blaðið - 14.04.2007, Blaðsíða 24

blaðið - 14.04.2007, Blaðsíða 24
LAUGARDAGUR 14. APRÍL 2007 bla6iö Nútíminn og fortíðin mætast Ég hef tvisvar sinnum farið til Sjanghæ í Kína, bæði í fyrra og í hittiðfyrra, og það var að mörgu leyti sjok- kerandi í jákvæðum skilningi þess orðs. Það var alveg æðislegt að koma þangað enda er Kína afar ólíkt þvi sem ég hef kynnst og alveg einstaklega framandlegt. Vestrænna áhrifa gætir þar að einhverju leyti víða, en þó ekki alls staðar þar sem nútíminn og gamli tíminn mætast þar mjög náið. Til marks um það er hægt að sjá einhver nútímalegustu og framsæknustu hverfi í heiminum með geðveikum háhýsum og svo gengur maður yfir eina götu og líður eins og maður sé að ganga 200 ár eða lengra aftur i tímann. Það er alveg ótrúleg upplifun og ég vona sannarlega að ég eigi eftir að fara aftur til Kína við tækifæri. Stundum þegar við ferðumst til fjarlægra latida eða jafnvel bara vöðutn yfir bæjarlækinn blasir við okkur framandlegur veruleiki settt er í engri líkingu við það sem við höfum áður kynnst eða ímyndað okkur. Svokölluð menningarsjokk geta verið af ýmsutn toga. Stitn eru ánægjuleg, önnur sorgleg, stundum eru þau léttvæg en stundum graf- alvarleg. Blaðið spurði fimtn ólíka einstaklinga hvort þeir hefðu einhvern tíman á ævi sitttti upp- lifað tnenningarsjokk. Óskaplega illir hermenn í Berlín Það sem stendur upp úr hjá mér er þegar ég var fimm ára gömul á ferðalagi um Evr- ópu með fjölskyldunni þar sem við vorum að keyra frá Vestur Berlín yfir í Austur Berlín. Ég man mjög skýrt eftir því þegar við fórum í gegnum Checkpoint Charlie þar sem voru hermenn óskaplega illir á svipinn með vél- byssur. Ég hafði aldrei áður séð hermenn með berum augum og hvað þá byssur, og varð dálítið smeyk við þessa upplifun, en við systurnar kölluðum þetta alltaf Vondu landa- mærin eftirleiðis. Við vorum auðvitað afskap- lega prúðar og þögðum alla leiðina þarna í gegn þar sem við vorum svo hissa að við komum ekki upp einu einasta orði. Ég held að þetta hafi verið stærsta menningarsjok- kið mitt í lífinu. Reyndar var þessi ferð í alla staði mjög eftirminnileg enda alveg stórkost- legt þar sem við keyrðum um alla Evrópu á gamla Saabnum okkar. Ég fór síðan aftur til Berlínar mörgum árum síðar, eða tveimur árum eftir að múr- inn féll. Það má segja að það hafi líka verið hálfgert menningarsjokk, enda sá ég þá mikinn mun á vestur- og austurhluta borgar- innar og gat séð það út frá byggingarstíl og öðru hvar múrinn hafði staðið. Hef þurft að aðlagast ýmsu Ég kem frá Japan sem er auðvitað talsvert ólíkt Islandi þannig að það tók mig tíma að venjast menningunni hér og ég fékk oft menn- ingarsjokk til að byrja með. I Japan er mjög mikilvægt að sýna virðingu fyrir sér eldra fólki með þvi að ávarpa það alltaf með eftirnafni, en þegar ég kom hingað tók ég eftir því að 12 og 13 ára krakkar kölluðu á mig og sögðu „Hey Toshiki!“ Slíkt gerist aldrei í Japan og það tók mig talsverðan tíma að átta mig á og venjast því hvernig þetta er hérna á íslandi. Annað gott dæmi um menningarsjokk sem ég fékk tengist kirkjunni. Ég starfa í lútersku kirkjunni og í Japan er kristni í minnihluta og fyrir vikið er kirkjan að mörgu leyti róttækari þar heldur en hér. Hér er hún íhaldssamari og ég þurfti að laga mig að því. Þar sem ég vinn með innflytjendum á Is- landi verð ég oft var við það þegar þeir fá svipuð menningarsjokk og ég var stundum að fá þegar ég var nýr í landinu. Vegna menningarmunar er oft töluverður munur á upplifun innflytjend- anna og því sem íslendingarnir eiga í raun og veru við. Þá legg ég áherslu á að útskýra fyrir þeim og túlka framkomu íslendinga. Á skíðum í eyðimörkinni Ég fékk ákveðið menningarsjokk þegar ég fór til Jemen um áramótin þar sem maður sér kannski sjö manna fjölskyldu sem býr í leir- kofa með þak úr hálmi og dúki. Þarna hefst fólk við hvernig sem viðrar, jafnvel i mígandi rigningu og næturkulda. Þegar maður sér hvernig við Islendingar búum kann maður miklu betur að meta það þótt ekki sé nema fyrir einfalda hluti eins og að geta skrúfað frá og fyrir kalda og heita vatnið. Það er náttúr- lega alveg ómetanlegt. Þegar ég fór síðast til Jemen fór ég í gegnum Dubai og þar blöstu öfgarnar við mér. Það voru svakalegar andstæður á þessum stöðum sem manni finnst vera nálægt hvor öðrum enda er maður ekki nema um klukkutíma að fljúga á milli þeirra. Ég stoppaði í sólarhring í Dubai til að fara á skíði því að þar er innanhússkíðahöll í miðri eyðimörkinni með 400 metra háa brekku, stólalyftu, toglyftur og veitingastað. Þetta var alveg ótrúlegt. Ég vissi að það væri einhvers konar innanhússkíðaaðstaða þarna en ég fór ekki á Netið og kynnti mér hana áður en ég fór út. Ég vissi því ekkert við hverju væri að búast og hafði enga hugmynd um það. Svo var þetta bara ótrúlega glæsilegt. Áhrifaríkt torg í Kína Þegar ég bjó í Kína í hálft ár upplifði ég stanslaus menningarsjokk vegna þess hversu ólík þjóðfélög Islands og Kína eru. Ég man sérstaklega eftir því þegar ég stóð á Torgi hins himneska friðar í Peking í fyrsta skiptið og fór að hugsa til þeirra hræðilegu atburða sem þar áttu sér stað árið 1989. Eg sá fyrir mér mynd sem ég hafði séð af torg- inu þar sem stúdentar stóðu fyrir framan skriðdreka og maður vissi að þeir voru að fara að keyra yfir þá og að sumir þeirra yrðu skotnir. Tilfinningin að vera staddur á þessum sama stað var menningarsjokk út af fyrir sig. Annars hef ég líka fengið skemmtileg sjokk og dæmi um það var þegar ég var stödd í Páskaeyju í Indlandshafi og sá risa- stórar styttur úti um alla eyju. Það er dálítið erfitt að lýsa þeim en þetta voru svona fimm metra háar styttur af fígúrum af einhverju tagi. Þetta minnti mig dálítið á Egyptaland, en þangað hef ég líka komið. Ég pældi mikið í því hverjum hefði dottið í hug að reisa allar þessar styttur og hvernig í ósköpunum það hefði verið hægt á sínum tíma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.