blaðið - 26.04.2007, Page 25

blaðið - 26.04.2007, Page 25
blaðið FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2007 33 he heilsa@bladid.net Fræðsla um krabbamein Lionshreyfingin stendur fyrir fræöslufundi fyrir almenning um krabbamein í sal 5 á Hót- eli Loftleiðum þann 3. maí kl. 17. Netsamtal Tryggingastofnunar Þjónusturáðgjafar Tryggingastofnunar geta nú svarað erindum viðskiptavina sinna með netspjalli á vef stofnunarinnar tr.is. Netsamtalið er opið alla virka daga frá kl. 8:30 til kl. 15:30. YOGASTÖÐIN HEILSUBÓT Síðumúla 15, s. 588 57 11 og 694 61 03 YOGA YOGA YOGA YOGA YOGA Líkamsæfingar, öndunar- æfingar, slökun og hug- leiðsla. www.yogaheilsa.is Sértímar fyrir byrjendur og barnshafandi konur. Morgun-, hádegis-, síðdegis- og kvöldtímar. NÝTT! Astanga yoga Horft til framtíðar Árleg ráðstefna útskriftarnema í þroskaþjálfafræðum við Kennara- háskóla íslands fer fram í dag og á morgun. Ráðstefnan ber yfirskrift- ina Horft til framtíðar og þar kynna útskriftarnemar lokaverkefni sin til BA-gráðu. Verkefnin að þessu sinni eru á sviði barna- og fjölskyldumála, skólamála, heilbrigðismála og öldrunarþjónustu, réttinda og at- vinnumála og fullorðinsfræðslu og búsetuþjónustu. Ráðstefnan er haldin í Skriðu, fyrir- lestrasal Kennaraháskóla íslands í Stakkahlíð, og hefst klukkan 9. Efni ráðstefnunnar höfðar jafnt til fagfólks og annars starfsfólks og notenda þjónustunnar og aðstand- enda þeirra. Aðgangur er öllum opinn og ókeypis og hægt er að sækja einstaka fyrirlestra. Ohollustan útlæg Fjöldi barna sem eiga við offitu að stríða lækkaði um sex prósentustig á fjórum árum í þeim skólum Stokk- hólms þar sem óholl matvæli á borð sælgæti, sætabrauð og gosdrykki voru sett á bannlista. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar sem Karólínska stofnunin í Stokk- hólmi stóð að. Fjöldi þeirra barna sem voru ann- að hvort of þung eða áttu við offitu að stríða féll úr 22% í 16% í skólun- um tíu sem tóku þátt í rannsókn- inni. Jafnframt því að leggja bann við sætindum var boðið upp á heilsu- samlegri hádegismat í skólunum en áður hafði tíðkast. Til samanburðar var fylgst með offitu í öðrum skólum þar sem ekki voru settar reglur um matvæla- neyslu og jókst þar hlutfallslegur fjöldi þeirra barna sem voru of þung eða of feit úr 18% í 21%. Niðurstöður rannsóknarinnar voru kynntar á alþjóðlegri ráðstefnu um offituvandann sem hófst í Búda- pest á sunnudag. Á ráðstefnunni kom einnig fram að um 22 milljónir af þeim 75 millj- ónum barna sem búa í löndum Evr- ópusambandsins eru of þung og 5,1 milljón á við offituvanda að stríða. virkar straxt Kemur i veg fyrir og eyöir: Bólgum, þreytuverkjum og harðsperrum á feröalögum og viö álagsvinnu. Cilyfja Styrkir varnir húöarinnar gcgn skaöscmi sólar. Húöin verður fyrr fallega brún _ I sól og Ijösabekkjum, meö reglulegri inntöku helst húöin lengur brún. Klamydia leynir a ser „Um 50 70% fólks sem fær klamydiu vita ekki af því. Það eru engin einkenni. Við erum að reyna að benda fólki á að þó að það viti ekki af þvi þá er hættan til staðar," segir Ómar Sigurvin, formaður Ástráðs, forvarna- starfs læknanema. Blaöiö 'Eyþor Forvarnastarf læknanema við Háskóla íslands Fræða unglinga um kynlíf Mikill árangur hefur náðst í að draga úr tíðni þungana, fóstureyð- inga og klamydíusmits meðal ung- linga á undanförnum árum og er það meðal annars að þakka Ástráði, forvarnastarfi læknanema. Ástráð- ur er eitt stærsta forvarnastarf á landinu enda heimsækja læknanem- arnir nemendur á fyrsta ári í nær öll- um framhaldsskólum landsins og fræða þá um kynsjúkdóma, getnað- arvarnir og annað sem tengist kyn- lífi. Ekki stendur á áhuga ungmenn- anna enda kynlíf nokkuð sem fæstir vilja fara á mis við en vilja jafnframt stunda af öryggi. Ómar Sigurvin, formaður Ástráðs, segir viðbrögð krakkanna mjög misjöfn og ýmsar sögUsagnir og ranghugmyndir séu á kreiki með- al þeirra, sérstaklega í sambandi við kynsjúkdóma. „Við fáum til dæmis alltaf þá spurningu hvort maður geti fengið kynsjúkdóm í sundi eða á klósettsetu," segir Ómar en bendir jafnframt á að þetta sé að breytast með auknu aðgengi krakkanna að upplýsingum til dæmis fyrir tilstilli vefsíðna á borð við doktor.is. Klamydía leynirá sér Læknanemarnir beina einkum sjónum sínum að algengustu kyn- sjúkdómum sem ungt fólk á við að stríða eins og klamydíu. „Um 50-70% fólks sem fær klamydíu vita ekki af því. Það eru engin einkenni. Við erum að reyna að benda fólki á að þó að það viti ekki af því þá er hættan til staðar. Það er talað um að 1500-1600 manns greinist með sjúkdóminn á ári þannig að það er mjög líklegt að það séu allt að helm- ingi fleiri með hann án þess að vita af því,“ segir Ómar og bætir við stór hluti þessa hóps sé undir tvítugu. „Okkur finnst það sorglegt, ekki síst út af því að það er auðvelt að koma í veg fyrir að fólk fái þennan sjúkdóm með því að nota smokkinn. Svo er líka auðvelt að greina hann með því að fara í þvagprufu sem er víðast hvar ókeypis. Þá er auðveld- ast að meðhöndla hann af þessum sjúkdómum. Það eru sýklalyf gefin við honum,“ segir Ómar og bendir á að klamydía geti haft alvarlegar af- leiðingar og jafnvel valdið ófrjósemi hjá fólki. Lítil kynfræðsla í grunnskólum Þó að félagar í Ástráði beini einkum sjónum sínum að ung- mennum á fyrsta ári í framhalds- skóla heimsækja þeir einnig stundum félagsmiðstöðvar og grunnskóla eftir þvi sem við verð- ur komið. Þá kenna þeir í Háskóla unga fólksins á sumrin en hann sækja krakkar á aldrinum 12-15 ára. Ómar segir að kynfræðsla í grunnskólum sé lítil og mismun- andi eftir skólum. „Hún hefur reyndar verið að aukast undanfarin ár, til dæmis kom Námsgagnastofnun með nýtt fræðsluefni fyrir grunnskóla í fyrra þannig að það er vakning i þessum málum. Við vonum bara að hún verði enn þá meiri því að það þarf að byrja á þessu í kring- um 11-12 ára aldur ef vel á að fara,“ segir hann. Ástráður heldur einnig úti heima- síðunni astradur.is þar sem hægt er að nálgast margs konar upplýsingar um allt sem tengist kynlífi og kyn- sjúkdómum. Þá getur fólk sent inn fyrirspurnir á netfangið leyndo@ astradur.is og í síðustu viku var símalína félagsins opnuð en í hana getur fólk hringt og fengið svör við þeim spurningum sem brenna á því. Síminn er 896 9619 og er svarað í hann á þriðjudögum og fimmtudög- um kl. 20-22. Öll vinna læknanemanna er unn- in í sjálfboðastarfi og nýtist þeim vel í náminu. „Þetta er gríðarlega góð æfing fyrir fólk að koma fram og tala um alls konar viðkvæm efni sem við komum til með að þurfa að gera í framtíðinni þegar við förum að starfa sem læknar,“ segir Ómar Sig- urvin að lokum. MEGA OMEGA-3 1300 mg 80 hylki heilsa -haföu það gott *

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.