blaðið - 14.04.2007, Síða 4

blaðið - 14.04.2007, Síða 4
4 LAUGARDAGUR 14. APRÍL 2007 blaðiö INNLENT FRÉTTASTOFA ÚTVARPS Nýir varafréttastjórar Tveir nýir varafréttastjórar hafa verið ráðnir á Frétta- stofu Útvarpsins, Arnar Páll Hauksson og Bergljót Baldursdóttir, fréttamenn. Broddi Broddason verður áfram varafréttastjóri og staðgengill fréttastjóra, Óðins Jónssonar. ÚTVARP Franskt útvarp Nú er hægt að hlusta á franskt útvarp sem er sérsniðið að frönskumælandi fólki utan Frakklands. Útsendingar eru aðgengilegar á vefnum couleurfrance.net og er útvarpað allan sólarhringinn. Markmiðið er að veita „frankófónum" erlendis hagnýtar upplýsingar og „bragð" að Frakklandi. FLUGFÉLAG ÍSLANDS Styrkir Háskólann á Akureyri Flugfélag Islands mun leggja fram 500.000 krónur á ári næstu þrjú árin til þess að efla rannsóknir við Há- skólann á Akureyri, auk þess að leggjafram 10-20 flugmiða árlega á samningstímanum í sama tilgangi. Samningur þess efnis var undirritaður í gær. Bretland: Skotinn við skyndibitastað Fjórtán ára strákur var skot- inn í hálsinn af manni sem var farþegi í bíl sem ók fram hjá drengnum í Lundúnaborg rétt fyrir miðnætti á fimmtudags- kvöld. Að sögn lögreglu stóð drengurinn og vinir hans fyrir utan skyndibitastað í Forest Gate í austurhluta Lundúnaborg- ar þegar skotinu var hleypt af. Strákurinn er ekki talinn vera í lífshættu og er málið í rannsókn. Ofbeldisverk gegn unglingum hefur farið fjölgandi í höfúðborg- inni að undanförnu, en sjö ung- lingar hafa látist af völdum skot- og hnífaárása frá lok janúar. Vopnafjörður: Lést í sjóslysi Trillusjómaðurinn sem lést af slysforum aðfaranótt fimmtudagsins hét Guðmund- ur Ragnarsson. Hann var 65 ára gamall og til heimilis að Hafnarbyggð 23 á Vopnafirði. Mynd/BrynjaiGauti Einar Sigurðsson forstjóriÁrvakurs sagði á fundi um sameininguna að hún muni styrkja bæði féiögin. Arvakur kaupir allt hlutafé í Ari og degi útgáfufélagi Blaðsins Attu helming hlutafjár fyrir Vonast til að bæta Blaðið Mikil tækifæri í fríblöðum jn jjiiii ■ ni 1—""‘"‘‘""l 'I Mk Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynur@bladid.net Árvakur hf„ stofnandi og eigandi Morgunblaðsins, hefur keypt allt hlutafé í Ári og degi ehf. sem er útgáfufélag Blaðsins. Starfsemi félaganna verður sameinuð undir merkjum Árvakurs, sem gefur þá út Morgunblaðið, langstærsta áskriftarblað landsins, Blaðið, það fríblað sem hefur mesta dreifingu á landinu, og mbl.is, öflugasta fréttavefmiðil landsins. Eftir sam- eininguna nær Árvakur daglega til um 85 prósenta þjóðarinnar með frétta- og afþreyingarmiðlun. Einar Sigurðsson, forstjóri Ár- vakurs, sagði að með þessu vonist félagið til að geta gert Blaðið enn öflugra en áður. „Fyrir einu og hálfu ári gengum við til liðs við þann harðsnúna hóp sem kom Blaðinu á laggirnar og höfum síðan átt helmingshlut í Ári og degi. Blaðið hefur náð góðum ár- angri á mjög hörðum markaði, og ætlum við með sameiningunni að styrkja það enn frekar.“ Einar segir mikil vaxtatækifæri í fríblaðamarkaðinum á íslandi, og þess vegna hafi Árvakur ákveðið að kaupa Blaðið allt. Liður í að styrkja rekstur Blaðsins sé að auka dreif- inguna enn frekar. Þá verður unnið að því í samstarfi við núverandi rit- stjórn Blaðsins að gera innviði þess eins gott og mögulegt sé, og þess gætt að bæði blöð haldi sínum sér- kennum og ritstjórnarlegu frelsi. Forstjórinn segist mjög ánægður með að fá þá sem hafa leikið lyk- ilhlutverk í stofnun og rekstri Blaðsins til liðs við sig, en Karl Garðarsson sem verið hefur fram- kvæmdastjóri Blaðsins mun vinna að rekstrarlegri samlegð í útgáfu- starfseminni og Steinn Kári Ragn- arsson sem verið hefur auglýsinga- stjóri Blaðsins mun taka virkan þátt í að byggja upp nýtt sölu- og mark- aðskerfi hins sameinaða félags. Og hann vonast til að með sameining- unni verði ekki eingungis hægt að styrkja Blaðið, heldur einnig Árvak sem heild. „Með sameiningunni fáum við til liðs við okkur stóran og frjóan hóp fagfólks sem mun án efa styrkja fyrirtækið.“ ViH Þj J'áta 9o«« *ér leið87 €lli €ldflugQ ©r forvQrnorverkefni som beinist oð börnum og umforðinni. Fram til þossa hofo vorið sýndar toiknimvndir moð €IIq €ldflugu í Sjónvorpinu og onn bíðo nokkrir þaettir sýningor. fíuk þoss hofo vorið gofnor út bækur og hoimosíðu vorið holdið úti (uuuuuu.0ldflugon.is). Nú ósko 0ig©ndur €llo €ldflugu eftir somstorfsoðilum til oð róðost í ný verkefni. Nónori upplýsingor voitir: Morkoðsstofon ohf. sími 517 7701 Rannsókn Hafró: Þorskstofn er minni og léttari en áður Stofnvísitala þorsks hefur lækkað um 17 prósent frá því í fyrra, og bæði 2006- og 2004-ár- gangarnir eru mjög slakir. Þetta kom fram í rannsókn sem Hafr- ansóknarstofnun lét gera í mars. í rannsókninni kemur einnig fram að holdafar þorsksins sé undir með- altali áranna frá 1993 þegar vikt- anir hófust og að stærð uppvaxandi árganga virðist ívið minni en fyrri mælingar sýna. Magnús Þór Haf- steinsson, varaformaður og þing- flokksformaður Frjálslynda flokks- ins, segir þetta mikil vonbrigði og áfall fyrir ríkisstjórnina. Hann segir að kjósendur verði að taka mið af þessu þegar haldið verður í kjörklefana, enda sé sýnt að rík- isstjórnin sé ekki hæf til að stýra þessum málaflokki. „Ég kenni vald- höfum um, menn hafa verið með mjög heimskulega nýtingarstefnu á þessum stofni sem öðrum. Það hefur ekki verið hlustað á varnaðar- orð okkar í Frjálslynda flokknum um að nýtingarstefnan sé röng og sé búin að vera það í mjög mörg ár.“ Magnús segist búinn að flytja um þetta margar ræður í þinginu í vetur sem menn haf ekki tekið mark á, og nú séu þeir að súpa seyðið af því. Þorskurinn a niðurleið Stofnvísitala þorsksins erlægri og sá guli magrari en áður að sögn Hafrannsóknastofnunar. - vinsælasta viðbitið

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.