blaðið - 14.04.2007, Blaðsíða 6
6
LAUGARDAGUR 14. APRÍL 2007
blaöið
INNLENT
FLOKKSSTJÓRN VG
Vill stopp fram yfir kosningar
Flokksstjórn VG beinir þeim eindregnu tilmælum til tor-
manna stjórnarflokkanna, iönaðarráöherra og forstjóra
Landsvirkjunar, aft öllum undirbúningi og hvers kyns aft-
gerftum er tengjast stórvirkjunum og uppbyggingu frekari
stóriftju verfti hætt fram yf ir kosningar til Alþingis 12. maí.
SKAGAFJÖRÐUR
Fagna verndun Jökulsánna
Áhugahópur um verndun Jökulsánna í Skagafirfti fagnar þeim
áfanga sem náftst hefur í verndun þeirra meft því að sveitar-
stjórn Skagafjarftar hafi dregift til baka tillögur sem gera ráð
fyrir Villinganesvirkjun og Skatastaftavirkjun á aftalskipulagi
sveitarfélagsins. Þaft var gert á sveitarstjórnarfundi í vikunni.
Nýr aðstoðarritstjóri
Sigríftur Dögg Auðunsdóttir, fyrrverandi ritstjóri
Króníkunnar hefur verið ráftin aftstoftarritstjóri
DV. Sigríður Dögg var sú eina af ritstjórn
Króníkunnar sem tók boði um starf á DV þegar
útgáfufélag blaðsins keypti Króníkuna.
Fjarðaflug hyggur á landvinninga:
Ihuga Húsavíkurflug
Byggðaráð Norðurþings hefur
samþykkt drög að samkomulagi
við Fjarðaflug ehf. um að taka að
sér rekstur flugstöðvarinnar á Húsa-
víkurflugvelli og hefja flug til Húsa-
víkur. Hefur byggðaráð falið sveitar-
stjóra að undirrita samkomulagið.
„Það hefur ekki verið ákveðið
frá hvaða stöðum verður flogið.
Við erum í viðræðum við bæjar-
yfirvöld á Húsavík og flugmálayf-
irvöld. Það er ýmislegt í skoðun,“
segir Steindór Jónsson, flugrekstr-
arstjóri Fjarðaflugs ehf.
Að sögn Steindórs er Fjarðaflug
með átta sæta flugvél eins og er.
|
|
I
I
-
+ BETRI LEIÐ TIL
AÐ HÆTTA
FÁÐU REYKLAUSA BÓK
í NÆSTU VERSLUN
LYFJU
Lágrnúli - Smáratorg - Laugavcgur - Smáralind - 5pöngin • Garðatorg - Setbcrg - Keflavík - Grindavík • Selfoss • Laugarás
Borgarnes - Stykkishólmur ■ Grundarfjörður • Búðardaiur • Ísafjörður - Boiungarvík - Patreksfjörður - Sauðárkrókur
Blönduós - Hvammstangi - Skagaströnd - Húsavík - Kópasker Raufarhöfn - Þórshöfn - Egiisstaðir - Seyðisfjörður
Fáskrúðsfjörður - Höfn - Neskaupstaður • Reyðarfjörður - Eskifjörður
www.lyfja.is
Qjlyfja
- Lrfið heil
ISLANDSMEISTARAMOTIÐ
Verður haldið í
íþróttahúsi Hagaskóla
laugardaginn 14. apríl kl. 14:00
Keppt verður í eftirfarandi greinum:
Kata kvenna.
Kata karla.
Hópkata kvenna (3ja kvenna sveitir).
Hópkata karla (3ja manna sveitir).
Mætum og fylgjumst með bestu karatemönnum
landsins.
Aðgangur ókeypis!
KARATESAMBAND
ISLANDS
Landsfundur Sjalfstæðisflokks
ins Velferðarmál voru áberandi
þegar raðherrar flokksins sátu fyrir
svörum í fyrirsþurnartíma í gær.
BlaðiÖ/Eyþór
Áhersla á velferðarmál á landsfundi Sjálfstæðisflokksins:
Vilja ráðuneyti
heilbrigðismála
Aukinn einkarekstur ■ Fjármálaráðherra varar við stóriðjustoppi
Eftir Magnús Geir Eyjólfsson
_________________magnus@bladid.net
Landsfundur Sjálfstæðisflokks-
ins hélt áfram í Laugardalshöll
í gær. Allt að fimmtán hundruð
manns eru skráðir á fundinn og
er góð stemmning á meðal fund-
armanna, enda stutt í kosningar
og flokkurinn stendur vel að vígi í
skoðanakönnunum.
Hápunktur dagsins í gær var
fyrirspurnartími þar sem flokks-
menn beindu spurningum sínum
að ráðherrum flokksins. Einn ráð-
herra, Björn Bjarnason dómsmála-
ráðherra, var fjarverandi þar sem
hann er enn að jafna sig eftir skurð-
aðgerð á brjóstholi. Hann gaf sér þó
tíma til að senda fundarmönnum
kveðju, líkt og Tómas Ingi Olrich,
sendiherra í Frakklandi og fyrrum
menntamálaráðherra.
Ráðherrarnir fimm svöruðu hátt
í 40 fyrirspurnum af ýmsum toga
og komust færri að en vildu á fyr-
irspurnarskrá. Flestar fyrirspurn-
irnar snérust að efnahags- og vel-
ferðarmálum, en engar fyrirspurnir
bárust varðandi velferðarmál.
Geir H. Haarde var meðal annars
spurður að því hvort Sjálfstæðis-
flokkurinn hefði hug á að taka
aftur yfir ráðuneyti heilbrigðis- og
tryggingamála. Þrátt fyrir að hafa
hefur Sjálfstæðisflokkurinn ekki
stjórnað því ráðuneyti frá því árið
1987 þegar Ragnhildur Helgadóttir
var heilbrigðisráðherra.
Geir svaraði því til að sjálfstæðis-
menn hefðu fullan hug á að stjórna
því ráðuneyti. „Við höfum
mjög góðar hugmyndir
um hvernig reka eigi það
ráðuneyti og heilbrigðis-
kerfið. Við erum auðvitað
meðábyrgir í því sem
gert hefur verið í heil-
brigðismálum á und-
anförnum árum og þar
hefur margt gott verið
að gerast. Það er hins
vegar fleira sem mætti
gera og betur fara í
heilbrigðiskerfinu.
Meðal annars myndum við vilja
opna möguleika á að fleiri rekstrar-
form fengju að njóta sín í heilbrigð-
iskerfinu þó að greiðandinn fyrir
heilbrigðisþjónustuna yrði áfram sá
sami, það er að segja ríkisstjórnin.“
Geir var einnig spurður að því
hvort Sj álfstæðisflokkurinn hygg-
ist beita sér fyrir einkarekinni
heilbrigðisþjónustu í ríkari mæli.
Geir vísaði í fyrra svar sitt en ítrek-
aði að einkarekstur þýddi ekki að
ríkið greiddi hætti að greiða fyrir
þjónustuna. „Allar fullyrðingar um
stefnu. Við teljum að það sé hægt
að veita betri þjónustu á ýmsum
sviðum með minni tilkostnaði með
því að hleypa einkaframtakinu
inn í ákveðna þætti heilbrigðisþjón-
ustunnar,“ sagði Geir og vísaði í
þvi sam- ^ hengi til reynslu
* stefnunnar í
menntakerfinu.
Þeirri spurningu
var beint til Árna
Mathiesen, fjármálaráð-
herra, hvaða afleiðingar
stóriðjustopp hefði á efna-
hag landsins. Arni svaraði því
til að slíkt stopp myndi þýða
minnkun hagvaxtar og kaup-
máttar sem nemur einu prósenti
á ári en ella, auk þess sem líkur
á atvinnuleysi yrðu mun meiri.
Erfitt væri þó að segja til um hversu
mikið þar sem það væri háð þróun í
öðrum starfsgreinum.
Árni sagði afleiðingarnar þó al-
varlegri fyrir fyrirtæki sem eru að
undirbúa útrás í umhverfis- og orku-
geiranum. „Það væri þá ekki lengur
um það að ræða að þetta væri heima-
markaður sem þessi fyrirtæki hefðu
til að treysta og starfa á. Það er jafn-
vel hægt að halda því fram að þetta
myndi algjörlega kippa fótunum
undan þeirri útrás sem þar er í
undirbúningi.“
Umboðsmaður Alþingis og athafnir Fjármálaeftirlits:
Skoðar málskotsreglur
Umboðsmaður Alþingis, Tryggvi
Gunnarsson, telur mikilvægt að
ekki ríki vafL um hvort einstak-
lingum og lögaðilum sé heimilt að
leita með kvartanir til hans vegna
ákvarðana og athafna Fjármála-
eftirlitsins. Ætlar umboðsmaður
að kynna Alþingi, og sérstaklega
allsherjarnefnd þess, sjónarmið
sín þegar nýtt þing kemur saman í
haust.
fíétturinn þegar
tryggður
Tryggvi Gunnarsson,
umboðsmaöur Alþingis
Umboðsmaður bendir á að með
lagabreytingu 2006 hafi verið lagt
til að ákvæði um kærunefnd yrði
fellt brott. í stað þess hafi verið sett
ákvæði um að heimilt væri að skjóta
ákvörðunum Fjármálaeftirlitsins til
dómstóla. Umboðsmaður bendir
jafnframt á að sá réttur hafi þegar
verið tryggður í 70. grein stjórnar-
skrárinnar frá 1944 hvað sem liði til-
vist hinnar sérstöku kærunefndar.
Nú hafi löggjafinn hins vegar
ákveðið að þessi réttur sé háður
ákveðnum málshöfðunarfresti.