blaðið - 14.04.2007, Síða 26
26 LAUGARDAGUR 14. APRÍL 2007
blaðið
Ég get skotið þig
Sigurður Ólafsson, átján ára sjó-
maður á Akureyri, og félagi hans
Jóel Ragnarsson voru í bíó föstudags-
kvöldið 2. apríl 1976. Án nokkurs
tilefnis segir Sigurður við Jóel að
sig langi til að drepa einhvern. Jóel
veitti þessum orðum enga sérstaka
athygli enda hafði hann áður heyrt
Sigurð segja þetta, en Jóel tók orð
hans aldrei alvarlega.
Rúmri viku fyrr höfðu þeir setið
inni á veitingastaðnum Bautanum
og þó svo bannað væri að vera með
áfenga drykki þar inni blönduðu
þeir úr flösku sem þeir voru með
saman við gosdrykki sem þeir
höfðu keypt. Afgreiðslustúlka kom
til þeirra og vísaði þeim út. Þegar
þeir voru komnir út sagði Sigurður
við Jóel að best væri að drepa stúlk-
una. Næstu daga á eftir endurtók Sig-
urður þetta nokkrum sinnum, að
best væri að drepa stúlkuna. Þegar
þeir voru í bíóinu nefndi Sigurður
hins vegar ekki að hann vildi drepa
stúlkuna, heldur bara einhvern.
Skildi við félaga sína
Kvöldið eftir, laugardagskvöldið 3.
apríl, fór Sigurður heiman frá sér og
ætlaði í bíó með Jóel. Þeir hittumst
við Nýja bíó en hættu við að fara í
bíó, ákváðu heldur að safna pening-
um og kaupa sér flösku. Sigurður
var blankur, hafði fengið hjá móður
sinni tómar flöskur til að selja. Þeir
strákar hittu sameiginlegan kunn-
ingja, Magnús. Saman tókst þeim
að öngla saman nægum peningum
til að geta keypt eina og hálfa flösku
af brennivíni. Með vínið fóru þeir
heim til Jóels og drukku úr flöskun-
um. Þegar komið var á þriðja tím-
ann um nóttina fóru þeir í bæinn en
skömmu eftir að þeir komu þangað
skildi leiðir með þeim.
Stal riffli
Þegar Sigurður var orðinn einn
gekk hann að leigubílastöð BSO og
þaðan að versluninni Höfn og að bak-
dyrum á verslun Brynjólfs Sveinsson-
ar, en þá var um hálf klukkustund
liðin frá því Sigurður kvaddi félaga
sína. Bærinn var mannlaus. Hann
gekk að glugga á versluninni, tók
upp stein og braut rúðuna. Hann
notaði trefil sem hann var með til að
tína glerbrot úr glugganum. Honum
tókst að opna gluggann og fór inn í
verslunina.
Hann skoðaði sig um stutta
stund, tók síðan tvær haglabyssur
og riffil og fór með skotvopnin inn
á klósett. Hann fór aftur fram og
náði sér í nokkra pakka af haglaskot-
um, fór aftur inn á klósett og hlóð
aðra haglabyssuna, tvihleypu, bæði
hlaupin, og skaut úr henni í vegginn.
Hann hafði ákveðið að hafa þessa
byssu með sér en líkaði hún ekki,
fannst hún of hávaðasöm. Hann
henti haglaskotunum í klósettið, fór
aftur inn í búðina og sótti sex eða
sjö pakka af riffilskotum og tösku
sem hann ætlaði að setja skotin í, en
hætti við það þar sem honum þótti
taskan fullstór. Hann hlóð riffilinn
og skaut skoti og hlóð hann aftur.
Næst tróð hann skotunum í úlpu-
vasa og buxnavasa. Að þessu loknu
fór hann að afgreiðslukassa verslun-
arinnar og tók úr honum um átta
þúsund krónur.
Að þessu Ioknu gekk hann að bak-
dyrum verslunarinnar. Hann var
með peningana, riffilinn og skotin.
Miðaði byssu
Sigurður gekk upp Brekkuna, að
verslun KEA við Byggðaveg og síðan
áfram upp Vanabyggð og Einilund
og áfram í átt að Heiðarlundi. Það
sem hann eftir götunni sá hann
mann koma á móti sér.
Sigurður lagðist niður og miðaði
byssunni að manninum. Hann hætti
við að hleypa af, stóð upp og gekk á
móti manninum, miðaði byssunni
á hann og skipaði honum að stoppa.
Maðurinn lét ekki segja sér það tvisv-
ar. Sigurður spurði manninn að
nafni, hvar hann ætti heima og hvert
hann væri að fara. Maðurinn sagðS
heita Ásbjörn, hvar hann byggi og
sagðist hafa ætlað að útvega sér vín.
Meðan þeir ræddu miðaði Sigurður
byssunni stöðugt að Ásbirni.
Ásbjörn spurði hvort hann ætl-
aði að skjóta sig. Sigurður svaraði
að það gæti vel komið til greina og
miðaði byssunni að andliti Ásbjörns
og sagðist vel geta skotið hann. Sig-
urður setti byssuna niður og spurði
Ásbjörn hvað hann myndi gera ef
hann leyfði honum að fara, hvort
hann myndi fara á lögreglustöðina
og segja til sin. Ásbjörn sagðist ekki
myndugera það.
Hélt í Ásbjörn
Sigurður tók aftur upp byssuna og
miðaði aftur, nú á milli augnanna á
Ásbirni. Hann hafði sagt geta skotið
og lét ekki sitja við orðin tóm heldur
hleypti af. Ásbjörn féll aftur fyrir sig
fjóra til fimm metra. Sigurður gekk
að honum, þar sem hann lá og hélt
um andlitið og sá blóð vella um nas-
ir og munn. Sigurður beið þess að
Ásbjörn létist en þar sem það dróst
barði hann Ásbjörn í bakið með
byssuskeftinu. Við það hékk hann
alveg niður en tókst að reisa sig upp
og sparka rifflinum úr höndum Sig-
urðar og greip í buxur hans. Sigurð-
ur beygði sig niður og barði Ásbjörn
ítrekað í andlitið, Sigurður féll við og
Ásbjörn reyndi að teygja sig eftir riffl-
inum. Sigurður reyndi að losa um
tak Ásbjörns á buxunum en tókst
það ekki fyrr en hann barði hann
aftur í andlitið. Honum tókst að ná
rifflinum og skaut aftur á Ásbjörn.
Skotið hafnaði í hnakkanum. Sigurð-
ur skaut aftur á sama stað. Við það
féll Ásbjörn og lá eftir hreyfingalaus.
Sigurður er ekki viss um hvort hann
skaut fleiri skotum en þegar hér var
komið fór hann að safna saman
patrónunum og gekk að skúr sem
þarna var. Hann gróf riffilinn í snjó,
en patrónurnar setti hann i moldar-
haug og stappaði á þeim. Síðan fór
hann heim.
Minningarkort
Minningar- og styrktarsjóðs
hjartaskjúklinga
HjartaHeill
simi 552 5744
Giró- og kreditkortþjónusta
heilsa
-hafðu þaö gott
Verslun ORMSSON að Lágmúla 8 hefur verið endurnýjuð frá grunni
AEG SAMSUNG TEFAt
OPIÐ ELDHÚS I SÝNINGARSAL ALLA HELGINA
Fjöldi girnilegra opnunartílboða!
OPIÐ HÚS ALLÁ\ HELGINA
Opið laugardag frá kl. 11-16
og sunnudag frá kl. 13-17.
LÁGMÚLA 8 • 3ÍMI 530 2800 • www.ormsson.is