blaðið - 14.04.2007, Blaðsíða 38

blaðið - 14.04.2007, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 14. APRÍL 2007 blaöiö Ásrún Eva þjáöist af átröskun í þrettán ár Vissi ekki hvemig væri að vera Blam/fyþór Ásrún Eva Harðardóttir var einungis níu ára gömul þegar hún fékk átröskun og við tíu ára aldur var hún komin í sína fyrstu meðferð við átröskun. Næstu þrettán ár barðist hún við þennan illvíga sjúkdóm og dvaldist langtímum saman á spítala. Með ótrúlegri þrautseigju og þrjósku náði hún samt sem áður að Ijúka stúdentsprófi. Nýverið kom saga Ásrúnar Evu út í bókinni Horfin í heim átröskunar en þar má líka finna fræðilega úttekt á sjúkdómnum eftir Þórdísi Rúnarsdóttur. Ásrún Eva sagði Svanhvíti Ljósbjörgu Guðmundsdóttur sögu sína einn hryssingslegan eftirmiðdag. Polarolje Selolía einstök olía Þessi einstaka olía sem seldist | upp fyrir páska er komin aftur I Innihetdur hátt hlutfall Omega 3 f itusýrur ÓRTÚLEGUR ÁRANGUR POLAROLÍU! M!! "Eftir að hafa verið of þungur í mörg ár og þjáðst af verkjum í liðum og stoðkerfi tók ég mig til og létti mig um 65-70 kg. Ég sat eftir með þessar þjáningar og reyndi allt til að mér liði betur. Það var ekki fyrr en ég uppgöt- vaði POLAROLlU að þjáningar mínar hurfu og nú get ég þess vegna hlaupið 100 m grindarhlaup." Gott fyrir: • Liðina • Maga- og þarma- starfsemi Magnús Ólafsson, leikari. • Hjarta og æðar • Ónæmiskerfið Polarolían fæst í apótekum, heilsuhúsum og Fjarðarkaupum L. Á að er ekki að sjá á Ás- rúnu Evu að hún hafi verið veik megnið af ævinni enda heilbrigð, einkar myndarleg og klár stelpa á ferð. Ás- rún er ófeimin þegar hún byrjar að ræða um sjúkdóm sinn, rétt eins og hún hafi aldrei gert annað. „Það var í raun engin ástæða fyrir því að ég veiktist heldur var þetta einhver kvíði sem var kominn út í óefni. Ég stjórnaði kvíðanum með því að hætta að borða og þetta varð að nokkurs konar þráhyggju. Ég man ekki al- mennilega hvernig þetta byrjaði en ég var að horfa á mig í speglinum og fannst ég feit. Þá fór ég að hreyfa mig mjög mikið og minnkaði smátt og smátt að borða þar til ég borð- aði ekki neitt. Ég vissi varla hvað megrun var og mér fannst ég ekki vera í megrun, ég vissi bara ekkert hvað þetta var. Samt langaði mig í mat og var svöng en ég fann bara ekki fyrir því.“ Næring í æð Foreldrar Ásrúnar sáu strax breytinguna á dóttur sinni og fóru oft með hana á heilsugæslustöðina. „Ég var í endalausum rannsóknum en sjúkdómurinn var lítið þekktur þá. Mamma og pabbi voru alltaf send heim með mig aftur og sagt að þetta væri einhver magaflensa, þau væru grönn sjálf og mitt vaxtar- lag því eðlilegt eða að ég myndi ör- ugglega byrja að borða aftur. Eina nóttina var ég rosalega kvalin í mag- anum og gat ekki farið í skólann. Mamma fór með mig til læknis og sagði að hún myndi ekki fara með mig heim aftur fyrr en þeir vissu hvað væri að. Þá var ég búin að létt- ast um mörg kíló, þurfti næringu í æð og magaslöngu. Læknirinn sagði að ég hefði ekki lifað mikið lengur hefði þetta haldið svona áfram.“ Var hrædd við mat Átröskunin lá í dvala næstu tvö ár en þegar Ásrún var tólf ára gömul veiktist hún aftur. Hún var þó ekki það illa haldin að hún þyrfti að leggjast inn á spítala en fjórum árum síðar komst sjúkdóm- urinn á alvarlegt stig. Þá var Ás- rún Eva 16 ára, 166 cm á hæð og 32 kíló. „Næstu árin var ég stöðugt í meðferð. Ég veit ekki hve margar meðferðir ég fór í en þær voru mjög margar og langar. Ég átti erfitt með að viðurkenna fyrir sjálfri mér að ég væri með átröskun og ákvað að auðvelda ekki starfsfólkinu á geðdeildinni vinnuna. Mér fannst sem átröskunarmeðferðin byggð- ist upp á hótunum og mér leið eins og starfsfólkið væri andstæðingar mínir. Það var ekki unnið að því að skapa traust og mér fannst ég aldrei geta sagt hvernig mér liði ví það var enginn trúnaður,“ segir srún og lýsir hugarástandi sínu á þessum tíma. „Mér leið eins og ég væri í mikilli hættu og ég var rosalega hrædd við mat. Ég hélt ég myndi þyngjast, jafnvel þó ég borð- aði bara hálft epli. Ég hugsaði með mér að það tæki enginn eftir því þótt ég myndi léttast um fimm kíló og svo vildi ég alltaf léttast meira og meira. Ég hefði gert hvað sem er, bara til að fá að sleppa að borða eitthvað af matnum á spítalanum. Ég faldi matinn í vasanum, sokk- unum, setti hann undir borð og svo framvegis.“ Faldi matinn Ásrún segir að eftir á að hyggja sé ótrúlegt hvernig henni tókst að fela mat, sérstaklega í ljósi þess að yfirleitt voru starfsmenn nálægir til þess að fylgjast með að hún borð- aði. „Þótt það væri setið með mér á meðan ég borðaði þá gat ég samt sem áður komið mat undan, það var nóg að starfsmaður leit undan í augnablik. Gæslan yfir mér var alltaf hert en einhvern veginn tókst mér alltaf að koma mat undan. Ég held að þetta sýni bara ákveðið þekkingarleysi á sjúkdómnum því flestum finnst gott að borða og skilja því ekki hina hliðina. Ég varð líka að borða svo mikið magn af mat. Þar sem ég var ekki að þyngj- ast út af því að ég faldi matinn var alltaf bætt meiri mat við og ég þurfti að losa mig við enn meiri mat. Ég gat bara ekki borðað allt sem ég átti að borða.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.