blaðið - 07.07.2007, Blaðsíða 1
Sá Presley
Það getur verið skemmtilegt
að fara á tónleika, eins
og fimm viðmælendur 0'
Blaðsins segjafrá.
Ólafur Hauksson
sá Presley á sviði
skömmu fyrir andlátið. I
Breytt lífssýn
Unga fólkið f lýr Hróars-
kelduhátíðina enda er
þar allt á floti eftir gríðar
legar rigningar síðustu
daga. Flestirfara til
Kaupmannahafnar og
finna sér gistingu þar.
Elmar Geir Unnsteinsson
hefur sérstakt dálæti á
i íslensku, heimspeki og
I ferðalögum. Hann fór í
B heimsreisu á dögunum
K og segir ferðina hafa
n breytt sýn sinni á lífið.
FÓLK»38
SPJALLIÐ) 2
ORÐLAUS> 3
125. tölublað 3. árgaitgur
Laugardagur
7. júlí 2007
Hefurðu hugleitt
hvar þú
færð ódýrasta
eldsneytið?
Giftu sig á dánarbeði
„Giftingarhringarnir tilbúnir"
Listakonan Kogga ræðir í viðtali við Blaðið um veikindi og dauða eigin-
manns síns, Magnúsar Kjartanssonar myndlistarmanns, og segir frá því
hvernig hún tókst á við sorgina. Hún segir að samvinna þeirra Magnúsar
haldi áfram eftir lát hans. VIÐTAL»28-30
Eigum að
leggjaá
brattann
■ Ráðherra vill endurskoða lyfsölukerfið
■ Tvö samheitalyf spöruðu TR100 milljónir
Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur
ingibjorg@bladid.net
„Markmiðið er að lækka lyfja-
verð. Ég mun innan fárra vikna
kynna hvernig farið verður yfir
málin. Eitt af því sem þarf að
skoða er hvort greiðslukerfið sem
við erum með sé þess eðlis að fjár-
munir séu ekki nýttir sem skyldi,“
segir Guðlaugur Þór Þórðarson
heilbrigðisráðherra.
Hann bendir á að markaðurinn
sé ekki einfaldur. „En þar með er
ekki sagt að ekki eigi að leggja á
brattann. Við erum með lítinn
markað og litið tungumálasvæði
og þar af leiðandi er ekki mjög
freistandi fyrir ýmsa aðila að
koma hingað inn. Þetta er meðal
þess sem þarf að skoða. Þessi mál
þarf að fara vel yfir og það verða
settir á laggirnar vinnuhópar sem
tengjast þeim. Síðan tek ég afstöðu
til þeirra hugmynda sem þar koma
fram.“
Olgeir Olgeirsson, framkvæmda-
stjóri innflutningsfyrirtækisins
Portfarma sem stofnað var árið
2005, segir Tryggingastofnun hafa
STAÐREYNDIR
tijw. íslenskur læknir í Svíþjóð
^ býður samheitalyf á þrið-
jungi verðs sem býðst hér.
► Landlæknir segir sam-
keppnina góða fyrir neyt-
endur.
►
Lyfjainnftytjendur kvarta
undan skriffinnsku hjá
Lyfjastofnun
sparað um 100 milljónir króna á
ársgrundvelli frá því að tvö fyrstu
samheitalyf fyrirtækisins komu á
markað 2006 fyrir utan þær upp-
hæðir sem neytendur hafa sparað.
Olgeir segir sparnaðinn geta verið
enn meiri væri biðtíminn eftir af-
greiðslu Lyfjastofnunar styttri en
hann getur verið allt að 16 mán-
uðum. Olgeir lýsir eftir viðskiptum
ríkisins við þá sem eru að koma
inn á markaðinn til að samkeppni
verði virk.
Heilbrigðisráðherra segir ábend-
ingar Olgeirs gagnlegar. „Ég fagna
öllum málefnalegum ábendingum
og hugmyndum.“
SKRIFFINNSKA HAMLAR SAMKEPPNI f LYFJUM »2
Hræðast hina
nýju nágranna
Skiptar skoðanir eru meðal íbúa
á Njálsgötu um stuðningsheimili
sem þar á að opna. Einn segist
munu flytja. Gatan sé full af
börnum, eldra fólki og fjölskyldu-
fólki sem geti einfaldlega ekki
hugsað sér að vera í návígi %y«
við 8 fíkniefnaneytendur. O
Orkuveitan
þenst út
Orkuveita Reykjavíkur hefur vax-
ið gríðarlega að umsvifum á undan-
förnum árum. Um 30 veitufyrir-
tæki hafa sameinast OR og þjón-
ustusvæði hennar nær frá Grund-
arfirði í vestri að Hvolsvelli i suðri.
OR þjónar um tveimur
þriðju landsmanna.
»10
Hágrét yfir
Harry Potter
JK Rowling, höfundur
bókanna um Harry Potter,
segist hafa hágrátið þegar
hún kláraði að skrifa síðasta
kafla síðustu bókarinnar um
galdrastrákinn sem kemur út
21. júlí. Rowling segist hafa
verið ein inni á hótelherbergi
þegar hún kláraði bókina. „Ég
hágrét, stútaði hálfri kampa-
vínsflösku úr minibarnum í
einum rykk og hélt svo heim
með maskarann út um allt and-
lit. Þetta var mjög erfitt.“
Nærri 1,6 milljónir eintaka af
bókinni, Harry Potter and the
Deathly Hallows, hafa þegar
verið pantaðar í netverslunum.
aí
VEÐRIÐ í DAG
VEXTIR FRÁ ... að það er hæat að létta 17 Ý
AÐEINS Þanniq er mál
Miöaö viö myntkörfu 4, Libor-vextir 23.4.2007. með vexti ... greiðslubyrðina. FRjÁLSI