blaðið - 14.04.2007, Page 15
blaðið
LAUGARDAGUR 14. APRÍL 2007 15
35
30
25
20 L—
15 |
10
5 L
0
Fjöldi lekandatilfella sem greindist
á sýklafræðideild LSH 11997-2006
Heimild: Farsóttarfréttir
1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006
Lekandatilfellum fjölgar:
Meirihlutinn
smitast á íslandi
Alls greindist 31 einstaklingur
með lekanda á sýklafræðideild
Landspítala-háskólasjúkrahúss á
árinu 2006 og er það mikil aukn-
ing frá árinu 2005, að því er kemur
fram í Farsóttafréttum. Svo virð-
ist sem meirihluti smitaðra hafi
smitast á íslandi og er það nýmæli
miðað við fyrri ár þegar nánast
allt lekandasmit átti uppruna
sinn erlendis. Sýkingin greinist
oftast í aldurshópnum 20 til 24
ára og eru karlmenn í meirihluta.
Langflestir sem greinast eru frá
höfuðborgarsvæðinu.
Helstu einkenni lekanda eru
sviði og útferð frá þvagrás og kyn-
færum en bent er á að konur eru
oftar einkennalausar af sýking-
unni en karlar. Lekandasýking
getur valdið alvarlegum sýkingum
og borist út í blóðið. Auk þess er
ófrjósemi þekktur fylgikvilli sýk-
ingarinnar, einkum hjá konum.
Alþjóðabankinn:
Wolfowitz í vanda
Stjórn Alþjóðabankans segist ætla
að taka ákvörðun um framtíð Paul
Wolfowitz, forseta Alþjóðabankans,
á allra næstu dögum. Margir hafa
krafist afsagnar Wolfowitz eftir að
upp komst að hann hafði veitt Shaha
Riza, ástkonu sinni, stöðuhækkun
og mikla launahækkun skömmu
eftir að hann tók við forsetastólnum,
en hún starfaði hjá bankanum.
Wolfowitz hefur viðurkennt að
hann gerði mistök og beðist -afsök-
unar vegna málsins. George Bush
Bandaríkjaforseti hefur lýst yfir
stuðningi við Wolfowitz, sem áður
starfaði sem aðstoðarutanríkisráð-
herra í Bush-stjórninni.
FYR R
Kynningarfundur verður haldin
mánudaginn 16,apn'l kl. 20
Ármúla 11, 3,hæð
Æskilegt að foreldrar
mæti með
□ www.naestakynslod.is
Vilt þú...
...vera einbeittari í námi?
...geta staðið þig vel í vinnu?
...vera jákvæðari?
...eiga auðveldara með að
eignast vini?
...vera sáttari við sjálfan þig
Dale Carnegieí sima 555 7080
og fáðu nánari upplýsingar
um Næstu kynslóð
Kíktu á naestakinslod.is og sjáðu hvað aðrir þáttakendur höfðu að segja um þjáifunina
ýi; mm
Samfylkingin
Reykvíkingar!
Kosningamiðstöð Samfylkingarinnar í Reykjavík opnar á morgun, sunnudaginn
15. apríl, í gamla Landsímahúsinu við Austurvöll. í tilefni þess bjóðum við ykkur í
kaffi og góðgæti og börnunum upp á pylsur og hoppikastala frá kl. 15:00 - 17:00.
Sjáumst á morgun!