríkisstjórnarinnar í velferð- armálum sagði Ingibjörg blasa hvarvetna við. Sárast væri að verð vitni að því að almannatryggin1 arnar, sem stofhað hefði verið ti fyrir 70 árum ?af íslenskum jafi aðarmonnum, stæðu ekki lengu undir nafni. „Þær hafa verið gerða að skrifræðisbakni sem er almeni ingi °ftar en ekki til angurs og am; Það verður okkar verkefni að en< urreisa þærsagði Ingibjörg. Um stefnu Samfylkingarinna í virkjana- og stóriðjuáformun sagði íormaðurinn að með því ai gera hlé á þeim væri hægt að drag úrfjárfestingum opinberra orkufy irtækja um tugi milljarða á næsti árum. „Með þessum hætti m skapa rými í hagkerfinu fyrir arí bærar fjárfestingar í innviðum sen hafa setið alltof lengi á hakanum/ Könnun Capacent Gallup: Samfylking lækkar enn Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 37,1% fylgi samkvæmt nýrri könnun Capacent Gallup fyrir Morgunblaðið og Ríkisútvarpið. Sjálfstæðisflokkurinn fær sam- kvæmt þessu 26 menn. Vinstri- hreyfingin - grænt framboð fær 24,9% atkvæða og 15 menn, Sam- fylkingin 18,1% atkvæða og 13 menn og Framsóknarflokkurinn mælist með 9,9% atkvæða og fengi 6 menn. Frjálslyndi flokkurinn mælist með 6,1% atkvæða sam- kvæmt könnun Capacent Gallup og næði 3 mönnum á þing. ís- landshreyfingin 2,9% atkvæða og Baráttusamtökin fá 0,9% atkvæða. Hvorugt framboðanna kemur manni á þing. Könnunin var gerð dagana 3. til 9. apríl. Um var að ræða 940 manna úrtak fólks á aldrinum 18 til 75 ára og var svar- hlutfall 61,7%. Ríkisstjórnarflokkarnir fá sam- kvæmt þessu 32 menn, halda eins manns meirihluta. Kaffibanda- lagið, Samfylking, Frjálslyndir og VG fá samanlagt 31 mann.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.