blaðið - 26.04.2007, Side 16
16 FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2007
blaðið
Mennt er máttur
Á hátíðarstundu er menntun á Is-
landi sögð góð. Staðreyndin er sú að
íslendingar leggja minnst fjármagn
til menntamála samkvæmt skýrslu
OECD, miðað við höfuðtölu og verga
landsframleiðslu. Það er því alls
ekki verið að bera í bakkfullan læk-
inn þegar kemur að þessum málum
eins og menntamálaráðherra vill
oft halda fram. Síðan grunnskólinn
var færður yfir til sveitarfélaganna
hefur mikil þróun átt sér stað í innra
starfi skólanna. Eftir situr að kjara-
mál kennara eru í ólestri og samn-
ingsumleitanir kennara bera lítinn
árangur í hvert sinn sem sest er að
samningaborði. íslandshreyfingin
- lifandi land telur að menntun
tryggi samkeppnishæfni einstak-
lingsins og velferð hans. Það er því
mikilvægt að hlúa að menntun allra
landsmanna frá vöggu til grafar. Til
að gera þetta að veruleika verður að
setja raunhæf markmið og þau er
hægt að nálgast í stefnuyfirlýsingu
og aðgerðaáætlun Islandshreyfing-
arinnar. Þar segir meðal annars:
menntamálallra
Umrœðctn
Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
Fjölbreytilegar námsleiðir
Eitt helsta verkefni stjórnvalda er
að efla og treysta skólastarf á öllum
stigum, tryggja menntun þjóðar-
innar og búa í haginn fyrir öflugt
vísinda- og rannsóknastarf. Þörf
er á fjölbreytilegum námsleiðum
fyrir nemendur með ólíka hæfi-
leika til að öðlast verkmenntun og
bókþekkingu. Efla skal verknám,
listnám, skapandi hugsun, siðræna
hugsun og umhverfis- og lýðræðis-
vitund nemenda strax á unga aldri.
Minnka skal miðstýringu og gera
skólum kleift að verða sjálfstæðari
bæði hvað varðar námsstefnu og
fjármál. Sjálfstæðir skólar skulu
njóta jafnræðis við opinbera skóla.
Fjármagn fylgi hverjum nemanda
frá lögheimilissveitarfélagi sam-
kvæmt grunnskólalögum. Sjálf-
stæðir skólar skulu ekki innheimta
skólagjöld af nemendum sínum.
Mennt er máttur fyr-
ir innflytjendur
Kunnátta í íslensku og helstu
þáttum samfélagsins er mikilvæg
fyrir nýja þjóðfélagsþegna til að að-
lagast og verða virkir þátttakendur
á öllu sviðum íslensks samfélags.
Efla þarf þennan þátt á öllum skóla-
stigum og bjóða innflytjendum að
kostnaðarlausu.
íslensk menning og náttúra
Efla ber rannsóknir á íslenskri
menningu og náttúru. Einnig skal
að því stefnt að nýta sérstöðu lands-
ins við þekkingarsköpun og miðla
henni til verr settra þjóða, eins
og t.d. í sjávarútvegsmálum, orku-
málum og jafnréttismálum.
Á íslandi er fjölmenningarlegt
samfélag. Fólk af erlendum upp-
runa hefur fest hér rætur. Eins eru
fatlaðir hluti af flóru mannlífsins á
íslandi. Það verður að taka tillit til
þessa og er það gert í Islandshreyf-
ingunni. Markmið okkar er að allir
fái menntun við sitt hæfi og getu.
Þörfin hefur aldrei verið meiri en
einmitt núna og nauðsynlegt að
efla menntakerfið gagnvart minni-
hlutahópum. Minnihlutahópar
samfélagsins hafa orðið útundan
hvað menntun varðar. Eitt skamm-
arlegasta dæmi sem um getur er
í sambandi við blindrakennslu.
Henni hefur ekki verið sinnt að
neinu ráði og nú er staðan sú að
það er aðeins einn blindrakenn-
ari til að sinna 160 blindum og
sjónskertum nemendum í grunn-
skólum landsins.
Tvær flugur í einu höggi
Táknmálsnotendur hafa borið
skarðan hlut frá borði, eftir ára-
langa baráttu fyrir réttindum
sínum á forsendum táknmálsins
og nú hanga þær bráðabirgða-
lausnir sem stjórnvöld hafa rétt
þeim á bláþræði. Menntun geðfatl-
aðra hefur verið skert á tímabili
núverandi stjórnvalda. Fatlaðir
framhaldsskólanemendur hafa
misst tómstundaúrræði sitt sem er
mikilvægur þáttur í þeirra lífi með-
fram framhaldsskólanámi. Fólk af
erlendum uppruna fékk lengi vel
lítið fjármagn til íslenskukennslu
en á einhvern undraverðan hátt
hristu stjórnvöld fram úr erminni
too milljónir til að sinna þessu.
Samt sem áður er það fjármagn
ekki tryggt í fjárlögum og því að-
eins um bráðabirgðalausn að ræða.
Það er vitað mál að það hentar út-
lendingum einkar vel að nýta sér
textun sjónvarpsefnis til íslensku-
námsins. Með þá vitneskju í far-
teskinu hefur Islandshreyfingin
meðal annars á stefnuskrá sinni
að koma textun á innlent sjónvarps-
efni í lög. Með því sláum við tvær
flugur í einu höggi, eflum íslensku-
kennslu fyrir útlendinga ogbætum
aðgengi þeirra og heyrnarlausra að
upplýsingum um samfélagið, en
heyrnarlausir landsmenn telja um
ío prósent þjóðarinnar.
Full mannréttindi
íslandshreyfingin - lifandi land
lætur sig menntamál allra hópa á
landinu miklu varða og mun eftir
fremsta megni leitast við að hafa
sem nánusta samvinnu við fjöl-
menningarsamfélagið þegar að mál-
efnum þeirra kemur til ákvarðana.
Því þegar upp er staðið hefur þetta
með rétt þegnanna að gera eins og
segir í aðgerðaáætlun Islandshreyf-
ingarinnar. Þar segir meðal annars
að allir þegnar landsins skuli njóta
fullra mannréttinda án tillits til kyn-
ferðis, trúarbragða, skoðana, þjóð-
ernis, kynþáttar, kynhneigðar, litar-
háttar, efnahags, ætternis eða stöðu.
Höfundur er í 3. sæti í Reykjavík norður
fyrir (slandshreyfinguna - lifandi land
Mikið úrval af heilsuskóm og vinnufatnaði
Fæst einnig í svörtu
Verð kr. 5.990-
... Þegar þú vilt þægindi
Síðumúli 13 sími 5682878 www.praxis.is
Engin karlremba
Ég les mér það til mikillar furðu
og heyri út undan mér, að maðurinn
minn sé nefndur „karlrembusvín”.
Margt hef ég nú heyrt misjafnt um
manninn, en aldrei þetta. Það þarf
nú ekki nema fletta í endurminn-
ingum hans (sem hann kallar Til-
hugalíf) til að komast að hinu sanna
um, hvern hug hann ber til kvenna.
Eftir þann lestur verður miklu frekar
sagt um hann, að hann sé í meira lagi
kvenhollur. Hann er t.d. sýnu meiri
aðdáandi kvenna en þær konur eru
aðdáendur karla, sem leggja það
í vana sinn að úthúða þeim kvölds
og morgna og vilja kenna við fem-
ínisma. Er jafnvel til eitthvað, sem
hægt er að kalla kvenrembu?
Að hætti Vestfirðinga uppnefnir
Jón Baldvin flesta, sem hann um-
gengst, eða eru honum hugstæðir.
Þetta eru eins konar gæluorð, þó
ég viðurkenni, að í þeim felist oft
ákveðin írónía. „Ljóskan í mennta-
málaráðuneytinu” er ein þeirra. I
því felst engin lítilsvirðing. Stall-
systur hennar í öðru ráðuneyti
kallar hann gjarnan „Ljósmóður-
ina frá Lómatjörn” (eftir að Friðar-
gæslunni í Afganistan var að sögn
breytt í ljósmóðurstarf). Önnur
kona, sem hann átti mikil sam-
skipti við um tíma hét hvorki meira
né minna en „heilög Jóhanna”. Og
svo enn ein, sem hann vænti mik-
ils af, hét bara „Sóla”. Svo var það
Krulli, Össi babe, Skallagrímur og
Hermannsbur. Man ekki fleiri í
bili. Mig kallar hann bara Brynku,
þegar vel liggur á honum. Mundi
hann þora að vera með karlrembu-
hátt við mig? You bet not!
Skelfing er mér annars farið að
leiðast þessar eilífu svívirðingar
og forakt í ræðu og riti gagnvart
fólki, sem er komið á þroskaðan
Annars skora
ég á fólk
að tala um
eitthvað, sem
máli skiptir
Umrœðan
Bryndis Schram
aldur. Ef það flokkast ekki undir
ómengaða mannfyrirlitningu, þá
veit ég ekki hvað á að kalla það (a
la Svandís Svavarsdóttir í Mogga í
gær). Manni leyfist ekki einu sinni
að hafa skoðanir, hvað þá að setja
þær á prent. Og með leyfi að spyrja,
hver eru aldurstakmörkin? Annars
skora ég á fólk að tala um eitthvað,
sem máli skiptir, í kosningabarátt-
unni, fremur en að vekja upp storm
í tebolla!
List án landamæra 2007
List án landamæra er kröftug há-
tíð sem setur sterkan svip á menning-
arárið á Islandi og hefur brotið niður
ýmsa múra. Á hátíðinni hafa ólíkir
aðilar unnið saman að mismun-
andi listtengdum verkefnum með
frábærri útkomu, sem hefur leitt til
aukins skilnings manna á milli með
ávinningi fyrir samfélagið allt. Með
þetta að leiðarljósi er lagt upp með
nýja hátíð á árinu 2007, en þetta er
í fjórða sinn sem hún er haldin. Há-
tíðin hefst þann 26. apríl og stendur
til 16. maí. Samstarfsaðilar í stjórn
Listar án landamæra eru: Fjölmennt,
fullorðinsfræðsla fatlaðra, Átak, fé-
lag fólks með þroskahömlun, Hitt
Húsið og Landssamtökin Þroska-
hjálp. Öryrkjabandalag íslands er
nýr félagi að stjórninni en fulltrúi
frá þeim bættist í hópinn í vor.
Ekki nógu áberandi
Þátttakendur í hátíðinni gefa góða
mynd af því fjölbreytta og kröftuga
listalífi sem hérþrífst. Hæfileikafólk
er á hverju strái en stundum skortir
tækifæri fyrir það til að koma sér
á framfæri. Fólk með fötlun eða
þroskaskerðingu er því miður ekki
nógu áberandi í „almennu" menn-
ingarumhverfi. List án landamæra
stuðlar að því að breyta því og
landamæra er
i®' kröftug hátíð
Vw' wí
Umrœðan
Margrét M. Norödahl
samstarf og opnun á milli hópa og
ólíkra einstaklinga leikur þar stórt
hlutverk. Stefnt er að því að festa
hátíðina í sessi sem árlegan stórvið-
burð í íslensku menningarlífi. Hún
hefur breyst og þróast ár frá ári og
fleiri eru að verða meðvitaðir um
gildi hennar í listalífinu, bæði þátt-
takendur og njótendur.
Hátíðin í ár stefnir í að verða bæði
fjölbreytt og skemmtileg. Á dagskrá
eru 25 viðburðir, flestir í Reykjavík,
en einnig á Akureyri, á Selfossi og á
Egilsstöðum.
Hátíðin verður opnuð fimmtu-
daginn 26. apríl, kl.17.00, i Ráðhúsi
Reykjavíkur en þá verður einnig
opnuð samsýning í austursal Ráð-
hússins. Á dagskrá í Ráðhúsinu
eru fjölmörg skemmtileg atriði og
meðal annarra koma þar fram Linda
Nýtt heimili fyrir
heimilislausa
I forsíðufrétt Blaðsins miðvikudag-
inn 18. apríl 2007 er ekki farið alls-
kostar rétt með staðreyndir varðandi
félagsmálaráðuneytið en upplýsing-
arnar voru ekki bornar undir ráðu-
neytið áður en greinin var birt.
Haft er eftir framkvæmdastjóra Geð-
hjálpar að félagsmálaráðuneytið telji
níu eða tíu geðfatlaða vera vegalausa.
Samkvæmt skýrslu samráðshóps um
heimilislausa í Reykjavík frá haustinu
2005 eiga 45 til 55 einstaklingar hvergi
höfði sínu að að halla á hverjum tíma.
Nokkrir í þeim hópi eiga við fötlun að
stríða vegna Iangvarandi geðröskunar.
Félagsmálaráðuneytið og Reykjavík-
urborg hafa tekið upp samstarf til að
auka umtalsvert þjónustu á þessu sviði.
Á næstu mánuðum verður opnað nýtt
heimili fyrir heimilislausa sem ekki
geta nýtt sér önnur úrræði. Þar geta
tíu einstaklingar dvalið á sama tíma.
Ætla má að heimilið nýtist 20 - 30 ein-
staklingum á ársgrundvelli.
I skýrslunni „Þjónusta við geðfatlað
fólk - stefna og framkvæmdaáætlun
vegna átaks félagsmálaráðuneytisins
2006-2010“ kemur fram að geðfatlaðir
sem þarfnast sértækrar búsetuþjón-
ustu séu 161 á landinu öllu. Þar af
búa 84 í Reykjavík og um helmingur
þeirra dvelur á geðsviði Landspítala
- háskólasjúkrahúss.
Átakið beinist að öllum
sem á þurfa að halda
Átak félagsmálaráðuneytisins i upp-
byggingu þjónustu fyrir geðfatlað fólk,
Simi: 553-9595
www.gahusgogn.is
Armúla 19
SÉFISMÍÐAÐIR SÓFAR
Eftir ÞÍNUM MÁLUM
Rós Pálmadóttir í söngsamstarfi
við Heiðu Eiríksdóttur söngkonu,
Bjöllukórinn flytur lög og Elísabet
Jökulsdóttir les ljóð.
Tökum höndum saman
Óupptalinn er fjöldi skemmtilegra
atburða sem má kynna sér á Netinu
eða í dagskrárbæklingi sem má nálg-
ast hjá Þroskahjálp, Hinu Húsinu og
Fjölmennt. Einnig er hægt að fylgjast
með á heimasíðum Þroskahjálpar, ÖBl,
Hins Hússins og Fjölmenntar. List án
landamæra er einnig með bloggsíðu
og er netfangið þar: www.listanland-
amaera.blog.is. Þar má sjá dagskrána
fyrir hátíðina í vor og fjöldann allan af
myndum frá hátíðinni í fyrra. Við hjá
List án landamæra hvetjum ykkur til
þess að mæta á atburði hátíðarinnar
enda af nógu að taka. Sérstaklega
hvetjum við ykkur til þess að kippa
vinum og vandamönnum með að
Reykjavíkurtjörn laugardaginn 28.
apríl kl. 13.00 og mynda þar hring
samstöðu og einingar með okkur. Þar
verður framinn gjörningurinn Tökum
höndum saman, en markmiðið er að
mynda óslitinn hring í kringum tjörn-
ina en til þess þarf 1000 manns.
Höfundur er framkvæmdastýra
Listarán landamæra
Geðfatlaðir
sem þarfnast
sértækrar
búsetuþjónusu
161 á landinu
öllu
Umrœðan
Einar Njálsson
skv. framangreindri framkvæmda-
áætlun, beinist að öllum sem þurfa á
nýjum úrræðum að halda en einskorð-
ast ekki við þá sem dveljast á sjúkra-
stofnunum eins og haldið er fram í
grein Blaðsins. Framkvæmdastjóri
Geðhjálpar segir að samvinnu skorti
milli ráðuneyta félags- og heilbrigðis-
mála. Rétt þykir að benda á að bæði
ráðuneytin eiga aðild að verkefnis-
stjórn sem fer með yfirstjórn átaksins
í þjónustu við geðfatlað fólk. Verkefn-
isstjórninni til ráðuneytis er ráðgjafar-
hópur, skipaður af félagsmálaráðherra,
sem framkvæmdastjóri Geðhjálpar
situr í. Á þeim vettvangi hefur Geð-
hjálp komið sjónarmiðum sínum til
skila beint við framkvæmdahóp átaks-
ins en samstarfið í þágu geðfatlaðra
hefur verið með miklum ágætum.
Höfundur er verkefnisstjóri hjá
félagsmálaráðuneytinu