blaðið - 24.04.2007, Qupperneq 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 2007
blaðið
,Ungt fólk setti mikinn svip á
þingiö og meðal hugmynda
þess má nefna kvikmyndaver
og tónlistarháskóla, enda sterk
tónlistarhefð í Botungarvik. “
Hraustur bær, traustur bær
Bolvíkingar eru í sóknarhug og
vilja efla og styrkja samfélagið innan
frá ásamt því að nýta þau nýju tæki-
færi sem skapast með göngum undir
Óshlíð. Á íbúaþingið mættu 130
manns á öllum aldri. Fyrir þingið
var unnið með 3 bekkjum grunn-
skólans og var afrakstur þeirrar
vinnu kynntur á þinginu. Samtals
tóku því 14,5 prósent íbúa þátt í um-
ræðu um framtíðarsýn Bolvíkinga,
sem unnið verður frekar úr við gerð
aðalskipulags sem nú stendur yfir.
Yfirskrift þingsins var „Það er rok,
rok ég ræ ekki... hvað geri ég þá?”
og vísar til „þjóðsöngs” Bolvíkinga.
I yfirskriftinni felst sú grundvallar-
spurning á hverju Bolvíkingar vilja
byggja til framtíðar, nú þegar sjáv-
arútvegur hefur dregist saman frá
því sem mest var. Samvera með fjöl-
skyldunni, falleg náttúra allan árs-
ins hring og kyrrð er það sem íbúar í
Bolungarvík kunna best að meta og
ennþá frekar þegar nóg er að gera og
Óshlíðin ógnar ekki.
Ýmis sóknarfæri
I umræðu um atvinnumál komu
ýmis sóknarfæri fram, t.d. í menn-
ingar- og heilsutengdri ferðaþjón-
ustu sem er lítil fyrir, þótt á miklu
sé að byggja. Náttúra og saga býður
upp á ýmis tækifæri. Sem dæmi má
nefna einstaklega góð berjalönd
í nágrenni bæjarins. Þar að auki
er náttúrulegt umhverfi Bolungar-
víkur áhugaverður vettvangur ým-
iskonar vísindarannsókna, að mati
þátttakenda. Ýmsir möguleikar eru
í fjarvinnslu, t.d. fyrir opinbera
aðila en ótraust rafmagn er þó til
vandræða á því sviði. Menntun,
fullorðinsfræðsla og samstarf skóla
var ofarlega á baugi í umræðu um
samfélag Bolvíkinga. Þá mætti
auka samskipti ýmissa hópa, t.d.
yngri og eldri borgara og ekki síst
samskipti erlendra íbúa og hinna
íslensku. Töldu þátttakendur að allt
samfélagið þyrfti þar að leggjast á
eitt, vinnustaðir, stofnanir og leið-
togar í samfélaginu, af innlendu og
erlendu bergi. Húsnæði vantar fyrir
Umrœðan
Framtíðarsýn
íbúaersú að
Bolungarvík verði
„hraustur bær" í
víðustu merkingu
þess orðs.
Grímur Atlason
félagsstarf eldri íbúa en almennt var
mikil ánægja með opinbera þjón-
ustu í Bolungarvík.
Lifandi menningarmiðstöð
Miðbær Bolungarvíkur er að
mati þátttakenda við þau gatnamót
þar sem Félagsheimilið Vikurbær
stendur. Kallað var eftir endur-
bótum á þvi húsi og að það verði lif-
andi menningarmiðstöð. Vilji var til
að bæta ásýnd og umhverfi í bænum
með tiltekt þar sem allir legðu sitt
af mörkum. Auk þess kom fram sú
hugmynd að útbúa þrjár gönguleiðir
í bænum, svokallaða heilsuhringi.
Samkvæmt hugmyndinni yrði til
einn þrekhringur á bökkum Hólsár,
einn hringur í gegnum byggðina
þar sem göngufólk upplifði útsýni
og mannlíf bæjarins og einn útivist-
arhringur sunnan við bæinn.
Sterk tónlistarhefð
Ungt fólk setti mikinn svip á þingið
og meðal hugmynda þess má nefna
kvikmyndaver og tónlistarháskóla,
enda sterk tónlistarhefð í Bolungar-
vík. Góðar aðstæður til útivistar og
tómstunda eru mikilvægar að þeirra
mati og einnig lögðu þau áherslu á
fleiri atvinnumöguleika fyrir háskóla-
menntað fólk samhliða blómlegum
sjávarútvegi. Einn hópur vann út
frá yfirskriftinni „Villtir draumar”
og varpaði hann fram ýmsum hug-
myndum sem einungis þurftu að upp-
fylla það skilyrði að vera ekki of ger-
legar. Þar kom fram að Bolungarvík
„Crazy Town” eða „Hvatabær” gæti
orðið staður sem fólk ferðaðist til með
Vestfjarðahraðlestinni, færi í kláf upp
á Bolafjall og gisti og skemmti sér í
stóru skipi sem komið væri upp á
land og gerði út á ný mið í ferðaþjón-
ustu, svo fátt eitt sé nefnt.
Heilbrigði
Framtíðarsýn ibúa er sú að Bolung-
arvík verði „hraustur bær” í víðustu
merkingu þess orðs, þannig að stefnt
sé að heilbrigði í umhverfi, efnahag
og í samfélaginu. Vildu þinggestir
sjá að umhverfið verði áfram jafn fal-
legt og að íbúum fjölgi í fjölskyldu-
vænu samfélagi þar sem í boði eru
fjölbreytt atvinnutækifæri fyrir alla,
án stóriðju. Byggt verði á styrk Bol-
ungarvíkur og á þeim grunni sem
þegar er til staðar, s.s. Heilsubæjar-
verkefni. Keppnisskap Bolvíkinga
verði virkjað og samfélagið einkenn-
ist af sköpun, frumkvæði og sam-
heldni, þannig að Bolungarvík verði
líka „traustur bær”.
Höfundur er bæjarstjóri Bolungarvíkur
Hafnfirðingar láta
„misnota" sig
Þrátt fyrir að nú sé gott atvinnu-
ástand, er það ekkert sem er sjálf-
gefið og aðstæður geta verið fljótar
að breytast. Það þarf því að tryggja,
að traust fyritæki sjái sér hag í að
starfa hérlendis og þau hafi styrk og
getu til að takast á við þær kröfur
sem við gerum, svo sem í náttúru-
vernd og fleiru. Umhyggja fyrir nátt-
úrunni er ekki eitthvað sem á að
vera á dagskrá eingöngu fyrir kosn-
ingar, heldur á hún að vera stöðugt
í huga okkar og virðing fyrir nátt-
úrunni í allri sinni mynd á að hafa
áhrif á allar okkar gjörðir. Virðing
þessi má þó ekki rugla allri dóm-
greind okkar og stjórnast af öfgum
og ofstæki.
Sorgleg staðreynd
Við Hafnfirðingar stöndum nú
frammi fyrir þeirri sorglegu stað-
reynd að uppbygging álversins
var felld og mun þessi ákvörðun
hafa veruleg áhrif á tekjur Hafnar-
fjarðar og atvinnumöguleika fjölda
fólks. Sú mikla tekjuaukning sem
hefði skapast við stækkun, hefði
auðveldað stjórnendum bæjarins
að bæta hlutina á ýmsum sviðum
svo sem varðandi skóla, íþróttir, fé-
lagsþjónustu við aldraða og margt
fleira. Skynsemi við ákvörðun, réði
ekki þessari niðurstöðu, heldur var
það taugaveiklun vegna komandi
þingkosninga, eða tímabundnir eig-
inhagsmunir og gegndarlaus áróður
úrtölufólks sem réði. Fremstir þar í
hópi fóru stjórnmálamenn, en þeir
yfirbjóða hver annan í umræðu
um umhverfismál og keppninni
um staðsetningu álvera. Einnig er
mjög áberandi hvað fjölmiðlafólk
misnotar aðstöðu sína og segja
ekki fréttir, heldur troða skoðunum
sínum að fólki. Hafnfirðingar létu
þessa aðila nánast „nauðga“ sér og
kusu á móti hagsbótum fyrir fjöld-
ann til framtíðar.
Stjórnmálamenn án skoðana
Til stóð að öllum kröfum bæjar-
ins um mengunarvarnir, breytingar
línumannvirkja og margt fleira
yrði fullnægt. Það er mér því gjör-
samlega um megn að skilja hvernig
bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar
hafa klúðrað þessu mesta hagsmun-
armáli Hafnfirðinga. Þeir hafa
valið sér það að vera skoðanalausir
og borið þvi við að þeir vildu ekki
hafa áhrif á kosninguna. Ég hélt að
þeir hefðu verið kosnir til að stjórna
bænum. Það hefur lengst af verið
meginmarkmið stjórnmálamanna
að hafa áhrif og koma skoðunum
sínum á framfæri. Hvað ætla þessir
aðilar að segja fyrir næstu kosn-
ingar, efþeir hafa engar skoðanir og
fela sig á bak við eitthvað sem þeir
kalla íbúalýðræði. Þeir geta þá bara
stillt upp símastaurum í næstu kosn-
SMun ég því segja
mig úr Samfyik-
ingunni og halda
áfram að vera Ai-
þýðuflokksmaður
Umrœðan
Árni Hjörleifsson
ingum, þeir hafa víst ekki meiri
skoðanir en þeir. Ég dreg í efa það
lýðræði, sem íbúakosningar um ein-
stök málefni muni skapa og tel það
frekar hamla framförum. Til að
mynda hefur þetta svokallaða íbúa-
lýðræði verið notað í Sviss, en þar
hefur afturhald og þröngsýni ríkt á
ýmsum sviðum og staðið í vegi fyrir
framförum. í Sviss fengu konur til
að mynda ekki kosningarétt fyrr en
árið 1971 og þeir samþykktu loks
aðild að Sameinuðu þjóðunum árið
2002. Nú er svo komið að ýmsir efna-
hagssérfræðingar þeirra spá því að
Sviss verði í hópi fátækustu þjóða
Evrópu innan tuttugu ára, ef þeir
breyti ekki frá þessari afturhald-
sömu stefnu sinni sem stendur í vegi
fyrir framförum.
Úr Samfylkingunni
Ég var félagi í Alþýðuflokknum
og var fluttur með félagaskrá hans
inn í Samfylkinguna, þegar hún var
stofnuð. Alþýðuflokksmenn voru
ætíð náttúruverndarsinnar og tals-
menn þess að byggja upp blandað
hagkerfi sem stuðlar að öflugu at-
vinnulífi, því þeir vissu að atvinnu-
leysi og samdráttur varþað sem bitn-
aði verst á venjulegu launafólki. Þar
sem Samfylkingin vill fara þá braut
að hafa ekki skoðanir og bera við
einhverju lýðræðishjali og hrekja
þannig eitt af bestu og öflugustu
fyrirtækjum bæjarins burtu, sé ég
ekki að við eigum samleið. Mun ég
því segja mig úr Samfylkingunni og
halda áfram að vera Alþýðuflokks-
maður (krati).
Höfundur er rafvirki og var bæjarfulltrúi
Alþýðuflokksins, form. skipulags-
nefndar, skólanefndar Hafnarfjarðar
og form. sambands sveitafélaga á
höfuðborgsvæðinu.
5MÁAUGLÝSINGAR
blaðiðs
Enginn niðurskurður
I leiðara Blaðsins laugardaginn 14.
apríl sl. er farið með rangt mál. Þar
er því haldið fram að í ráðuneytum
þeim sem framsóknarmenn hafa
stýrt undanfarin ár hafi niðurskurð-
arhnífnum verið beitt af alefli. Nú
er það svo að á undanförnum tólf
árum hefur verið sótt fram á flestum
sviðum samfélagsins. Á þeim tíma
hefur staða ríkissjóðs tekið stakka-
skiptum, skuldir ríkisins eru óveru-
legar og efnahagur traustari en áður í
sögu lýðveldisins. Á sama tíma hefur
átt sér stað mikil uppbygging öflugs
atvinnulífs og kröftug nýsköpun sem
hefur búið í haginn fyrir eflingu vel-
ferðarkerfisins. Til þeirra málaflokka
sem þar teljast undir hefur orðið veru-
leg raunaukning fjármagns.
Aukin framlög
Framlög ríkisins til heilbrigðis-
mála voru til að mynda áætluð ríf-
lega 80 milljarðar á árinu 2006 og
höfðu þá aukist að raungildi um
27,5 milljarða frá árinu 1998 eða
um 49 prósent. Framlög ríkisins
samkvæmt fjárlögum 2006 námu
um 8 prósentum af áætlaðri vergri
landsframleiðslu. Árið 1998 nam
þetta hlutfall 6,9 prósentum. Fram-
lög ríkisins til almannatrygginga
og velferðarmála voru áætluð 73,4
milljarðar króna í fjárlögum 2006
og jukust að raungildi um 23 millj-
arða króna frá árinu 1998 eða um
45 prósent. Framlög ríkisins til al-
mannatrygginga og velferðarmála
samkvæmt fjárlögum 2006 námu
um 7 prósentum af áætlaðri vergri
landsframleiðslu. Árið 1998 nam
þetta hlutfall 6,3 prósentum.
Samfellt vaxtarskeið
Framlög ríkisins til fræðslumála
voru áætluð 33,1 milljarður í fjár-
tí undanförnum
tólfárum hefur
verið sótt fram á
flestum sviðum
samfélagsins
Umrœðan
Sigfús Ingi Sigfússon
lögum 2006 og jukust að raungildi
um 12,3 milljarða frá árinu 1998 eða
um 59 prósent. Framlög ríkisins til
fræðslumála samkvæmt fjárlögum
2006 námu um 3,2 prósentum af
áætlaðri vergri landsframleiðslu.
Árið 1998 nam þetta hlutfall 2,6
prósentum. Framlög ríkisins til há-
skólastigsins voru áætluð um 16,7
milljarðar í fjárlögum 2006 og juk-
ust að raungildi um 7,4 milljarða
króna frá árinu 1998 eða um 80
prósent að raungildi. Er þá ótalinn
nýr samningur við Háskóla íslands
sem undirritaður var í janúar sl. og
fól í sér stórauknar fjárveitingar til
skólans. Þessar staðreyndir sýna að
í ríkisstjórnartíð Framsóknarflokks-
ins hefur hann beitt sér fyrir mikilli
aukningu framlaga til velferðarmála.
Til menntunar, heilbrigðisþjónustu,
aldraðra og öryrkja. Styrk stjórn
efnahagsmála hefur því ekki aðeins
leitt af sér lengsta samfellda vaxtar-
skeið kaupmáttar og hagvaxtar í ís-
landssögunni, heldur hefur á sama
tíma verið byggt upp enn öflugra
velferðarkerfi. Með áframhaldandi
uppbyggingu öflugs atvinnulífs og
árangri áfram er unnt að gera enn
betur í þeirri samhjálp sem við
viljum geta boðið fólki um land allt.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Framsóknarflokksins