blaðið - 14.04.2007, Side 41

blaðið - 14.04.2007, Side 41
Kartell í heimi þar sem gildi og viðmið eru komin á flot er almenn tilhneiging að taka tákn, sögu, siðvenjur og hefðir traustataki og nota þessi atriði á nýjan hátt, afvegaleiða þau og bæta enn einu merkingarlagi ofan í þeirra frjóa svörð. Þeirrar tilhneigingar hefur gætt í síauknum mæli hjá frönskum hönnuðum. að grafa upp hluti í sögunni til þess að skapa framtíðina, finna viðmið í húsgagnasögu þjóðarinnar til þess að búa til nýja hluti. Með því að nota hlutí sem tengjast tímabilum Lúðvíks fimmtánda og sextánda og Lúðvíks Filippusar, þá er gengið út frá þekktum og viðurkenndum kóðum og það að setja þessa sögulegu hluti í nýtt samhengi verður oftar en ella mjög fyndið og djarft. Meistarinn í þessum leik er Philippe Starck en með stól sínum Lúðvík draugur bjó hann bæði til nýjan nútímahlut og nýjan hefðbundinn hlut. Þetta er einn eftirsóttasti gripur síðustu ára. Sýningargripina færðu hjá okkur Hjá okkur geturðu keypt mörg af þeim verkum sem sýnc eru á frönsku hönnunarsýningunni í Gerðarsafni. Epal hf. / Skeifan 4 / Simi 568 7733 / epal@epal.is / www.epal.is

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.